Skattleggja allt sem er "umfram"

"Norræna velferðarstjórnin" hefur margsinnis lofað allt að sjö þúsund störfum við "eitthvað annað" og hefur getað endurnýtt þann frasa með reglulegu millibili, enda hefur störfum ekkert fjölgað og ekki bólar heldur á "einhverju öðru" í atvinnumálunum.

Nú hefur meirihluti Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis fundið upp á nýju snjallræði í brjálæðislegri leit sinni að nýjum skattstofnum, en það er að ofurskatta allt sem er "umfram". Þetta kemur t.d. fram í breytingartillögum nefndarinnar um skattlagningu fjármálafyrirtækja, eða eins og segir í fréttinni: "Meirihluti nefndarinnar ætlar að breyta álagningu fjársýsluskatts. Upphaflega átti að leggja 10% skatt á launaútgjöld fjármálafyrirtækja, en nefndin leggur til 5% skatt á laun og að restin komi af svokölluðum umframhagnaði bankanna."

Óútskýrt er hvað "umframhagnaður" er, en svona hugmyndaauðgi opnar fyrir ótal möguleika í skattlagningu, því t.d. má leggja ofurskatta á "umframlaun", "umframeignir", "umframeyðslu" og allt sem nöfnum tjáir að nefna og er "umfram".

Hugmyndaauðgi vinstrimanna í skattamálum er svo yfirgengileg að hún er nánast aðdáunarverð. Miklu betra væri þó að hugarflugið væri nýtt til raunverulegrar uppbyggingar þjóðfélagsins og breikkunar skattstofna í stað þess að finna endalaust upp nýja "umframskatta". 


mbl.is Skattalagabreytingar samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Síðustu misseri hafa fjölmörg nýyrði komið inn í skattalögin og tengd lög.  Svo mikið er orðið af þessu ásamt nýjum og lítt ígrunduðum reikniaðferðum að það liggur við að það þurfi að senda alla uppgjörsaðila í endurmenntun til að skilja hvað jarðfræðingurinn er að gera í skattamálum.

Í dag er algjörlega bannað að hagnast á einu eða neinu og svo komið að nú er þetta nýyrði "umframhagnaður" orðið til.   Hvernig á að skilagreina það hugtak ?  Mega fyrirtæki núna bara hagnast um vissa prósentu af veltu eða hvað eru menn að meina ?

Í breytingartillögum meirihlutans í efnahags- og viðskiptanefnd (hét hún ekki efnahags- og skattanefnd í fyrra?) þá eru nokkrar breytingar og aldrei slíku vant nokkrar þeirra til góðs.   En auðvitað laumað inn hækkunum hér og þar til viðbótar við upphaflega tillögu.

Vonandi nær það góða í gegn um Alþingi og vonandi verða 63 þingmenn viðstaddir til að greiða atkvæði, en ekki bara rétt um helmingu eins og þegar bandormurinn fór í gegn 2009, og var þá samþykktur með aðeins 19 atkvæðum.

a) Lægsta skattþrepið fer upp í kr. 230.000 (skattskyld laun).  Þetta þýðir brúttólaun upp á allt að kr. 244.680 í stað brúttólauna 227.609 á þessu ári og hér miðað ég við breyttar hámarkstölur út frá breytingum á greiðslum í séreignarsjóð.  Hækkun því 7,5% í stað 3,5% eins og jarðfræðingurinn lagði til.   Þetta er jákvætt.

b) Hæsta þrepið hækkar um 3,5%, fer úr 680.550 í 704.367 sem er lægra en áður var lagt til.   Þegar skoðuð eru brúttólaun þá er breyting úr 739.728 í kr. 749.326, eða einungis um 1,29%.  Það er því enn verið að auka vægi skattlagningar á millitekjufólk.   Þetta verður sjálfsagt til að Lilja Mósesdóttir og fleiri samþykki þennan lið.

c) Jákvæð eru sömuleiðis sú breyting að stytta tímann varðandi auðlegðarskattinn, þó lítið sé á það að treysta.  Þetta gæti orðið enn einn skatturinn sem er framlengdur frá ári til árs.

d) Bifreiðagjöld á bifreiðar yfir 3.500 kg. er hækkað frá fyrri tillögum, sem ekki getur talist jákvætt fyrir atvinnulífið

e) Tóbaksgjald á neftóbak átti að hækka um 5,1% en lagt er til að hækka það um 75%   Kannski er þetta gert til að sérfræðingurinn í kynlífi laxa dragi úr neftóbaksnotkun inn á Alþingi ?

f) Launagreiðendur verða skikkaðir til að breyta frádrætti starfsmanna í séreignarlífeyrissjóð úr 4% í 2% nema að starfmenn óski sérstaklega eftir því að halda áfram að greiða 4% - Þarna er verið að þvinga fram breytingar á sparnaði fólks til viðbótar við að þessi ekki verður lengur frádráttarbært frá skatti nema 2% í séreign.  Sérkennilegt að setja svona skyldur á launagreiðendur.

Áfram er inni 9,91% hækkun á sjálft tryggingargjaldið.  Sú hækkun gæti orðið varanleg, og ein og sér skerðir hún talsvert þá heildarlækkun sem koma átti á gjaldið vegna lækkunar hlutfallsins til atvinnuleysistryggingarsjóðs.  Margir hafa bent á að lækkun tryggingargjalds gæti skapað svigrúm fyrir ný störf, en á því hafa nefndarmenn í efnahags og viðskiptanefnd engan áhuga.

Eftir stendur síðan þessi forvitnilega spurning um "umframhagnað"

Jón Óskarsson, 13.12.2011 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband