Gaddafí á Alþingi

Utandagskráumræða mun verða á Alþingi á morgun þar sem ræða á stjórnun Gaddafís í Líbíu og meðferð hans á þegnum sínum. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, mun þar verða til svara, en málshefjandi er Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Þingmenn og ríkisstjórn Íslands hafa ekki getað stjórnað sínu eigin landi almennilega undanfarið og frá Alþingi hafa hver meingölluðu lögin á fætur öðrum verið afgreidd og mörg hver í andstöðu við stjórnarskrána, að ekki sé minnst á klúðrið við að reyna að koma saman hópi manna til að gera tillögur um stjórnarskrárbreytinga.

Óþarft er að rekja aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn eigin þegnum, svo sem með því að berjast með oddi og egg gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu í landinu, sem aftur magnar atvinnuleysið og brottflutning fjölskyldufólks úr landinu.

Á meðan Alþingi og ríkisstjórn geta ekki stjórnað skammlaust heima fyrir, ætti þingið ekki að gera sjálft sig að athlægi með afskiptum af málefnum annarra ríkja, jafnvel þó þeim sé stjórnað af harðstjórum og illmennum.

Dettur einhverjum í hug að afskipti Alþingis veki önnur viðbrögð hjá ráðamönnum í Líbíu en hæðnishlátur.

Það eru sömu viðbrögðin og þessar umræður vekja hér á landi.


mbl.is Rætt um Gaddafí á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að Gaddafi sé nú loksins farinn að skjálfa, svo mikið hræðist hann þrumuræður Össurar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband