Reykás-ríkisstjórn

Ragnar Reykás er ein allra best heppnaða persóna Spaugstofunnar og er persónugerfingur tvískinnungs og skoðanasveiflna í þjóðfélaginu, enda með og á móti hverju málefni sem undir hann er borið.

Ríkisstjórnin hefur öll Reykáseinkennin, enda tala ráðherrar hennar með og á móti hverju máli sem til kasta ríkisstjórnarinnar kemur, annan daginn talar einhver ráðherrann fyrir málinu og næsta dag kemur annar og lýsir algerlega öndverðum skoðunum, enda komast engin bitastæð mál stjórnarinnar af umræðustigi yfir á framkvæmdastig.

Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lýstu ráðherrarnir í ræðu og riti hvílíkt hörmungarástand myndi skapast í landinu yrðu lögin felld, vegna þess að enginn erlendur fjárfestir eða lánastofnun myndi vilja koma inn fyrir tvöhundruð mílna landhelgina og skuldatryggingarálag landsins færi upp úr öllu valdi og lánshæfismat að sama skapi á sorphaugana.

Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna kverður við algerlega annan tón hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem nú hafa lagst í ferðalög til að útskýra fyrir heiminum hve ótrúlega vel gangi á öllum sviðum í landinu, ekki síst sé árangur í efnahagsmálum stórkostlegur og NEIið í þjóðaratkvæðagreiðslunni skipti ekki nokkru máli fyrir þann mikla uppgang sem þegar er orðinn hér um sveitir, sem þó sé aðeins sýnishorn af þeirri velmegun sem hér muni ríkja á næastu mánuðum.

Árni Páll, sem var manna svartsýnastur fyrir kosningar, er nú rífandi bjartsýnn, eins og þessi ummæli hans í útlöndum sýna, þegar hann ræddi um ótta fjármagnsráðenda veraldarinnar við öll samskipti við Ísland, eins og hann hafði þó sjálfur spáð: "Nú síðustu viku höfum við ekki séð nein slík viðbrögð. Það er ekki að sjá að nei-ið hafi haft teljandi áhrif á mat á greiðsluhæfi Íslands í viðskiptum með skuldatryggingaálag Íslands og það er ekki heldur að sjá að þetta hafi áhrif á erlenda fjárfestingu. Þvert á móti kom bein erlend fjárfesting í íslenskan banka á mánudaginn var."

Ríkisstjórnin er Ragnari Reykás sannarlega til sóma þessa dagana. 


mbl.is Engin áhrif á samstarf við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Aumingja Ragnar hvers á hann að gjalda?

Sigurður I B Guðmundsson, 16.4.2011 kl. 23:50

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þorgeir Hávarsson hjó höfuðið af mönnum þegar þeir "lágu vel við höggi."

Davíð Oddsson hjó höfuðið af þjóðinni af því að hann fékk greitt fyrir það frá vinum sínum og frá fórnarlömbunum. Þorgeir er minn maður í samanburðinum.

Öll þín skrif eru með Davíðs syndróminu!

Er ekki gaman að vera til?

Björn Birgisson, 17.4.2011 kl. 01:04

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn, þú hefur lengi verið haldinn Davíðsheilkenninu og það er greinilga farið að þjaka þig svo, að þú telur það þjá aðra jafn grimmilega.

Þetta hlýtur að vera komið á nánast lokastig þegar hægt er að sjá Davíð í öllum textum, jafnvel þessum hér að framan.

Samkvæmt skilgreiningu þinni er þjóðin þá núna eins og höfuðlaus her og allir vita að slíkt kann engri góðri lukku að stýra.

Samt sem áður þykir mér sannarlega gaman að vera til og er a.m.k. höfuðverkjalaus.

Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2011 kl. 01:20

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ragnar Reykás er persónugerfingur Framsóknarflokksis fyrst og fremst að mínu mati, og ég er alveg sammála þér Axel um  að hann er að stinga sér niður annarsstaðar, hér og þar.

Það má finna samlíkingu við þessa ágætu persónu hjá ríksstjórninni, en langbest þó hjá drengstaulanum formanni Sjáfstæðisflokksins, sem virðist ekki vita í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana.

Ég vil drengnum ekkert illt, en ansi er ég hrædd um að lífdagar hans í pólitík verði ekki eins langir og Ragnars, eins óþolandi persóna og Reykásinn er.

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.4.2011 kl. 03:05

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekkert skal ég segja um framtíð Bjarna í pólitík, enda kemur það ræfildómi ríkisstjórnarinnar lítið við. Á meðan hún hangir við völd, er það hennar hlutverk að koma fram málum og tala fyrir þeim.

Það er algerlega óþolandi að ráðherrar skuli alltaf tala út og suður um öll mál stjórnarinnar og hver og einn þeirra hafi eina skoðun í dag og aðra á morgun.

Þegar stjórnin loksins springur og kosningar verða, kemur í ljós hvernig flokkarnir stilla upp sínu liði og þá mun framtíð Bjarna ráðast, eins og annarra sem áhuga hafa á að taka þátt í pólitíska slagnum.

Við spyrjum að leikslokum.

Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2011 kl. 07:44

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Að kalla ríkisstjórnina "Reykás-ríkisstjórnina" finnst mér vera hreinasta snilld og tek mér bessaleyfi til að endurtaka þetta viðurnefni sem oftast og víðast.

Það er mjög athyglisvert að í færslu þar sem skotið er föstum skotum á ríkisstjórnina skuli nánast allar athugasemdir fjalla um eitthvað annað, t.d. formann eins af stjórnarandstöðuflokkunum, og jafnvel þarþarseinasta formann sama flokks. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru greinilega búnir að gefast upp á að svara fyrir ríkisstjórnina.

Geir Ágústsson, 17.4.2011 kl. 10:29

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég tek reyndar eftir því að þetta fólk er að "eigna sér" að hafa bjargað öllu þrátt fyrir neiið Afsakið en þetta er bara svo ótrúlega fyndið og ennþá fyndnara er að fylgismenn trúa þessu öllu eins og nýju neti. Að ráðherrar séu að ræða við Moogys og fleiri slík til að fá aðra niðurstöðu.  Það er þá ekki mikið varið í afstöðu þessara fyrirtækja fyrir ef hægt er að fara bónarleiðina að þeim.  Það er þá víst enginn hætta á að við lendum nokkru sinni í ruslflokki, ef nóg er bara að fara og falast eftir annari niðurstöðu.

Mér finnst eins og ríkisstjórnin sé að reyna að stela heiðrinum af íslensku þjóðinni sem hafði svo rækilega vit fyrir þeim, að þau ættu heldur að krjúpa á kné og biðja okkur afsökunnar.  Svei þessu liði bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2011 kl. 10:47

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Moodys átti þetta nú að vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2011 kl. 10:47

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt, Ásthildur, að þó þetta stjórnarlið sé bæði dapurlegt og grátlegt, er bara ekki annað hægt en að hlæja að tilburðum þess og viðsnúningi eftir NEIið, sem það barðist eins harkalega gegn fyrir kosningarnar og raun bar vitni.

Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2011 kl. 12:08

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þessir snillingar þrír Árni Páll, Steingrímur og Mási í Seðló, bjuggu rauninni sjálfir til þessa hættu á lágu mati, með yfirlýsingum sínum í aðdraganda Icesavekosninganna, með því að hamra sínkt og heilagt á því að hér færi allt til fjandans við nei.

 Þessir þrír bera hvað mesta ábyrgð á efnahagslífinu hér á landi og auðvitað leggja menn við hlustir ef þessir menn tala hér efnahagslífið niður.  Þó þeirra áróður fyrir já-inu hafi bara verið ætlaður til heimabrúks, þá ómaði hann um heimsbyggð gjörvalla.  

 Núna eru snillingarnir þrír að reyna að sannfæra fjármálaheiminn um að þetta dómsdagsraus þeirra, var bara  ,,úlfur úlfur" og allt í plati. 

 Fólk getur svo reynt að ímynda sér, hvort að alþjóðlegir fjárfestar öðlist einhverja ofurtrú á Íslandi, eftir að hafa hlustað á þessa þrjá snillinga, tala á örfáum vikum, Ísland frá því að vera nánast gjaldþrota einangrað eyríki, yfir í það að vera vænlegan fjárfestingarkost. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.4.2011 kl. 12:22

11 Smámynd: Lára Ágústsdóttir

Eigum við ekki að virða það til betri vegar þegar menn vilja bæta ráð sitt?

Það eru nú fleiri sem dasa einsog Raggi Reykás Ég held að danssporin hans BB séu nú stundum upp og ofan. Fyrir kostningar var skammast út af því að ríkisstjórnin gerði ekki nóg til að kynna málið og stöðu okkar, en nú er hún skömmuð fyrir að gera það.

Ég held nú Axel minn að þú eigir nú til að taka nokkur víxlspor í dansi þínum.

Lára Ágústsdóttir, 17.4.2011 kl. 22:51

12 identicon

Þetta er frábært nafn á þessa ömurlegu ríkisstjórn og lýsir henni mjög vel

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband