Ótrúlegt kvótaklúður og einelti Samfylkingarinnar

Ríkisstjórnin setti á fót sérstaka nefnd sem hafði það eitt hlutverk að vinna að sáttum um fiskveiðistjórnunarkerfið og skilaði hún af sér "sáttatillögu" í september 2010, eða fyrir um níu mánuðum, sem telst vera fullur meðgöngutími.

Strax eftir að "sáttanefndin" skilaði tillögum sínum blossaði upp mikil ósátt innan og milli stjórnarflokkanna um málið og hefur Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, verið í gíslingu ýmissa stjórnarþingmanna fram á þennan dag og því ekki getað komið frá sér frumvarpi um málið, sem þó var búið að boða að lagt yrði fram í síðasta lagi í febrúarmánuði síðast liðnum.

Á þriðjudaginn mætti Jón loksins á ríkisstjórnarfund með frumvarpsdrög, en þá brá svo við að Samfylkingin trylltist og haft var eftir þingmanni flokksins, að engu líkara væri en að hópur simpansa hefði skrifað það og var Jón gerður afturreka með málið, en fyrirskipað að skila "fullbúnu" frumvarpi á aukafund ríkisstjórnarinnar sem halda átti í gærkvöldi. Vegna stríðsins milli stjórnarflokkanna var þeim fundi aflýst, en málið tekið upp á reglubundnum stjórnarfundi í morgun, en Jón gerður afturreka með það enn á ný.

Nú segir sjávarútvegsráðherrann, valdalausi, að hann geti ekkert sagt um það, hvenær frumvarpið verði lagt fram, en vonandi verði það fyrir þinglok í vor.

Þetta er að verða eitt vandræðalegasta mál ríkisstjórnarinnar frá upphafi og er þó af nægu að taka í klúðurs- og vandræðagangi á þeim bænum.

Samfylkingin lætur ekki deigan síga gegn Jóni Bjarnasyni, enda hennar heitasta ósk að bola honum úr embætti, en fyrir því er auðvitað ekki stuðningur innan stjórnarliðsins og því öllum brögðum beitt til að fá hann til að gefast upp á embættinu og segja því lausu "sjálfviljugum".

Annað eins einelti af hálfu stjórnarflokks gegn ráðherra í ríkisstjórn hefur aldrei fyrr sést í stjórnmálsögu þjóðarinnar.


mbl.is Kvótafrumvörp ekki afgreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Samfylkingin hefur raunverulegan áhuga á að stokka upp kerfið, eins og stærsti hluti almennings, en Jón Bjarna ekki.

Eggert Hjelm Herbertsson, 6.5.2011 kl. 14:48

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Jón Bjanason leikur tveim skjöldum ásamt Birni Val þar sem þeir ganga erinda Þorsteins Má í Ríkisstjón. Þeir ætla að passa að ekkert komi í veg fyrir að Kvótakerfið haldi áfram í einhverri mynd þar sem LÍÚ og reynda LS líka eru í startholunum að nota atvinnuréttarákvæði til að tryggja sér eignarréttinn yfir auðlindinni.

Þeir sem nenna að lesa skýrsluna frá "sáttanefndinni" sjá hvað var þar í gangi. Þessi skollaleikur var sviðsettur og átti að skila einu "samningaleiðinni" = kvótkerfi til 20 til 52 ára!

Ég trúi að menn séu loksins að sjá að hér er verið að fremja skipulagðan glæp og séu tilbúnir að bregaðst við. Ef ekki, býður þetta þjóðfélag óendanlegan skaða af. 

Ólafur Örn Jónsson, 6.5.2011 kl. 15:00

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er erfitt að tjá sig um frumvarp sem enginn fær að sjá, eða vita um hvað inniheldur.

Ræfildómur ríkisstjórnarinnar í þessu máli kemur svo sem ekki á óvart miðað við fyrri "afrek" hennar.

Allt sem hún segist ætla að gera, á að gerast "eftir helgi" í "næstu viku" eða a.m.k. "fyrir þinglok".

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2011 kl. 16:21

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

"Allt sem hún segist ætla að gera, á að gerast "eftir helgi" í "næstu viku" eða a.m.k. "fyrir þinglok"." segir þú Axel. En ég les úr þessu: Allt sem hún segist ætla að gera, á að gerast "innan skamms",  "á næsta þingi" eða a.m.k. "fyrir heimslok".

Magnús Óskar Ingvarsson, 6.5.2011 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband