Að vita ekki milljarða sinna tal, eða þannig

Ýmsar voru þær skrautlegar fjármálafléttur útrásargengjanna á árunum fyrir hrun og nægir þar að nefna sölur þeirra á flugfélaginu Sterling sín á milli, hvað eftir annað, og tilkynningar þeirra um ofsagróða af þeim í hvert sinn.

Annað dæmi er þriggja milljarða "lánveiting" Pálma í Fons til Pace Associates í Panama, en lánið var síðan afskrifað umsvifalaust í bókhaldi Fons og hefur ekkert spurst til þessara peninga síðan.

Í meðfylgjandi frétt kemur fram m.a: "Pálmi Haraldsson sagði við fréttastofu að Hannes Smárason og Landsbankinn í Lúxemborg hefðu kynnt verkefnið fyrir sér á sínum tíma. Pálmi gat ekki svarað því um hvaða fasteignaverkefni hefði verið að ræða og hvar á Indlandi félagið hefði fjárfest."

Það verður að teljast furðulegt, svo ekki sé meira sagt, að nokkrum skuli detta í hug að lána þrjá milljarða króna til aðila sem hann veit ekkert um og í verkefni sem hann hefur enn minni þekkingu á, eða hvar verkefninu skuli hrint í framkvæmd.

Skyldi Pálmi í Fons trúa þessari skýringu sinni sjálfur? 


mbl.is Skúffufyrirtæki Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Pace Associates er stofnað af aðilum sem selja beinlínis þá þjónustu að fela eignarhald og gera peninga órekjanlega. Stjórnarmenn eins þessara fyrirtækja eru búsettir á pínulítilli eyju á Ermarsundi þar sem eru ekki einu sinni til bílar. Samgöngur til og frá þessari eyju eru með báti til næstu eyjar þar sem er lítill flugvöllur. Á meðal 600 íbúa eru nokkrir einstaklingar sem eru samanlegt skráðir sem stjórnarmenn í þúsundum skúffufyrirtækja víðsvegar um heiminn, aðallega í skattaskjólum og löndum sem eru ekki beinlínis þekkt fyrir litla spillingu. Köllum hlutina bara sínum réttu nöfnum, þetta heitir á íslensku: skipulögð gæpastarfsemi.

Það verður að teljast furðulegt... að lána þrjá milljarða króna til aðila sem hann veit ekkert um og í verkefni sem hann hefur enn minni þekkingu á...

Nei það er alls ekkert furðulegt. Heldur er það meginregla í skipulagðri glæpastarfsemi að spyrja ekki neinna óþarfa spurninga. Pálmi kann einfaldlega þessa reglu.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2011 kl. 23:05

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Axel,

Sammála ykkur Guðmundi um þetta mál.  Þetta var og er skipulögð glæpastarfsemi þar sem gert er út á peningaþvætti, markaðsmisnotkun, hreinan og kláran þjófnað og þar fram eftir götunum.  Íslensku bankarnir voru engir venjulegir bankar, heldur voru þetta prívat sparibaukar eigendanna, sem þeir notuðu til að róta í illa þefjandi viðskiptum út um allan heim.  Ég vona að það verði farið að taka á þessum málum hjá sérstökum saksóknara og það verði tekið til hendinni. 

Sterling var alveg dæmigert peningaþvættisdæmi þar sem óeðlileg hækkun fyrirtækis er búin til af eigendum sem selja svo til skyldra aðila.  Rekstur fyrirtækisins stóð ekki undir miklum eða neinum hækkunum á verðmæti fyrirtækisins en samt hækkaði það úr eitthvað um 3 milljörðum í 20 milljarða á hvað, tveimur árum?  17 milljarðar voru þvegnir í gegnum endurteknar sölur á þessu eina fyrirtæki.  Spurning hvaðan þeir peningar komu og hvert þeir fóru.  Ísland var, og er kannski enn, lítið annað en gríðarstór peningaþvottavél. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 17.7.2011 kl. 23:54

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bankinn minn vill ekki lána mér eina miljón svo ég geti keypt bíl af vini mínum á tvær. Breytir þar einu þó ég hafi eina miljón tiltæka, enda seldi ég vini mínum þennan bíl fyrir nokkrum dögum fyrir þann pening. Þá vill bankinn ekkert hlust þó ég bendi á að bíllinn hafi aukið verðgildi sitt um eina miljón og með sama áframhaldi verði verðgildi hanns orðið hátt í tug miljóna innan fárra mánaða! Það sé því engin hætta fyrir bankann að lána mér. Og ef ég geti ekki staðið við afborgunina af láninu mun vinur minn kaupa bílinn aftur á þrjár miljónir! Þ.e. ef bankinn lánar honum.

Gunnar Heiðarsson, 18.7.2011 kl. 02:04

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er að koma betur í ljós að Ekstra Bladet hafði rétt fyrir séð, þegar þeir birtu greinaflokk um peningaþvott í gegnum ísland. Sérstakur, ætti að setja sig í samband við blaðamenn í Danaveldi og fá rannsóknargögn hjá þeim.

Eggert Guðmundsson, 18.7.2011 kl. 09:26

5 Smámynd: Björn Emilsson

Athyglisvert að erlend innlit á síðuna þina Axel eru flest frá Bandaríkjunum.

Björn Emilsson, 18.7.2011 kl. 16:38

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn, það eru margir Íslendingar í Bandaríkjunum og svo getur vel verið að ýmsir opinberir starfsmenn þar í landi séu áhugasamir lesendur.

Axel Jóhann Axelsson, 18.7.2011 kl. 18:23

7 Smámynd: Björn Emilsson

Já Axel, þetta sýnir að áhugi fyrir Gamla Fróni er meiri vestan ála.

Björn Emilsson, 18.7.2011 kl. 18:42

8 identicon

Ætli allir þessir tíndu peningar og skúffufyrirtæki sem enginn veit hvað og hvar starfa teljist einungis 'circumstantial'

og jafn erfitt að dæma í eins og með allar glæpamafíur í bandaríkjunum.   Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að sérstakur saksóknari virðist afkasta svo afskaplega litlu, þrátt fyrir skíthauga af 'circumstantial' sönnunagögnum.  Þessir glæpónar verða orðnir há-há aldraðir áður en þessi flétta verðu leyst og þeir fara í fangelsi.  Börnin þeirra og fjölskyldur löngu búnar að lifa um efni fram á þessum stolnu peningum og blóði íslendinga.

Jonsi (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband