Andrés hefur unnið þrekvirki með Skólahreysti

Þegar Andrés Guðmundsson, fyrrv. kraftakarl, stofnaði til íþróttakeppni með nýstárlegu sniði, undir nafninu Skólahreysti, á milli efstu bekkja grunnskólanna tóku aðeins nokkrir skólar þátt og fáir reiknuðu með að hugmyndin og framkvæmdin yrðu langlíf.

Á þeim tiltölulega fáu árum sem keppnin hefur verið haldin, hefur henni vaxið fiskur um hrygg ár frá ári og nú er svo komið að flestir grunnskólar landsins taka þátt í henni og áhugi krakkanna er gríðarlega mikill, eins og sést hefur í útsendingum sjónvarpsins undanfarna vetur.

Skólahreysti hefur nú vakið athygli erlendis og var haldið kynningarmót í Finnlandi, þar sem sigurvegar síðast liðins vetrar, lið Holtaskóla, tók þátt og vann glæsilegan sigur, þó það sé í raun ekki aðalatriði málsins, heldur sú landkynning sem í þessu framtaki felst.

Andrés Guðmundsson og eiginkona hans hafa unnið algert þrekvirki með uppbyggingu þessarar keppni og greinilega eflt íþróttaáhuga grunnskólanema til mikilla muna.

Þetta er ein af fáum góðum og jákvæðum fréttum á þessum síðustu og verstu tímum.


mbl.is Holtaskóli sigraði í skólahreysti í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sammála því að Andrés og hans fólk eru að gera góða hluti ef má orða það svo,ég legg til að hann fái Fálkaorðuna fyrir. En ég er ekki sammála Axel að hann sé fyrrverandi kraftakarl líkt og þú ritar í pistli þínum hann er Kraftakarl.

Númi (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 21:08

2 identicon

Sammála- og það mætti gera meira í þessum dúr.

Diddi (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 21:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Andrés er greinilega bæði krafta- og kraftaverkakarl.

Axel Jóhann Axelsson, 1.6.2011 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband