Vinstri menn kveikja seint á perunni

Þegar Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lagði fram tillögur um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglunnar ærðust vinstri menn og sögðu að Björn vildi stofna leyniþjónustu til að fylgjast með hverri hreyfingu almennra borgara og helst voru þeir vissir um að fylgjast ætti með þeim sjálfum, enda hefur samviskan ekki verið alveg hrein í öllum tilfellum. 

Ögmundur Jónasson, þá í stjórnarandstöðu en núverandi Innanríkisráðherra, beitti sér oft og mikið á Alþingi gegn öllum áformum um forvirkar rannsóknarheimildir, en núna þegar íslenskur ruslaralýður er við það að fá formlega inngöngu í glæpasamtök Vítisengla og búið er að stofna samtök sem tengjast Banditos, þá loksins vakna vinstri menn upp við vondan draum og Ögmundur verður að kyngja þeim beiska bita að þurfa að leggja fram frumvarp til laga gegn þessum ófögnuði.

Það er ekki ofsögum sagt að vinstri menn eru seinir að kveikja á perunni í ýmsum efnum og oft kveiknar alls ekki á henni, en í þetta sinn lifnaði smá týra, en þá auðvitað ekki fyrr en stofnun þessara og annarra glæpaflokka hérlendis er orðin staðreynd.

Vonandi reynist ekki vera orðið of seint að bregðast við þeirri glæpaverkum sem reikna má með þegar Hells Angels og Banditos fara að ganga hér um með vopn, sem þeir munu ekki hika við að nota á almenning og ekki síst í baráttu sín á milli um yfirráðin í undirheimunum.

Fyrst kviknaði á peru vinstri manna varðandi þessi mál á annað borð, er vonandi að týran lifi eitthvað áfram og upplýsi þá jafnvel á fleiri sviðum.


mbl.is Fá fulla aðild að Vítisenglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þótt að ég sé hvorki vinstri né hægri maður og telji þá nálgun úrelta (lítill munur á kúk og skít eins og einhver sagði réttilega), að þá finnst mér þeir sem hneigjast til vinstri vitleysunnar séu alla jafna ekki eins ginkeyptir fyrir hræðsluáróðri og þeir er hneigjast til hægri dellu og eru þá yfirleitt viljugri til að afsala sér harðfengnum réttindum til einkalífs í nafni meints aukins öryggis...þótt fölsk sé sú öryggistilfinning sé alla jafna þegar upp er staðið, þrátt fyrir allt tilstandið og gríðarlegan kostnað við alls kyns eftirlit með borgurunum. Verið ekki svona hrædd, það er fátt að óttast og allur heimsins njósnabúnaður eða eftirlitskerfi gerir ykkur ekkert öryggari þótt það kunni að virðast svo við fyrstu sýn

Georg P Sveinbjörnsson, 3.3.2011 kl. 18:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er skarplega athugað hjá þér Georg að ekki borgi sig að berjast gegn glæpahyskinu. Um að gera að láta það bara vaða uppi og reyna ekki einu sinni að sporna við uppgangi glæpagengja.

Eins er það örugglega byggt á traustum vísindum að vinstri menn séu miklu meiri hetjur hægri menn þegar eitthvað bjátar á.

Varla væri þú að slá þessum fullyrðingum fram nema hafa eitthvað fyrir þér varðandi þetta allt saman.

Axel Jóhann Axelsson, 3.3.2011 kl. 18:44

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Fyrst og fremst tilfinning, fengna af því að skoða söguna og fylgjast með hægri vinstri hanaslagnum...og baktjaldamakk er sérstakt áhugamál þar að auki og hægfara breytingar í átt að tækni-fasisma og eftirlitsþjóðfélaga...sem á svo að láta okkur öllum líða örugg um að vondir kallar komi ekki og taki okkur eða geri mein.. Sumir sjá hættur í hverju horni og fyllast skelfingu við það eitt að hætta sér niður í bæ að nóttu...þótt ekkert sé að óttast alla jafna. Reyndar bendir margt til þess að ef maður er flóttalegur og óttasleginn að sjá sogast frekar að manni vandræði, þeir sem eru að leyta að þeim sigta frekar út þá sem virka hræddir. Má bæta því við að forræðishyggja af ÖLLU tagi er eitur í beinum og það þarf að standa vörð um rétt til einkalífs og frelsis frá því að verið sé með nefið ofan í hvers manns koppi, sá réttur var harðsóttur af forfeðrum, glutrum þeim ekki niður aftur vegna eigin öryggisleysis.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.3.2011 kl. 18:55

4 identicon

Það er alveg með ólíkindum hvað íslenskir ráðamenn /konur eru miklir sauðhausar.   Það er rifist og rifist um Icesave, sem er nú ósköp skiljanlegt.  En á sama tíma hleypa þeir inní landið heimsþekktum glæpasamtökum  sem eru Helvítisenglarnir.    Bráðum verður vandamálin með þá miklu stærri en icesave+Landsvirkjun ++++

Þetta er heila Evropa og Canada að berjast við, að halda þessu liði í skefjum.

Enn við bjóðum það velkomið.  Afhverju er ekki búið að banna þessi samtök á   Íslandi. Er það af því að Einar Marteinn átti pabba fyrir yfirlögregluþjón, og Einars stærsta vandamál er ofvirkni sem barn, sem síðan hefur þróast yfir í eitthvað verra.  Því hann hefur barist með kjafti og klóm að koma þessu illþýði inn í landið.       Einar Marteinn hefði þurft hjálp, en á hans barnsaldri fannst ekkert sem gaf hjáp.

Haldið þið að það verði ekki skemmtilegt þegar veitingahús + staðir, verslanir, einstaklingfyrirtæki sem hárgreiðslustofur fótaðgerðastofur eru mánaðarlega rukkuð um verndunargjöld sem þau ekki geta staðgreitt, þá er bara komið einusinni í viku og rukkað.  Nei,  þið íslendingar, stjórnendur þessa lands.  Þið þurfið að fara í stúdíuferð til Svíþjóðar og Danmerkur og sjá 1-2 veitingastaði sem hafa verið lagðir í rúst eftir þá þokkapilta sem tilheyra þessum  félagahóp. þið þekkið sjálfsagt handrukkara.  Ég var nú reyndar flutt frá Íslandi áður en sú starfstétt var sett á laggirnarí svona stórum stíl sem er í dag. En ég hef búið í landi þar sem íbúar í þorpum og bæjum  þora ekki einu sinni að hvísla eða vitna í réttargöngum á móti þeim.  Því eftir það gerast fjöldanauðganir og jafnvel morð.  Svo ekki sé talað um ef einhver félaginn segir frá, þá er hann drepinn eða skorin úr honum tungan.

Síðan eru þeir til þénustu reiðubúnir ef einhver þarf að fjarlægja einhvern, en það kostar peninga.  Svo var einhver að þakka löggunni. Fyrir hvað, mér er spurn?

J.Þ.A. (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 19:38

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Já, já, er svo ekki næsta skref að hvetja borgarana til að hafa auga með nágrönnunum og tilkynna um allt grunsamlegt atferli (þeir sem eru stöðugt smeykir um sitt og sína sjá grunsamlega hluti í ósköp eðlilegu hátterni hvert sem þeir líta, mögulega þjófa eða hryðjuverkamenn) geisp

Georg P Sveinbjörnsson, 3.3.2011 kl. 20:41

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það þarf greinilega enginn að hafa áhyggjur af sér, sínum eða sínu á meðan þjóðfélagið á að menn eins og þig Georg.

Fólki líður áreiðanlega miklu betur eftir að hafa lesið gullkornin þín hér að ofan.

Axel Jóhann Axelsson, 3.3.2011 kl. 20:45

7 identicon

þessir glæpamenn eru að taka upp nýtt nafn. Og hvað gerist þá? Skotbardagar um alla borg bara á morgunn?? þetta lið er ekki þekkt af því að vera að angra venjulegt fólk Axel svo þú getur slakað á held ég

óli (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 23:06

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þeir munu allavegana seint valda jafn víðtæku tjóni, óhamingju og þjáningum og útrásarbjálfarnir og spilltir stjórnmálamenn þótt í leðurgöllum séu, hættulegasta liðið er oft jakkafataklætt.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.3.2011 kl. 23:10

9 identicon

innilega sammála þér Georg! Jakkalakka kakkalakka skríllinn er búinn að setja þessa þjóð á hausin og við skulum reyna að gleyma því ekki!!

óli (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 23:39

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er gaman að sjá athugasemdir frá öðrum eins blásaklausum mannvitsbrekkum og Georg og Óla, sem aldrei hafa heyrt minnst á Hells Angels og Bandidos og hafa þar af leiðandi enga hugmynd um hvers konar glæpasamtök þetta eru.

Ef þeir sæu eða heyrðu einhverntíma fréttir þarna í afdölunum sem þeir hljóta að búa í, þá hefðu þeir jafnvel komist á snoðið um hvernig þessi gengi haga sér og það í næstu nágrannaríkjum Íslanads, t.d. Noregi og Danmörku og þá myndu þeir væntanlega fara að hugsa um hvers vegna líklegt sé að þessir glæpamenn muni haga sér allt öðru vísi hér á landi.

Fyrst þeir virðast ekki hafa aðgang að neinum fjölmiðlum er rétt að benda þeim á að lesa aftur athugasemd nr. 4 hér að framan. Það væri ágætisbyrjun fyrir þá og svo gætu þeir leitað sér upplýsingar víðar, jafnvel bara með samtölum við fólk sem hefur komist í snertingu við veröldina utan við afdalinn.

Axel Jóhann Axelsson, 4.3.2011 kl. 00:44

11 identicon

Í athugasemd nr.4:"átti pabba fyrir yfirlögregluþjón",- ???!!! 

(gæti maðurinn hugsanlega átt yfirlögregluþjón fyrir pabba?)

Högni (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 11:18

12 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég veit ágætlega af þessum glæpasamtökum og hef engann áhuga á að fá þetta lið hingað, finnst bara frekar undarleg lykt af því að nota samtök sem þessi sem réttlætingu fyrir forvirkum rannsóknarheimildum...ég meina, það er ekki eins og þessir gaurar þekkist ekki langar leiðir, eru eiginlega merktir í bak og fyrir GLÆPAMENN!

Ef að beðið hefði veruð um aukin leyfi til eftirlits með jakkafataklæddum glæpamönnum sem koma vel fyrir og erfitt er að þekkja frá heiðarlegu fólki væri ég mögulega skilningsríkari, þar væru mun frekar þörf á að fylgjast grannt með, vafasömum "viðskiptajöfrum" og spilltum pólitíkussum í vasa þeirra, Hell´s Angels mega vera ansi duglegir ef þeir munu nokkurn tímann komast nálægt því tjóni sem slíkir hafa valdið hér á landi sem víðar, hvað ætli margir séu búnir að binda enda á líf sitt vegna þeirra síðustu 2 árin...og hvað ætli margir séu komnir að því, brostnar vonir og gjaldþrot= félagsleg vandmál í stórum stíl. Krimmarnir í leðurgöllunum eru ekki endilega þeir varasömustu þótt þægilegt sé kannski að ýminda sér það.

Georg P Sveinbjörnsson, 5.3.2011 kl. 04:59

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Georg, eins og í öðru ferð þú með staðlausa stafi þegar þú gefur í skyn að sjálfsmorðum hafi fjölgað undanfarin tvö ár, en sannleikann um þau mál má t.d. sjá í viðtali í Læknblaðinu við Óttar Guðmundsson, geðlækni, en það má sjá HÉRNA

Sem svar við spurningu blaðsins, segir Óttar m.a: 

„Sannarlega eiga persónulegar aðstæður þess sem fargar sér stóran þátt en við vitum líka að það eru ekki tengsl á milli þess að þjóð eigi í þrengingum og tíðni sjálfsmorða. Sjálfsmorðum fækkar meðal þjóða sem eiga í styrjöldum og það hafa ekki komið fram tölur um að sjálfsmorðum hafi fjölgað hér á landi eftir efnahagshrunið. Svo virðist sem í þrengingum verði til ákveðin samkennd í samfélaginu sem ver fólk gegn einmanaleikanum sem oft leiðir til sjálfsmorðs. Á sama hátt er eins og sjálfsmorðum fjölgi eftir því sem einangrun og firring einstaklinganna í samfélaginu eykst.“

Þú þyrftir að reyna að venja þig á að hafa a.m.k. einhvern sannleika í því sem þú lætur frá þér. a.m.k. ef þú ætlast til að eitthvert mark sé tekið á skrifum þínum.

Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2011 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband