Saksóknari klúđrar ákćrum enn á ný

Ekki er ennţá búiđ ađ birta dóm hérađsdóms í skattamáli Baugsgengisins, sem á rćtur ađ rekja allt aftur í Baugsmáliđ fyrsta, en ţó er komiđ fram ađ sakfellt hefur veriđ fyrir einhver ákćruatriđi, en refsingu frestađ haldi sakborningar skilorđ í eitt ár.

Skilorđsbinding refsingarinnar á samkvćmt dóminum rćtur sínar ađallega í ţví ađ rannsókn málsins tók alltof langan og óeđlilegan tíma og ţar ađ auki var ákćran svo illa úr garđi gerđ af hálfu embćttis saksóknara, ađ dómarar og verjendur áttu fullt í fangi međ ađ ráđa í ţau gögn sem ákćran byggđi á og ţar ađ auki fylgdu međ ţúsundir skjala, sem komu ekkert viđ sögu í ákćrunni sjálfri.

Dómstóllinn segir m.a. í úrskurđi sínum varđandi skjalameđferđ ákćruvaldsins: "Virđist hún enda miđuđ viđ ţarfir ţeirra sem söfnuđu og röđuđu skjölunum undir rannsókninni. Hefur ţetta valdiđ dómendum og verjendum umtalsverđri fyrirhöfn og töfum, allt frá ţví ađ fariđ var ađ fjalla um réttarfarsatriđi í málinu snemma árs 2009."

Í Baugsmálinu fyrsta var ađeins sakfellt fyrir nokkur "minniháttar" brot og ef rétt er munađ var einmitt sýknađ í "meiriháttar" málunum vegna vanreifunar ţeirra og lélegs málatilbúnađar af hálfu ákćruvaldsins, enda dómarnir í samrćmi viđ ţau vinnubrögđ.

Saksóknaraembćttiđ verđur ađ bćta vinnubrögđ sín verulega ef nokkurt mark á ađ taka á embćttinu framvegis.  Engan ţarf ađ undra ađ ţví embćtti skuli ekki hafa veriđ treyst til ađ rannsaka gerđir gengjanna sem ollu bankahruninu og ţeim skelfingum sem yfir ţjóđina hafa gengiđ af ţeirra völdum.

Merkilegt er, og ţó kannski ekkert merkilegt, ađ nöfn sömu einstaklinganna skuli tengjast öllum stćrstu sakamálarannsóknum tveggja síđustu áratuga. 


mbl.is Hlutu ekki réttláta málsmeđferđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Er ţetta klúđur, eđa er ţetta ţjónkun? Manni verđur illt ađ lesa um ţetta, og alltaf sleppur, afs. orđbragđiđ, skítapakkiđ.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.12.2011 kl. 00:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ţví miđur held ég ađ ţetta sé hreinrćktuđ vanhćfni og klúđur, en ekki ţjónkun. Ákúrur Hćstaréttar á ţetta embćtti vegna lélegra og ótrúlega tímafrekra rannsókna eru allt of algengar og ţetta er ekki í fyrsta sinn sem refsingar eru ekki dćmdar af ţeim sökum.

Vonandi verđur ţetta ţó í síđasta sinn, en ekki ţorir mađur ţó ađ vera mjög bjartsýnn á ţađ. Traustiđ verđur ađ setja á ađ embćtti Sérstaks saksóknara skili betra starfi en "gamla" saksóknaraembćttiđ.

Axel Jóhann Axelsson, 10.12.2011 kl. 20:10

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Ţađ er óskandi af frá Sérstökum saksóknara komi vandađri vinnubrögđ en frá Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og síđar Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á höfuđsborgarsvćđinu.     Jón H.B. Snorrason gerđi sig ađ athlćgi ţegar hann týndi sér í smáatriđunum í ákćrum á Baugsmenn, svo sem međ listun á úttektum á Bćjarins bestu og ţess háttar.   Ţví miđur virđist sem ađ Helga hafi ekki heldur tekist ađ greina ađalatriđin frá aukaatriđum og drekktri dómstólunum í óţarfa pappírsflóđi.   Ţađ ţurfa ađ koma ađ svona málum fólk međ sérţekkingu á ţeim lögum sem kunna ađ vera brotin og ţar ţarf ađ koma inn á fjölmörg lög.    Jafnframt ţarf ađ beina kröftunum í meira mćli í stćrri og meiri mál, en ennţá er veriđ ađ eyđa dýrmćtum tíma í ađ rannsaka hugsanleg skattsvik svo smárra ađila ađ ţeir myndu varla mćlast sem sem brot af "prómilli" sem hlutfall málum eins og Baugsmálinu.

Jón Óskarsson, 13.12.2011 kl. 02:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband