Köttum misþyrmt af mönnum og hundum

Mikið fjölmiðlafár hefur undanfarið geysað vegna árásár hunds á kött, enda týndi kötturinn lífinu í þeim ójafna og grimma slag. Allt frá því að kettir og hundar urðu fylgjendur mannsins í gegnum súrt og sætt, hefur þessum dýrategundum komið illa saman í flestum tilfellum og þegar þeim lýstur saman fer allt í "hund og kött".

Það ætti því ekki að vera mjög fréttnæmt þó hundur elti kött, jafnvel ekki þó hundur slasi eða drepi viðkomandi kött, þar sem þetta ósamkomulag er árþúsundavandamál og hvorki hundar eða kettir taldir sérstaklega siðmenntaðir, en það á hins vegar við um eigendur þeirra og húsbændur, mennina.

Því ætti það að vera tilefni stórfrétta þegar fólk misþyrmir og drepur dýr algerlega að tilefnislausu og að því er virðist sér til skemmtunar og jafnvel með því að kvelja dýrin og pína þar til líftóran slökknar. Oft er þess getið í fréttum að dýr hafi fundist dauð á víðavangi eftir pyntingar, mismikið særð eða skilin eftir í kössum eða pokum og jafnvel urðuð lifandi undir grjótfargi.

Sjaldnast er þó gert stórmál úr slíkum atburðum og aldrei hefur frést af því að nokkur maður hafi verið dæmdur fyrir slíkt dýraníð, en þegar hudur drepur eða slasar aðra skepnu er þess tafarlaust krafist að hann verði aflífaður samstundis og í síðasta slíka tilfelli kom jafnvel fram krafa í netheimum um að eigandi hundsins yrði umsvifalaust settur í gæsluvarðhald.

Hunda-, katta- og manngæska á sér greinilega ýmsar mismunandi myndir.


mbl.is Fann læðu í kæliboxi við Kúagerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

dýr sem er alið upp af fólki, telur það fólk vera foreldra sína.

fjölskyldu sína.

veit ekki til hvers fólk er að fá sér dýr, ef það hefur ekki nóga næmni til að sjá þetta og hafi síðan geð í sér til að skilja dýrin svona eftir.

þetta er eins og að yfirgefa börnin sín.

þótt þessi séu loðin og hafi ekki eins mikið vit.

sjá augun á þessum köttum í mbl greininni, sár og skilja ekki afhverju þau voru yfirgefin.

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 17:12

2 identicon

Mikið er ég sammála þér Axel.

Margret S. (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband