Stuðningsmönnum fjárkúgunarinnar fækkar.

Samkvæmt nýrri könnun MMR segjast 52% aðspurðra ætla að samþykkja að selja sjálfa sig, aðra Íslendinga, börnin sín og annarra í skattaþrældóm til næstu áratuga í þágu Breta og Hollendinga. Í sambærilegri könnun í síðasta mánuði sögðust 56% aðspurðra ætla að gangast undir skattakvöðina, þannig að heldur fjölgar þeim sem sjá fáránleikann við gangast undir slíkt sjálfviljugur.

Allir vita að ríkissjóður á í verulegum fjárkröggum um þessar mundir og getur t.d. ekki fjármagnað vegaframkvæmdir út frá Reykjavík á næstu fjórum árum, en áætlaður kostnaður við það er sexmilljarðar króna. Sparnaður og niðurskurður er mottó dagsins í ríkisrekstrinum, en samt hvetur fjármálaráðherra skattgreiðendur til að samþykkja ólögvarða skattakröfu á sjálfa sig, með fyrstu afborgun að upphæð kr. 26,1 milljarð króna,sem greiða skal í einni greiðslu strax 11. apríl n.k., samþykki almenningur skattaþrælkunina.

Ótal atriði er hægt að tína til sem mæla gegn samþykki þrælalaganna, en fá eða engin sem mæla með samþykkt, nema þá þrælslund og ræfildóm.

Að nokkrum skuli detta í hug að samþykkja skattaáþján á þjóðina til að greiða ólögvarða kröfu sem kemur almenningi á Íslandi ekkert við, er óskiljanlegt.


mbl.is Mjótt á mununum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Islanderlandfyrirjohann (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 22:17

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Eftir því sem ég hef hlustað meira á rök með og á móti þá er ljóst að rökin með því að samþykkja eru fólgin í því að afþvíbara hlutina. Jón Grrr orðaði þetta nákvæmlega rétt eitthvað á þá leið að hann þekkti ekki málið en af því að það er leiðinlegt þá ætlaði hann að samþykkja lögin.

Ég ætla að halda því fram að þeir sem samþykkja þessi lög séu með á hættu að verða lögsóttir fyrir það að skuldbinda landslýð í trássi við stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.3.2011 kl. 22:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Pistill Vilhjálms er vel skrifaður, en röksemdir hans standast ekki, því innistæðutryggingasjóðurinn var ekki og átti ekki að vera með ríkisábyrgð, samkvæmt tilskipun ESB og íslenskra laga. Fullyrðing Vilhjálms um að flestir lagaspekingar telji að ríkisábyrgð eigi að vera á sjóðunum í Evrópu er alröng, því nánast allir lögspekingar, sem og aðrir eru sammála um að alls ekki sé nein krafa um ábyrgð skattgreiðenda á einkabönkum í tilskipunum eða reglugerðum ESB.

Væri hægt að finna einhvern lagabókstaf í ESB reglum eða íslenskum lögum um ríkisábyrgð á einkabönkum, þyrfti ekki að samþykkja sérstök lög um það núna. Það eitt og sér ætti að sanna fyrir hverjum manni að það er verið að neyða þessa ábyrgð inn á íslenska skattgreiðendur og það eiga þeir ekki að láta bjóða sér.

Talsmenn samþykktar þrælkunarinnar segja að eignir Landsbankans muni standa undir höfuðstól Icesavekröfunnar og ríkisábyrgðin sé nánast formsatriði hans vegna, en hins vegar snúist málið eingöngu um vexti af þessum höfuðstóli og það verði nánast óverulegt sem falla muni á skattaþrælana.

Engin rök hníga til þess að lagasetningin um ríkisábyrgðina verði staðfest af væntanlegum skattaþrælum.

Þetta snýst um grundvallaratriði og verður fordæmi til framtíðar, bæði hér á landi og ekki síður í öðrum löndum, þar sem almenningur er orðinn meira en þreyttur á að borga skuldir óreiðumanna.

Axel Jóhann Axelsson, 16.3.2011 kl. 22:32

4 Smámynd: Benedikta E

Þetta eru ekkert venjulegar kosningar - þetta eru kosningar upp á líf eða hörmungar - við verðum að berjast til sigurs!

"Með því að fella Icesave-lögin getum við unnið okkur úr úr fátæktinni til frambúðar"Ragnar Árnason hagfræði prófessor sagði þetta í viðtali á Útvarpi Sögu í vikunni.

Sameinuð stöndum vér !

Íslandi allt !

Benedikta E, 16.3.2011 kl. 22:37

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Og sundruð föllum nú er að duga eða drepast við verðum að segja nei við Icesave því að það er nákvæmlega ekkert rétt við að borga þjófnaðinn úr kerfinu áður en við vitum hvar þýfið er og þófarnir hafa verið sóttir til saka! Bjarni Ben og hans flokkur sýndi og sannaði fyrir okkur hvað flokksræðið getur gert lýðræðinu á ögurstundu!

Sigurður Haraldsson, 16.3.2011 kl. 23:42

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er líka spurning, hvernig möguleg dómsniðurstaða EFTAdómstólsins eigi að hjálpa breskum og hollenskum stjórnvöldum að kría út skaðabætur frá íslenskum stjórnvöldum.  Verði úrskurðurinn á þann veg að stjórnvöld hafi brotið á einhverjum, þá verður það á innistæðueigendum.  Ekkert bendir til þess, svo vitað sé að hollenski og breski ríkissjóðurinn hafi verið meðal innistæðueigenda.

 Það er í besta falli fáranlegt, að óttast það að íslenskir dómstólar, dæmi íslenska ríkið til greiðslu bóta til handa breskum og hollenskum stjórnvöldum, vegna skaða sem þau ollu sér, alveg ein og óstudd.  

Innistæðueigendur sem áttu innistæður undir hámarkstryggunni 22.000 evrur, geta heldur ekki krafist bóta, án þess að sýna fram á með óyggjandi hætti, að hafa ekki fengið þessar óumbeðnu greiðslur frá hollenskum eða breskum stjórnvöldum.

 Þá er bara eftir sá hópur innistæðueigenda sem áttu innistæður hærri en 22000 evrur.  Þeir gætu átt rétt á bótum sem næmi upphæðinni umfram 22.000 evrurnar. Jafnvel þó ríkisábyrgðin verði samþykkt.  Líkur á málsókn þess hóps verða enn töluverðar, þó ríkisábyrgðin verði samþykkt. Sú málsókn mun tefja útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans, hvort sem ríkisábyrgðin verði samþykkt eða ekki.  Samþykkt ríkisábyrgðar, mun hins vegar valda því að tafirnar á útgreiðslunum munu hækka vaxtagreiðslur Rikissjóðs (skattgreiðenda) af Icesavekröfunum.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.3.2011 kl. 23:47

7 identicon

Já, þetta eru gleðifréttir. Enn er von í heiminum. Einn helsti frömuður lýðræðisins fyrr og síðar sagði "Þeir sem eru tilbúnir að borga fyrir öryggi með frelsi sínu, eiga hvorugt skilið, og munu missa bæði... Siðan hafa þessi fleygu orð oft verið notuð yfir stuðningsmenn nazistanna, Þjóðverjar völdu á sínum tíma Hitler afþví hann höfðaði til þarfar þeirra fyrir meint "öryggi", og það er eins með þá sem setja já við Icesave. Það er nokkurs konar nazismi að segja já við Icesave. Ekki bara ertu með því að styðja óréttlæti til að reyna að tryggja falskt öryggi, eins og kjósendur Hitlers eða þeir sem borga mafíunni "verndartolla" frekar en berjast gegn henni...og þá grasserar hún bara og verður áhrifameiri og áhrifameiri, heldur erum við með þessu að hjálpa málstað nazismans með að traðka á litaða manninum. Þjóðarskuldir hafa drepið fleiri í heiminum en styrjaldir, sjúkdómar og matarskortur samanlagt síðast liðin ár, afþví þær eru algengasta ástæða þessa þrenns. Haíti er gott dæmi. Þar var nánast jafn ömurlegt um að litast fyrir og eftir náttúruhamfarirnar í þessu áður blómlega landi, afþví nær allar tekjur landins fara í að borga Frökkum gamlar skuldir sem þeir vilja meina þeir eigi, þessir fyrrum kúgarar Haitímanna. Margar aðrar gamlar nýlendur halda fátækustu þjóðum heims í samskonar skuldaánauð og nú herja tvær þeirra á okkur. Ef við gefum undan, þá þýðir það að fleiri börn í Afríku halda áfram að deyja og átakið Make Poverty History sem Bono í U2 stírir (makepoverthistory.org) mun mistakast. Þá skulum við aldrei vera hræsnarar meir. Hver sá sem borgar hjálparstofnun kirkjunnar pening fyrir jól, eða þykist ætla að styrkja eitthvað barnaþorp út í heimi, en x-ar já við Icesaver, er hræsnari og nazisti, því afleiðingar gjörða hans eru skelfilegar fyrir þetta fólk og heildarmyndina hér í heiminum. Þetta skilja allir vitibornir og vellesnir menn, en til er gáfað fólk sem engu að síður getur blekkt sjálft sig og fegrað ástæður sínar, og þorir ekki að horfast í augu við eigin heigulshátt, hræsni og siðleysi. Það er sorglegt. Þú gerir mannkyninu, heiminum og þínum minnstu bræðrum meira gagn með að x-a NEI við Icesave heldur en með að gefa milljónir í hjálparstarf, og milljónir gætu aldrei bætt þann skaða sem þú gerir verr settum börnum en þínum eigin, sem þó munu líka bera byrgði synda þinna og borga fyrir þær, ef þú x-ar já...Horfstu í augu við þetta og taktu svo ákvörðun, góða eða vonda, sem ábyrg manneskja, en ekki sem barnalegur maður á flótta undan eigin ábyrgð, vitandi hversu alvarleg ákvörðun þetta er. "Ég er komin með leið á þessu máli" er ekki gild ástæða. Eigum við þá ekki bara að hætta að flytja fréttir af hörmungunum í Japan og fara bara að horfa á Friends. Til er "leti" sem er bara siðleysi, ómennska og viðbjóður í dulargerfi. Ekki gerast sekur um slíka synd í gerfi leti. Sýndu smá vitrænan og mannlegan metnað og vertu almennileg manneskja!

Afdrifaríkasta ákvörðun Íslandssögunnar (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband