Íslendingar sýni ábyrgð og fyrirmynd

Ef ríkisábyrgð á ólöglegar kröfur vegna glæpsamlegs reksturs Landsbankans verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun mun verða skrifaður stór og áhrifamikill kafli í Íslandssöguna.

Þá munu Íslendingar sýna umheiminum að þeir láta ekki fjárkúgara ógna sér til að selja sjálfa sig og börn sín í skattaþrælkun vegna tilbúinna krafna, sem koma rekstri ríkisins og velferðarkerfi þjóðarinnar ekkert við.Íslenskur almenningur lét bankagengin blekkja sig með fagurgala til að taka erlend lán, með "afar hagstæðum kjörum" til íbúða- bíla- og neyslukaupa allskonar og eru enn að glíma við afleiðingar þeirra mistaka.

Sá sami almenningur mun varla fara að samþykkja að taka á sig ábyrgð á nýjum erlendum kröfum, sem honum kemur ekki á nokkurn hátt við, með áhættu upp á mörg hundruð milljarða og jafnvel þó ekkert af höfuðstólnum félli á skattgreiðendur, þá yrðu þeir a.m.k. látnir greiða tugi milljarða í vexti af gegnistryggðum höfuðstól, sem þeir skulda ekki.

Almenningur í öðrum löndum lítur til Íslands í þeirri von að héðan komi fordæmi fyrir aðra í baráttunni gegn þeirri einkennilegu áráttu stjórnmálamanna að taka þátt í því að skella mistökum og glæpum fjármálageirans í veröldinni á skattgreiðendur og líta á þá eins og hver önnur vinnu- og afplánunardýr fyrir glæpagengi.

Að endingu skal tekið heilshugar undir þessi orð Evu Joly: „Augu heimsins hvíla nú á íslensku þjóðinni, sem hefur hingað til hafnað öllum Icesave-kröfum; kröfum um að ganga í skilyrðislausar ábyrgðir fyrir fjármálageirann. Það er mín von að þessi jákvæði baráttuandi muni hafa yfirhöndina í þjóðaratkvæðagreiðslunni.“


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakka þér fyrir allt þitt blogg varðandi Icesave. Vonandi hefur það haft áhrif og hjálpað mörgum að taka afstöðu með NEI inu.

Sigurður I B Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 08:18

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

SAMMALA Sigurdi takk fyrir ad vera einn af theim sem standa vaktina

Magnús Ágústsson, 8.4.2011 kl. 08:49

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2011 kl. 08:56

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þakka sömuleiðis, þið hafið sannarlega staðið vaktina líka.

Axel Jóhann Axelsson, 8.4.2011 kl. 08:59

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eva Joly er sú sem hún er og starfar af réttlæti fyrir alla. Hún hefur aldrei selt sálu sína eða skoðanir og þess vegna getum við treyst henni! Hún er sönn baráttukona fyrir allar þjóðir.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2011 kl. 09:13

6 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Axel

TEK UNDIR MEÐ ÞEIM FYRIR OFAN TAKK FYRIR GÓÐA VAKT.

Jón Sveinsson, 8.4.2011 kl. 09:36

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er áberandi í málflutningi jáfólksins þegar að það kemur að því að lýsa skýringum dómstólaleiðarinnar, að allar tala eins og að áminningarbréfi ESA, hafi ekki verið svarað á viðeigandi hátt.   Það er kannski viðeigandi háttur hjá þessu fólki að Steingrímur svari ESA, eins og hann hefur svarað UK og NL.

Svo var einhver sérfræðingurinn já megin að halda því fram, að fari svo að EFTA dæmi okkur í óhag, þá hafi UK og NL, engan áhuga á því að sækja bætur hingað.   Það er reyndar með ólíkindum, að þessi svokallaði sérfræðingur er löglærður og ætti að vita hvað varnarþing er.  UK og NL hafa ekkert val, standi hugur þeirra til, að fá bindandi úrskurð um bætur. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.4.2011 kl. 09:41

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið og hafið þökk fyrir baráttu og vilja til að standa uppí hárinu á elítunni! Nei á laugardag verður mitti innlegg ásamt því að standa vaktina á Bessastöðum við alþingi og á blogginu til handa lýðræðinu gegn kúgurum!

Sigurður Haraldsson, 8.4.2011 kl. 09:55

9 identicon

Mikill fengur að fá Evu Joly í þessa umræðu, hún er sannur íslandsvinur, ólíkt jólasveinunum á Alþingi.

Þórður (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 10:07

10 identicon

Mikið væri gaman að búa í "La-la landi" þarf sem hægt er að kjósa burt skuldbindingar og skuldir þjóðarinnar.

Það hefur alltaf verið skilaboðin að Ísland muni standa við sínar skuldbindingar. Þetta hefur bara verið spurning um hvaða kjör og vextir verði á samningnum.

Nú er búið að landa góðum samningi. Aðeins 2% vextir, á meðan t.d Írland fær 6% vexti á sínum björgunarpakka. Þetta er útkoman. 70% alþingis samþykkti samninginn eftir að hafa legið yfir honum og kynnt sér hann í þaula ásamt öllum þeim upplýsingum sem lágu fyrir þinginu.

En nei, forsetinn í sínum vinsældarveiðum ákvað að taka fyrir hendur þingsins og þeirra þingmanna sem kusu með samningnum, sem n.b hafa á annað hundrað þúsund kjósendur bakvið sig.

En nei, trúðurinn á bessastöðum veit betur. Eftir að hafa verið klappstýra útrásarvíkinganna, m.a þeirra sem stofnuðu til IceSave og opnað fyrir þeim dyr og viðskiptamöguleika sem annars hefðu verið þeim lokaðir og við fáum reikninginn fyrir.

Skuldin fer ekki burt, þótt fólk kjósi í tilfinningasemi og hysteríu nei á morgun. Ríkið er búið að segja frá upphafi að Ísland standi við sínar skuldbindingar.

Ekki láta kjánanna á Útvarpi Sögu með sína frasa sem halda engu vatni, plata ykkur.

Að neita samningnum á eftir að kosta okkur gífurlega mikið. Lánshæfimat ísland og stórfyrirtækja hér á landi á fara í ruslflokk og mun kosta fyrirtækin miklu meira við endurfjármögnun. Getur munað tugum milljarða.

Icesave og það sem gæti lent á þjóðarbúinu, er aðeins 5-10% af t.d hruni Seðlabankans og fleirri ævintýrum. Aðeins lítill hluti. En sá hluti getur orðið mun hærri ef málið fer fyrir dómstóla og við töpum. Einnig á tap okkar eftir að verða meira því ef við verðum með Icesave hangandi yfir okkur áfram, næstu árin og undirbúningur á dómstólaleið og allt það, að ekkert breytist hér. Sama frostið í fjármögnun og atvinnuleysi eykst. Fyrirtæki geta ekki endurfjármagnað sig og fara á hausinn... fólk missir vinnuna.

Svona eins og þetta hefur verið undanfarið.

Kjósum ÁFRAM! JÁ !

Ekki láta plata ykkur með frösum og öfgum.

Einar (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 11:54

11 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Það er rétt hjá Evu að þessar kosningar snúast um allt annað og meira en upphæðina á ICEsave reikningnum sem er títuprjónshaus í ríkiskassa breta. Þetta er kosning um prinsipp á heimsvísu. Hvort það eigi að vera hin almenna regla að fjármálageirinn geti hirt arðinn en velt tapinu síðan á almenning.

Það er líka annað ákvæði í samningnum sem minna hefur verið rætt um, er það ekki?

Nefnilega að ef Já þá samþykkjum við um leið að varnarþing hugsanlegra álitamála á síðari stigum verði flutt til Bretlands og að réttað verði samkvæmt breskum lögum fyrir breskum dómstólum. Hugleiðið það! Er þetta ekki rétt skilið?

Viðar Friðgeirsson, 8.4.2011 kl. 12:03

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einar, skuldbindingar Íslands í þessu máli voru og eru að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta myndi greiða lágmarksinnistæður á hvern reikning að upphæð EUR 20.887.  Við það verður staðið og gott betur, þar sem með Neyðarlögunum var forgangi krafna breytt þannig að Bretar og Hollendingar fengu forgang í bú Landsbankans fyrir öllu því sem þeir greiddu umfram lágmarkstrygginguna.  Á þessu er ekki og á ekki að vera ríkisábyrgð og því hrein nauðung að ætla að troða slíkum ábyrgðum á íslenska skattgreiðendur.

Annars hafa öll þau rök, sem þú setur þarna fram, verið marg hrakin og óþarfi að eyða mörgum orðum í þau núna, að öðru leyti en því að skortur á erlendu fjármagni og erlendum fjárfestum er ekki meiri en svo, að í gær birtust fréttir af erlendum fjárfestum sem ætla að leggja fé í að endurreisa MP banka og væri ekki fyrir andstöðu ríkisstjórnarinnar væri hér allt á fullri ferð við virkjanir og uppbyggingu stóriðju, t.d. álver í Helguvík.

Auðvitað merkja allir við NEI á kjörseðlinum á morgun.  Fólk selur sig ekki sjálfviljugt í skattaþrældóm vegna skulda Landsbankans, sem því koma ekki meira við en skuldir hverrar annarrar sjoppu sem færi á hausinn.

Axel Jóhann Axelsson, 8.4.2011 kl. 12:07

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Viðar, það er rétt skilið að allur ágreiningur sem kann að vakna vegna þessa "samnings" skal rekinn fyrir breskum dómstólum og LÚTA BRESKUM LÖGUM.

Þetta er algerlega ótrúlegt ákvæði og í raun afsal dómsvalds íslenska ríkisins.  Stórhættulegt ákvæði, sem allt of litla athygli hefur fengið.

Axel Jóhann Axelsson, 8.4.2011 kl. 12:10

14 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Halló Einar.

Við höfum heyrt alln þennan dómsdagshræðsluáróður áður t.d. fyrir síðustu kosningu og allir vita hvernig hann rættist.

Við Íslendingar höfum alltaf staðið við okkar skuldbindingar. Í þessu máli förum við aðeins fram á að fá að vita hverjar okkar skuldbindingar eru.

"Skuldin fer ekki burt, þótt fólk kjósi í tilfinningasemi og hysteríu nei á morgun" segir þú. Maður heyrir það hinsvegar á hvejum degi oft á dag að þið Já menn nefnið það sem helstu rök að þið viljið bara "ljúka málinu".

Haldið þið að með já-i sé málinu þar með lokið? Ég hef hinsvegar aldrei heyrt Nei sinna tala um að ljúka málinu þannig eins og þú gefur í skin hér; "Skuldin fer ekki burt, þótt fólk kjósi í tilfinningasemi og hysteríu nei á morgun."

Ert þú ekki sjálfur að láta plata þig með frösum og öfgum? Allavega með hræðsluáróðri og heimsendaspám.

Viðar Friðgeirsson, 8.4.2011 kl. 12:27

15 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Takk fyrir það Axel, ég hélt það.

Ég er sammála þér um það að þetta er óskiljanlegt hvernig mönnum datt í hug að samþykkja þetta ákvæði.

Þetta eitt og sér ætti að vera nóg til að vekja menn til umhugsunar. Þetta er svo lúmskt og hefur fengið allt of litla athygli og umfjöllun.

Viðar Friðgeirsson, 8.4.2011 kl. 12:36

16 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það stefnir í það bráðlega, að stjórnvöld þurfi að svara fyrir gjaldeyrishöftin hjá EFTAdómstólnum.  Gjaldeyrishöftin eru eins og neyðarlögin, strangt til tekið brot á EESsamningnum, skv. túlkun ESA.

Hvort sem tekist er á um samningsbrot vegna gjaldeyrishafta eða þá neyðarlaganna, þá hlýtur vörn íslenskra stjórnvalda, að bera að sama brunni.  

Ef að rétt reynist, sem jáarar halda fram, að hvorki ESA né EFTAdómstóllinn, taki tillit til aðstæðna hér á landi, þegar neyðarlögin voru sett, þá er engin ástæða til þess að halda því fram, eða vona, að sömu aðilar taki eitthvað tillit til aðstæðna hér, þegar gjaldeyrishöftin eru annars vegar. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.4.2011 kl. 13:11

17 identicon

Komi þið sæl öll saman,

mikið óskaplega er gaman að sjá ykkur öll fallast í faðma hér....maður verður bara grátklökkur yfir þessu öllu saman....allir að segja NEI VIÐ BORGUM EKKI SKULDIR OKKAR og svo fallast allir í faðma og grenja hvert í öðru. En ef það er nú hægt að hafna skuldum með þjóðaratkvæðagreiðslu, af hverju leggjum við þá ekki skuldir þjóðarbúsins í þjóðaratkvæðagreiðslu og segjum svo öll nei með grátstafina í kverkunum og vonum það besta. Ef NEI sinnar hafa betur á Laugardaginn þá fyrst mun ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur því skilaboðin sem við sendum út í alþjóðasamfélagið er nokkurn vegin þetta....EKKI LÁNA OKKUR...ÞVÍ VIÐ ERUM ÞJÓÐ SEM EKKI STENDUR VIÐ SKULBINDINGAR SÍNAR OG SVÍKJUM ALLT OG ALLA:

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 14:56

18 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Helgi vilt þú ekki að við stofnum Glæpamannasjóð  sem allir geta sótt í ef þeir verða fyrir barðinu á glæpagengi? Mikið væri það þægilegt en eigum við ekki að halda okkur við raunveruleikan?

Sigurður I B Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 15:11

19 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

@Helgi Rúnar.  Nei þýðir ekki að íslenska þjóðin ætli ekki að borga skuldir sínar.  Nei þýðir að þjóðin kýs að þrotabú Landbankans gangi upp í Icesavekröfurnar, samkvæmt neyðarlögunum.  Ég efast um að neyðarlögin hefðu verið sett, án þess að lögmæti þess verklags hefði verið kannað áður en þau voru sett. 

Í tilskipuninni um innistæðutryggingar, er gert ráð fyrir því, að eignir þeirra fjármálafyrirtækja er fara á höfuðið, gangi upp í það sem kann að vanta á trygginguna úr tryggingarsjóðnum.  Þar er tekið fram að ríkisábyrgð á innistæðutryggingum er bönnuð.

Reyndar var UK og NL, boðin 47 milljarða eingreiðsla auk heimtur úr búinu, líkt og neyðarlögin gera ráð fyrir, gegn afnámi ríkisábyrgðar.  Því boði var hafnað, vegna þess að þessi ríki ætluðu ekki að taka þá sömu áhættu og já-herinn krefst þess að þjóðin geri.   

Það hlýtur að falla undir áhættusækni a la útrás að hunsa ástæður neitunnar UK og NL, eins og að það hafi verið einhverjir kjánar þar á ferð.

 Í væntanlegu dómsmáli varðandi gjaldeyrishöftin, hljóta varnir íslenska ríkisins vera á svipaðan hátt og varðandi neyðarlögin.  Eigum við að taka sénsinn á því að það verði eitthvað frekar hlustað á þau rök, varðandi gjaldeyrishöftin, ef við trúum því ekki að hlustað verði á okkur, vegna neyðarlaganna?  

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.4.2011 kl. 15:18

20 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Einar: Vextir af láninu eru ekki 2% heldur 3%/3.3%. En í raun eru vextirnir  5.5%+ því fyrstu 3 útborganir verða gerðar með lánunum frá AGS en það ber 5.5% vexti hið minnsta og 6.8% hið mesta. Gaman væri að sjá þig útskíra þetta. Og þannig að það sé á hreinu þá er fyrsta útborgun í vor uppá 27 miljarða, næsta í haust uppá um 17miljarða og síðan er önnur næsta vor á bilinu 10-15 miljarða eftir gengi og því hvernig heimtist

Helgi, viltu vera svo vænn að útskíra skinsemina í því að borga 3%/3.3% vaxta lán með lánum sem bera 5.5-6.8% vöxtum

Brynjar Þór Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 15:49

21 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Mikið ofboðslega er ég sammála!

Magnús Óskar Ingvarsson, 8.4.2011 kl. 17:11

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er svo skrýtið að ef það eru svona góðar heimtur á eignasafni Landsbankans, af hverju þurfum við þá að veita ríkisábyrgð á þessum ólögvörðu kröfum? Það hefur ekki verið útskýrt.  Við segjum NEI á morgun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 22:40

23 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigmundur Davíð útskýrði Icesavemálið fyrir þjóðinni í Kastljósi kvöldsins.

Hann ræddi mögulega niðurstöðu EFTA dómstólsins varðandi sakfellingu fyrir brot á EES samningnum vegna þess að innstæðueigendum Landsbankans í Englandi og á Íslandi var mismunað.

Sigmundur greip til líkingamáls, þreif í jakka Sigmars þáttastjórnanda og sagði að fyrir hrun þá hefðu bæði enskir og íslenskir sparifjáreigendur getað keypt sér 10 svona jakka.

En eftir hrun þá hefði sá enski, sem fékk allt greitt út í pundum getað keypt sér aðra 10 jakka, en íslenski sparifjáreigandinn sem fékk allt sitt einnig greitt út í íslenskum krónum, gat einungis keypt sér 6 jakka. Og Sigmundur spurði: „Hvor fær sitt bætt? Englendingurinn fær allt sitt, Hollendingurinn fær allt sitt. Íslendingurinn hinsvegar fær minna“

Það er augljóst. sagði Sigmundur Davíð, að það er sá íslenski sem hefur orðið fyrir mismunun. 6 jakkar eru ekki það sama og 10.

Þegar hér var komið sögu þá fór ég að klóra mér í hausnum og fann að samúð mín var hjá íslenska aðilanum sem gat ekki keypt sér nema 6 jakka. Dæmið varð þó aldrei raunverulegt í mínum huga þar sem þetta magn af jökkum vafðist fyrir mér. Sigmundur Davíð er að vísu af efnafólki og giftur inn í milljarðafjölskyldu og áttar sig betur á svona kaupastandi heldur en ég.

Hvað um það - niðurstaða formanns Framsóknarflokksins var sú að það væri ekki hægt að dæma þjóð, sem fær borgað í ónýtum gjaldeyri, fyrir brot á milliríkjasamningum.

Ég hinsvegar dró þá ályktun að þetta væri gengis-mismunur en ekki mismunun eins og Sigmundur taldi.

Ég vissi að króna er ekki það sama og pund og ég vissi að krónan skítféll - en ég vissi ekki að þessi skilningur á mismunun væri í EES samningum? Ég hélt að aðgerðir íslenska ríkisins, þegar það tryggði íslenska sparifjáreigendur en lét þá bresku og hollensku róa, væri hin saknæma mismunun. Ef skilningur Sigmundar er rétt þá erum við í góðum málum

En svo rifjaðist það upp fyrir mér að þetta er ekki í fyrsta sinn sem jakkainnkaup hafa ruglað Framsóknarmenn í ríminu. Í janúar 2008 varð mikill hvellur þegar Björn Ingi keypti 5 jakkaföt á kostnað flokksins. Þá fannst mörgum framsóknarmönnun innkaupin vera misferli.

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.4.2011 kl. 23:07

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hjálmtýr ekki gleyma selskinnsjakka Halldórs Ásgrímssonar.  En lengra nær ekki samlíkingin.  Þú ert ákveðin í að leggja þá ánauð á íslendinga jafnvel óborna að samþykkja að borga ólögvarðar kröfur einkaaðila. Þar greinir okkur á.  Og á morgun vona ég að útkoman verði stórt NEI, svo við getum stolt haldið höfði og verið frjálsbornar manneskjur.  Og svo þegar fram líða stundir að þið verðið þá manneskjur til að þakka okkur fyrir að hafa vit fyrir ykkur kjánunum.  Við munum örugglega taka ykkur opnum örmum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 23:14

25 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Takk Axel fyrir þitt framlag til þjóðarinn, þú ert greinilega sannur föðurlandsvinur og hagar þér sem slíkur í orði og á borði.

Segjum sem flest Nei!

Guðmundur Júlíusson, 9.4.2011 kl. 00:04

26 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Axel fyrir seiglu, yfirvegun og prúðmennsku. 

Auðvita á hann Hjálmtýr þetta allt með okkur ef okkur tekst á morgun að hrekja frá okkur hinar gráðugu ódrenglyndu klær Evrópusambandsins.     

Hrólfur Þ Hraundal, 9.4.2011 kl. 01:14

27 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sammála þér Axel.

Þráinn Jökull Elísson, 9.4.2011 kl. 06:00

28 identicon

Neið mitt er á leiðinni, - fer brátt á kjörstað.

Á morgun munu Írarnir, frændur okkar, skála fyrir okkur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 11:22

29 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

mikið óskaplega er gaman að sjá ykkur öll fallast í faðma hér....maður verður bara grátklökkur yfir þessu öllu saman....allir að segja NEI VIÐ BORGUM EKKI SKULDIR OKKAR og svo fallast allir í faðma og grenja hvert í öðru.

Helgi, við erum ekki að neita að borga skuldir okkar með Nei, við erum að neita því að ábyrgjast skuldir annara, á þessu er mikill munur og er sorglegt að sjá að en er fólk sem heldur að þetta sé skuld íslensks almennings þrátt fyrir að allir eru sammála um að svo sé ekki, afhverju heldurðu að bretar og hollendingar vilji fá það sem ákvæði í samninginn að það sé ríkisábyrgð? svarið er einfalt, af því að það er ekki fyrir og því er þetta ekki skuldirnar okkar!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.4.2011 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband