Launþegar lýsa ábyrgð á hendur ríkisstjórninni

Starfsgreinasambandið lýtur á baráttu ríkisstjórnarinnar geng atvinnulífinu í landinu og allri nýrri atvinnustarfsemi, sem hugsanlegt væri að koma á fót, sem höfuðvandamálið sem við er að glíma í sambandi við þá kjarasamninga sem í gangi eru. 

Sambandið telur ómögulegt að gera samninga, nema til skamms tíma, verði ekki alger stefnubreyting hjá ríkisstjórninni í atvinnumálum, eins og sést af eftirfarandi klausu úr ályktun þess:  "Innan Starfsgreinasambandsins og annarra aðildarsambanda ASÍ er nú stefnt að þriggja ára samningi sem byggir m.a. á úrbótum í efnahagsmálum, atvinnumálum og félagsmálum. Sá þáttur snýr að ríkisvaldinu og gæti orðið snúinn viðfangs, einkum umræðan um orkuöflun og virkjanir í tengslum við atvinnuuppbygginguna. Náist ekki fljótlega viðunandi samkomulag við ríkið um haldbæra stefnumörkun í atvinnumálum er vart hægt að tala um annað en kjarasamning til skemmri tíma."

Þess eru fá, ef nokkur, dæmi að samtök launþega hafi látið frá sér jafn harðorða yfirlýsingu um atvinnustefnu nokkurrar ríkisstjórnar og kennir þó sitjandi ríkisstjórn sig við velferð og velvilja í garð vinnandi stétta landsins.

Ríkisstjórnin þyrfti að skilja það sem öllum öðrum hefur verið kunnugt lengi, að án atvinnu verður engin velferð og engar vinnandi stéttir. 


mbl.is Atvinnumál lykilatriði í kjaraviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband