Æra Jóns Ásgeirs ærir óstöðuga

Jón Ásgeir, foringi Baugsklansins, lýður ekki nokkrum manni að tala óvarlega um sig og sínar og kærir hvern þann sem lætur einhver orð falla um sína persónu og sínar gerðir, sem honum mislíkar.

Í kærumáli hans gegn Birni Bjarnasyni heldur verjandinn því fram að málið snúist alls ekki um æru Jóns Ásgeirs, heldur um hefnd og sé um leið fyrirbyggjandi aðgerð til að sýna öðrum fram á að betra sé að halda sér á mottunni í ummælum um "stórmennið" og athafnir þess.

Í huga almennings er Jón Ásgeir löngu orðinn ærulaus maður vegna eigin aðgerða og framkomu og því mun niðurstaða þessa meiðyrðamáls ekki skipta nokkru máli varðandi æru eða æruleysi hans.

Það er hins vegar alveg til að æra óstöðuga að fylgjast með þessum tilburðum.


mbl.is Snýst ekki um æru Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki hefur orðstírinn batnað hjá JÁJ síðustu vikuna, svo mikið er víst.

Jón Valur Jensson, 7.2.2012 kl. 14:17

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og spyrja mætti, án þess að ég gefi mér neitt í því efni: Er hugsanlegt að hann hafi samið við áhrifamenn i Samfylkingu og/eða Brussel um að halda árum saman úti taprekstri á fjölmiðlakeðju, þar sem leynt og ljóst yrði stutt við Esb-innlimunarstefnu, gegn því að hann fengi sjálfur að vera sem mest óáreittur í vafasömum fjármálagerningum, fyrirtækjastýringu og útrásarvíkingamennsku?

Jón Valur Jensson, 7.2.2012 kl. 14:30

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alltaf gaman að samsæriskenningum. En ég ætla mér nú aðeins styttra í þeim efnum en Jón Valur: Er hugsanlegt að JÁJ haldist einungis á ofurlögmönnum sínum með því að skaffa þeim eilífðarverkefni - jafnvel þótt enginn skilji tilganginn með málshöfðununum?

Kolbrún Hilmars, 7.2.2012 kl. 15:04

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var reyndar ekki samsæriskenning, Kolbrún, heldur varpað fram einni mögulegri spurningu af mörgum um það, sem hugsanlega kunni að hafa gerzt. Og spyrja má: Hver var og er tilgangurinn með því að reka þessa fjölmiðla með gríðarlegu tapi?

Jón Valur Jensson, 7.2.2012 kl. 15:46

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón, þegar ótölulegar spurningar vakna í sambandi við framferði hrunverja þá er einfaldast að flokka þær undir samsæriskenningar. Þannig hafa hrunverjar sjálfir meðhöndlað þær (spurningarnar) hvort sem er. Að öðru leyti erum við sammála og Axel líka.

Kolbrún Hilmars, 7.2.2012 kl. 16:55

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, þessa alhæfingu um samsæriskenningar (cospiration theories) tek ég ekki til mín. Spurning er ekki theoría.

Jón Valur Jensson, 7.2.2012 kl. 17:27

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

... conspiration ...

Jón Valur Jensson, 7.2.2012 kl. 17:27

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, þú hefur nokkuð til þíns máls Jón. En mín tilgáta fellur klárlega undir samsæriskenningar. :)

Kolbrún Hilmars, 7.2.2012 kl. 17:51

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekki réttlætanlegt að taka Jón Ásgeir Jóhannesson einan úr þessum hrunverjahóp, og kenna honum um allt sem illa fór. Ég er ekki svo grunn í hugsun að taka slíkar samsæriskenningar gildar.

Réttlætið krefst réttlætis, en ekki samsæris!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.2.2012 kl. 20:12

10 Smámynd: Jón Óskarsson

@Anna:  Það er heldur ekki réttlætanlegt að ákæra Geir Haarde einan fyrrum ráðherra og vera á sama tíma með forsætisráðherra sem í það minnst bar verulega ábyrgð í ríkisstjórn þess fyrrnefnda.

Jón Óskarsson, 7.2.2012 kl. 21:01

11 identicon

Að mínu mati var Björn vondur stjórnmálamaðu en ég held að hann sé alls ekki vondur maður.Jón Ásgeir er aftur á móti hreinlega vondur maður að mínu mati.En svolítið spaugilegt hvað þessir skoðana og flokksbræður í pólitík eru alltaf að kíta.

Elías (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 06:31

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Elías, Björn Bjarnason var góður stjórnmálamaður og vann mörg góð verk í sinni ráðherratíð. Ekki veit ég hvort Jón Ásgeir er vondur maður, en hann vann a.m.k. mörg verk á árunum fyrir hrun og reyndar alla tíð frá stofnun Bónuss. Þau skoðanaskipti sem fara fram milli flokksbræðra eru yfirleitt ekki neinar kítur, heldur heilbrigðar bollaleggingar og hugrenningar og allt er það í góðu gert. Samskiptin eru þó ekki þannig á milli manna í öllum stjórnmálaflokkunum.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2012 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband