Viðbót við ákærurnar á hendur Geir H. Haarde

Gígurleg efnahagsleg vandamál blasa nú við heimsbyggðinni vegna skuldavanda ýmissa ríkja, austan hafs og vestan, og evran magnar upp vandamálin þar sem komið er í ljós að sameiginleg mynt hentar ekki hagkerfum hinna ýmsu Evrópuríkja, t.d. Þýskalands og Grikklands, enda eiga þessar þjóðir lítið sameiginlegt í peningalegum hugsunarhætti.

Óttinn við það sem framundan kann að vera í efnahagsmálunum kemur skýrt fram í eftirfarandi setningu úr viðhangandi frétt:  "Leiðtogar 20 stærstu iðnríkja heims annars vegar og sjö stærstu iðnríkja heims hins vegar héldu símafundi í dag og Evrópski seðlabankinn bjó sig undir opnun markaða á Nýja-Sjálandi, fyrsta markaðnum sem opnar í Asíu í kjölfar lækkunar lánshæfseinkunnar Bandaríkjanna á föstudag."

Enginn skyldi láta sér detta í hug að leiðtogar þessara ríkja skelli saman símafundi sín á milli og sumir komi sérstaklega heim úr sumarfríum, án þess að hrein skelfing hafi gripið um sig vegna þeirrar þróunar sem verið hefur á mörkuðum undanfarna daga og þess sem menn vænta á næstunni.  Í fréttinni segir ennfremur:  "Ótti við kreppu á heimsvísu, sem margir telja geta orðið verri en þá sem varð árið 2008, varð til þess að stjórnmálamenn um víða veröld frestuðu sumarleyfum sínum."

Allir á Íslandi vita, a.m.k. vinstri menn, að efnahagskreppan 2008 var Geir H. Haarde að kenna, enda hefur honum verið stefnt fyrir Landsdóm til að svara til saka fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir hana.

Þar sem leiða má líkur að því að vandamálin sem nú steðja að efnahagslífi heimsins eigi rætur að rekja aftur fyrir árið 2008, hljóta íslenskir vinstrimenn að bæta ákærum vegna núverandi vandamála við kærurnar sem þegar hefur verið lýst á hendur Geir H. Haarde, strax að loknu réttarhléi. 


mbl.is Erfið vika framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, usss, hann Geir hafði ekki einu sinni fyrir því að mæta á fundinn hjá 20 stærstu iðnríkjunum (en Ísland er klárlega á þeim lista).  Að sjálfsögðu er þetta hrun honum að kenna líka.

Andri (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 23:43

2 identicon

Ríki heimsins komu misvel út úr 2008-2009 kreppunni. Við fórum beint á hausinn með tilheyrandi hruni gjaldmiðilsins og á endanum SOS reykmerkis til AGS.

Önnur lönd, ekki síst þau sem voru og eru með evruna, komu mun betur út úr þeirri sveiflu og eru í raun fyrst núna að lenda í veseni vegna loftbóluhagkerfia, þó einkum og sér í lagi suður-evrópulönd og Írlans, álíka sukk og spillingarbæli og hér heima nema hvað þau höfðu þessi þrjú ár að bregðast við í skjóli evrunnar.

Rannsóknarskýrsla Alþingis tíundar aðgerðarleysi stjórnvalda sem Geir nokkur Haarde þarf nú að svara til saka fyrir skv. lögum, hvort sem vinir og vandamenn Haarde líkar betur eða ver. Núverandi kreppa hefur ekkert með það að gera.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 23:46

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Geir bjálfinn fékk ótal viðvaranir og meira að segja tilboð um aðstoð en var of heimskur til að skilja hvað í vændum var. Steingrímur var búinn að vara við þessu en svo tók hann við gumsinu og allir sjá nú hvernig það fór.

Árni Gunnarsson, 8.8.2011 kl. 00:04

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég virði þig Axel fyrir hvað þú stendur í ströngu, alla daga ársins fyrir flokksbræður þína, og forystu flokksins. Þessi grein er ansi langsótt varnarplagg Geir til málsbóta að mínu viti. En mér líkar við fólk sem er sjálfu sér samkvæmt, og þannig ert þú.

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.8.2011 kl. 00:49

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þarna snýrð þú hlutunum á hvolf, Axel.  Geir er ekki sakaður um að hafa valdið efnahagskreppunni heldur um vanrækslu á embættisfærslu sinni í aðdraganda hrunsins.  Ákæran snýst um hvað hann gerði, en þó meira hvað hann lét ógert, í aðdraganda efnahagshrunsins.

Höfum í huga að maðurinn er sprenglærður í hagfræði og með langan feril í stjórnmálum eins og eftirfarandi upptalning af vef Alþingis ber með sér:
BA-próf í hagfræði frá Brandeis-háskóla, Bandaríkjunum, 1973.
MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins háskóla, Bandaríkjunum, 1975.
MA-próf í hagfræði frá Minnesota-háskóla, Bandaríkjunum, 1977.
Hagfræðingur í alþjóðadeild Seðlabanka Íslands 1977-1983.
Aðstoðarmaður fjármálaráðherra 1983-1987.
Skip. 16. apríl 1998 fjármálaráðherra, lausn 28. maí 1999.
Skip. 28. maí 1999 fjármálaráðherra, lausn 23. maí 2003.
Skip. 23. maí 2003 fjármálaráðherra, lausn 27. sept. 2005.

Hann var búinn að vera innanbúðar í fjármálaráðuneytinu samfleytt frá 1998.  Samt er haft eftir forvera hans í Rannsóknarskýrslu Alþingis að hann hafi skolfið sem hrísla í vindi þegar þessir hlutir gengu yfir og ekkert vitað hvað hann átti að gera.  Hvernig fékk hann allar þessar gráður? Af hverju nýttist þessi vitneskja ekki í starfi?

Þetta er svona sambærilegt og að strætisvagnabílstjóri segi eftir 10 ára starf að hann hafi ekki vitað:

1. hvaða leið hann ætti að aka þann daginn;

2. að hann ætti að stoppa og hleypa út farþega á stoppistöð sem óskar þess (ýtir á stanzhnapp);

3. að hann ætti að taka upp farþega sem bíður á stoppistöð.

Sem sagt vissi ekki hverjar starfskyldur hans voru.

Erlingur Alfreð Jónsson, 8.8.2011 kl. 12:06

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Erlingur, Kristrún Heimisdóttir, gegnheil Samfylkingarkona, núverandi aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, viðskiptaráðherra, og þáverandi aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, dregur upp allt aðra mynd af Geir H. Haarde sem forsætisráðherra og störfum hans í aðdraganda hrunsins og eftir það.

Hún lýsir honum sem rólegum, yfirveguðum, heiðarlegum og harðduglegum stjórnanda, sem alltaf hafði fulla stjórn á því sem að ráðamönnum sneri, en að sjálfsögðu stjórnaði hann ekki bönkunum. Það gerðu eigengur þeirra og stjórnendur og héldu stjórnvöldum uppi á fölskum og lognum upplýsingum um stöðu bankanna og á þeim tíma vissi enginn um það bankarán sem stundað hafði verið innanfrá á árunum fyrir hrun.

Einmitt vegna stöðu Kristrúnar á þesum tíma og þess að hún kom mjög mikið að þessum málum í veikindafjarveru Ingibjargar Sólrúnar, og þeirrar staðreyndar að hún hefur aldrei verið pólitískur stuðningsmaður Geirs, eða Sjálfstæðisflokksins, þá er alveg örugglega hægt að treysta orðum hennar og dómum um Geir H. Haarde og störf hans.

Að öðru leiti er þessi samsetningur þinn um strætóstjórn ekki svaraverður.

Axel Jóhann Axelsson, 8.8.2011 kl. 15:17

7 Smámynd: Dexter Morgan

Eru þá, sem sagt, vinstri menn bara trúverðugir ef þeir segja eitthvað jákvætt um fallinn foringja. Að örðu leiti eru þetta liðleskjur, svikarar og hin mestur dusilmenni á jarðríki.

Það var verið að hrósa þér (í kommenti no:#4) fyrir að vera samkvæmur sjálfum þér. Ég held að hún Bergljót hljóti að draga þau orð til baka eftir komment frá þér no:#6

Góðar stundir :)

Dexter Morgan, 8.8.2011 kl. 16:38

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég var nú bara að benda á, að jafnvel andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru sumir nógu heiðarlegir til að segja það sem satt er og rétt um störf Geirs H. Haarde og þar sem Kristrún starfaði í innsta hring á þessum árum ætti hún að vita hvað satt er og rétt í þessu efni.

Það hefur ekkert staðið á því að ég hæli vinstri mönnum, þegar mér hefur fundist að þeir ættu það skilið. Reyndar gerist það afar sjaldan, enda vinstri mönnum einstaklega lagið að taka rangar ákvarðanir og klúðra málum.

Axel Jóhann Axelsson, 8.8.2011 kl. 17:23

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég hef engu að breyta frá kommenti # 4.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.8.2011 kl. 01:08

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, það er ágætt að einhver skuli virða aðra fyrir að standa við skoðanir sínar og verja þær.

Vegna kæranna á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hefur ekki hvarflað að mér eitt einasta augnablik annað en að hann verði sýknaður af öllum ákæruliðum, enda eru þeir algerlega út úr kú og ekki byggðir á neinu öðru en ofstæki og hefdarþorsta gagnvart pólitískum andstæðingi.

Axel Jóhann Axelsson, 9.8.2011 kl. 08:13

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Meðan hann stendur þarna einn finnst mér það fáránlegt. Væru hin 5 eða 6 þarna  líka væri e.t.v.mark á þessu takandi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.8.2011 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband