Hvað segja ESBgrúppíur við þessu?

Því hefur oft verið haldið fram af ýmsum málsmetandi mönnum að evran stæðist ekki sem gjaldmiðill, nema með algerum miðstýrðum fjárhagslegum yfirráðum frá Brussel og aðildarríkin afsöluðu sér fjárlagavaldinu endanlega til kommisaranna. Oft og iðulega hefur verið um þetta fjallað opinberlega og í bloggheimum, t.d. á þessu bloggi og alltaf hafa ESBgrúppíur tekið sig til og mótmælt slíkum málflutningi harðlega.

Nú bregður hins vegar svo við að í Mogganum í dag birtist grein eftir Emmu Bonino, fyrrverandi sjávarútvegsstjóra ESB og Marco Ee Andreis, fyrrverandi kommisar í ESB, þar sem þau staðfesta rækilega þá ætlun ESBkommisaranna að sölsa öll fjárhagsleg völd Evrópu undir sig og Brusselvaldið. Þar sem eitthvað mun vera um það, að fólk kaupi ekki Moggann, er rétt að birta nokkrar klausur orðréttar úr þessari grein skötuhjúanna, enda ekki tekið fram að bannað sé að vitna til hennar.

Þau segja þar m.a: "Við megum ekki missa af tækifærinu sem gefst í skuldakrísunni sem skollið hefur á evrusvæðinu og Evrópusambandinu. Nota þarf tækifærið til að færa Evrópu í átt að frekari samruna, til að Evrópusambandið fari ekki í hina áttina."

"Þar sem samstarf fullvalda ríkja hefur augljóslega brugðist eru nú aðeins tveir möguleikar eftir. Annar kosturinn er að ríki evrusvæðisins verði áfram fullvalda og endurheimti völd sín á sviði peningamála, sem felur ekki aðeins í sér dauða evrunnar, heldur myndi það stefna innri markaðnum og jafnvel tilvist Evrópusambandsins í hættu. Hinn kosturinn er að ríkin gangi lengra í því að afsala sér fullveldisrétti til Evrópusambandsins og það felur ekki aðeins í sér að evran haldi velli heldur getur það einnig af sér pólitíska sameiningu Evrópu, sem er ef til vill mikilvægara atriði. Þetta val er að verða öllum ljóst. Jean Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, og Jacques Attali, fyrsti bankastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu, hafa nú báðir hvatt opinberlega til þess að stofnað verði evrópskt fjármálaráðuneyti."

"Einn evrópskur fastaher í stað margra og að mestu vanmáttugra og gagnslítilla herja, með tekjur sem næmu um 1% af heildarframleiðslu ESB-ríkjanna – um 130 milljörðum evra – yrði strax næststærsti her heimsins á eftir Bandaríkjunum hvað fjárhagslegt bolmagn áhrærir og vonandi hernaðarlega burði einnig."

"Fyrir utan varnar- og öryggismálin væri skynsamlegt að færa önnur valdsvið yfir til ríkjasambandsins. Málaflokkarnir sem koma helst til greina eru utanríkisþjónusta og utanríkismál (meðal annars þróunar- og mannúðaraðstoð), innflytjendamál, landamæraeftirlit, nokkur uppbyggingarverkefni sem hefðu áhrif á innviði allra aðildarríkjanna, viðamikil rannsókna- og þró- unarverkefni og svæðisbundin tilfærsla á fjármagni. Þessi opinbera starfsemi og mikil fjárhagsleg umsvif myndu auðvitað krefjast embættis fjármálaráðherra eða jafngildis þess."

"Í þessu ljósi gæti hætta á skuldakrísu á Ítalíu reynst gagnleg með því að treysta einingu ESB-landanna. Orðin e pluribus unum (latína: úr mörgum, eitt)ættu að vera á öllum evruseðlum til að vekja athygli á því að meginhugsjónin sem þeir byggjast á – pólitísk sameining Evrópu – er nauðsynleg til að tryggja að evran haldi velli."

Hér að framan hefur verið stiklað á stóru í greininni og eru allir hvattir til að lesa hana í heild sinni í blaðinu, enda um söguleg skrif að ræða að því leyti, að þarna eru eindregnir ESBsinnar og fyrrverandi kommisarar að skrifa, en ekki andstæðingar væntanlegs stórríkis Evrópu, sem þetta fólk og fleiri dreymir um að koma á í anda Sovétríkjanna sálugu.

Fróðlegt verður að fylgjast með skrifum ESBgrúppía í tilefni þessa greinaskrifs þeirra Emmu Bonino og Marco De Andreis. 


mbl.is Björgun evru háð afsali fullveldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég get lofað þér því að þessar yfirlýsingar verða ekki ræddar hér af ESB sinnum- Þeir helþeyja og vona að þessi umræða nái ekki flugi.

Eggert Guðmundsson, 20.7.2011 kl. 10:08

2 identicon

Blessaður vertu ekki að stressa þig yfir þessu Axi minn....bara enn ein moggalygin.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 11:50

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Helgi Rúnar, sennilega myndu ESBgrúppíurnar einmitt afgreiða þessi skrif sem "enn eina Moggalygi", ef greinin væri skrifuð af einhverjum öðrum en þessum fyrrverandi kommisörum ESB.

Axel Jóhann Axelsson, 20.7.2011 kl. 11:55

4 identicon

Það hefur ekkert að segja Axi minn....það er búið að heilaþvo allt þetta lið á mogganum...Dabbi sér um sína.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 14:53

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Enn hvað hlítur að vera hræðilegt að mega ekki vera óviti í fjármálum lengur.

Slæmar fréttir að geta ekki skuldsett sig yfir haus og að borga er seinni tími vandamál.

Ég vill falsa reikninga áfram.

Bull málflutningur hjá ykkur NEI-sinnum.  Ef við lítum á hagsögu Íslands er alveg morgunljóst að við þurfum hjálp við efnahagsstjórnun.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.7.2011 kl. 16:04

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvað veldur því ef alt er að fara til andskotans hjá ESB Ríkjonum þá er það Moggalýgi? ESB sinnar hafið ekki áhyggjur Hiðfíflið Össur Hmarsliði Skarfhéðinsson þurkar tár ykkar ef alt fer á vesta veg sem er örugt....

Vilhjálmur Stefánsson, 20.7.2011 kl. 16:35

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Einn segir bull málflutningur hjá nei-sinnum. Annar að DO heilaþvoi allt þetta lið á Mogganum. Málefnalegt!

Síðan hvenær er Emma Bonino nei-sinni? Og ritstýrir DO erlendum fjölmiðlum líka. Hérna er sama greinin á ensku.

Haraldur Hansson, 20.7.2011 kl. 17:01

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Emma Bonino segir hug sinn. Það eru ábyggilega margir á hennar bandi í ESB þó aðallega þeir sem eru stærstir í Eurozone. Þeir sem standa fyrir utan munu líklega vera á móti. Breytingar í þessa veru sem Emma talar um yrði að samþykkja í þjóðaratkvæði 27 þjóða til að ná fram. Það væri því ansi góð málafylgja sem næði því fram. Það má því enn búast við að sama þrefið haldi áfram. Líklegast munu þjóðverjar á endanum ná fram lausn sem þeir sætta sig við. Ef grikkir verða gjaldþrota mun ESB ekki viðurkenna skuldaviðurkenningar gríska ríkisins í Evrum nema ríkisstjórnin geti lagt fram "veð" sem eru ásættanleg. Þetta mun ekki koma gjaldmiðlinum neitt illa því hann stendur vel yfir heildina en mun koma grikklandi afar illa. Í þessum heimi eru peningarnir king og ekkert mun fá að rokka við Evrunni. Það er því von okkar að grikkir geti fundið trúverðuga leið til að endurfrjármagna sig. Þetta verður hörð lexía fyrir allar þjóðir ESB að gjaldmiðilssamstarfið er alvöru skuldbinding og það að þjóðríkin taki tillit til þess að þau hafa afsalað sér ráðstöfunarrétti yfir myntsláttu.

Evru samstarfið er alvöru miðstýring og þarf að vera það. Spurningin er hvort að "pólitísk" miðstýring einsog Sameinuð Evrópa er raunhæf nema sem debattinnlegg er langt undan en þróunin mun sjálfsagt leiða til frekari miðstýringar á fjárlagagerð einstakra ríkja einsog til dæmis að einhverskonar endurskoðun á fjárlagagerð hvers árs fari í gegnum miðlægt apparat og gefið grænt, gult og rautt ljós. Sennilega er það eitthvað í þá veruna sem við eigum eftir að sjá og óbeinar þvinganir síðan notaðar til að beina fjárlagagerð í betri skorður. Ég verð að viðurkenna að ég myndi lyfta augabrúnum ef þýski kanslarinn segði það sama og frú Bonino.

Mun þá ESB liðast sundur í þessum krampakenndu átökum. Vonandi ekki því þá þyrfti bara að byrja frá grunni og ekki víst að það verði til gæfu. Evrópa hefur ekki verið undir neinni sérstakri ytri ógn lengi en það getur breyst. Innri ógn er mun líklegri til að valda átökum. Fjármálalegur stöðugleiki er eitthvað sem ESB á að geta höndlað fyrir hönd allra þjóða innan sambandsins og það mun að því stefnt.

Vegna "lýðræðisvandans" innan allra ríkja sem búa við slíkt skipulag þar sem skattahækkanir eru felldar í kosningum og tilboð um opinber gæði vinsæl til atkvæðaveiða (skattalækkanir eru í þeim flokki) þá munu krísur alltaf vera notaðar til að þvínga almenning til að taka niðurskurði einsog hverju öðru hundsbiti. Samanber ísland i dag.

Ég get ekki séð að tillaga Emmu um frekari sameiningu í sviði stjórnmála sem krefst líka atkvæða almennings, einsog við sjáum hvernig Bandaríkjaþing fúngerar, muni breyta neinu þó öllu væri komið fyrir í einu miðlægu apparati. Það verður því leitað annara lausna. En þetta er ágætis innlegg í umræðuna.

Gísli Ingvarsson, 20.7.2011 kl. 17:20

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er merkilegt að sjá menn láta eins og hér sé um einhverjar einkaskoðanir þessara tveggja fyrrverandi ESBkommisara að ræða.

Margir framámenn ESB hafa tjáð sig um nákvæmlega sömu hluti og hika ekkert við að segja að þetta sé einmitt framtíðarsýnin um þróun ESB, þ.e. pólitískur og fjárhagslegur samruni með eina sterka miðstjórn í Brussel og sameiginlegan ESBherafla, sem á að verða sá næst stærsti og öflugasti í heimi.

Að sjálfsögðu verður þessum her síðan beitt gegn Evrópubúum sjálfum, þegar þeir fara að mótmæla Evrópusovétinu fyrir alvöru, að ekki sé talað um þegar uppreisnir fara að brjótast út í einstökum fyrrverandi þjóðríkjum Evrópu.

Þetta er allt kunnuglegt úr mannkynssögunni og þarf ekki að líta lengra en til Sovétríkjanna sálugu til að sjá þessa þróun fyrir.

Vandamálið er aðallega það, að fólk virðist ekkert læra af mistökum fortíðarinnar.

Axel Jóhann Axelsson, 20.7.2011 kl. 19:48

10 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það eru allir frjálsir skoðana sinna. Þú, ég og Emma Bonínó. Maðue þarf samt ekki að ganga úr skaftinu í hvert skifti þegar skoðanir sem manni líkar ekki ber á góma. Það er ennþá nógur tími til að tala um þetta af einhverju viti. Þeir sem líkja ESB vi Sovétríkin hafa ekki lært mikið í mannkynsögu og hvernig eiga þeir þá að geta lært eitthvað af henni er mér hulin ráðgáta.

Reyndar er ég á móti hervaldi hvar og hvenær sem er. Eftir síðustu 1944 þótti eðlilegt að þjóðir hefðu varnarsveitir. Allt var réttlæt með þörfinni fyrir landvarnir. Núna eru herir nánast einsog sérsveitir sem sendar eru á framandi slóðir til að berja á en meira framandi fólki. Þá er það réttlætt með því að landvarnir vestrænna ríkja byrja fyrir utan landamærin. Í svona orðræðu getur manni auðveldlega fipast og ég er eiginlega alveg klossbit á því hvernig Nato hefur þróast. Það kann þó að vera nokkuð til í því að ESB hafi stórveldisdrauma. En að herir verið notaðir til að berja á aðlidarþjóðum finnst mér of langsótt til að vera trúverðugt.

Gísli Ingvarsson, 20.7.2011 kl. 22:03

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gísli, það hefur enginn sagt að ESB sé orðið eins og Sovétríkin voru, heldur líkt framtíðardraumunum, um hvernig ýmsir sjá fyrir sér væntanlegt stórríki Evrópu, við þá ömurlegu fyrirmynd.

Nato er varnarbandalag og var stofnað til að annast varnir Evrópu og Norður-Ameríku og til hvers þarf ESB þá sérstakan her sem "yrði strax næststærsti her heimsins á eftir Bandaríkjunum hvað fjárhagslegt bolmagn áhrærir og vonandi hernaðarlega burði einnig", eins og kommisararnir fyrrverandi orða það?

Hvort skyldi sá her vera ætlaður til árása á aðrar heimsálfur, eða til að skakka leikinn heima fyrir ef til tíðinda myndi draga þar í framtíðinni?

Þegar miðstýringarvaldið verður orðið algert í Brussel þarf líklega her til að gæta laga og reglu í stórríkinu og sem gæti gripið inní atburðina, ef þeir væru að fara úr böndunum að mati æðstustrumpa í þessu nýja og væntalega heimsveldi.

Axel Jóhann Axelsson, 20.7.2011 kl. 23:03

12 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Peningavaldið mun sjá til þess, að þeir sem skulda -skulu borga. Þetta vald er ekki tilbúið til að afskrifa skuldir skuldara sinna þeyjandi og hljóðalaust. Einhverjir þurfa að borga- ef ekki, þá verður stríð fjármagnað í einum grænum.

Hvar þeir fjármagna hernaðinn á eftir að koma í ljós.

Eggert Guðmundsson, 21.7.2011 kl. 00:26

13 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sagan er að endurtaka sig.

Eggert Guðmundsson, 21.7.2011 kl. 00:28

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eggert

Á það ekki að vera þannig. Að þeir sem skulda borga.

Ef ég mundi taka lán í dag..... ætti ég þá ekki að borga?

Það væri samt gaman að taka lán og sleppa að borga!!  :)   Gefins peningur a la 2007.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.7.2011 kl. 09:39

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þeir, sem virðast standa í þeirri trú að einungis íslenskir ESBandstæðingar fjalli um erfiðleika evrunnar og evruríkjanna, ættu að kynna sér hvað erlendir sérfræðingar og embættismenn ESB segja um þessi mál.

Eina slíka frétt má t.d. lesa HÉRNA

Axel Jóhann Axelsson, 21.7.2011 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband