Dómstóllinn er við Lækjartorg

Það hefur verið furðulegt að fylgjast með umræðum um að vafi leiki á því hvaða dómstóll eigi að fjalla um kröfur Breta og Hollendinga á hendur íslenskum skattgreiðendum vegna uppgjörs á skuldum íslensks einkabanka við einstaklinga í þessum löndum. Um leið og Svavarssamningurinn var undirritaður benti undirritaður á það, líklega fyrstur manna opinberlega, að engin ríkisábyrgð ætti, eða mætti, vera á tryggingasjóðum innistæðueigenda og fjárfesta, enda þyrfti þessar þjóðir þá ekki að beita hótunum og þvingunum til að fá sínu framgengt.

Þó ótrúlegt sé fyrirfundust fjöldi manna sem tilbúnir voru til að styðja ríkisstjórnina í þeirri fyrirætlan hennar að setja þjóðarbúið á hausinn með miklum hraði, en sem betur fór tókst Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að koma í veg fyrir að Svavarssamningurinn næði fram að ganga. Í framhaldi af umræðunum um ríkisábyrgðina héldu ýmsir því fram, að enginn dómstóll væri til sem hægt væri að láta skera úr um ágreining í þessu efni og fór þar fremstur manna Eiður Guðnason, fyrrverandi þingmaður og sendiherra, en strax 23. júní 2009 var honum og öðrum bent á að varnarþingið væri hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Það blogg má sjá Hérna

Fyrir löngu hafa allir viðurkennt, þar á meðal háttsettir aðilar innan ESB, að engin ríkisábyrgð sé, eða hafi verið, á tryggingasjóðunum og nú hefur fengist yfirlýsing frá fulltrúa ESA um að EFTAdómstóllinn geti ekki dæmt Ísland til greiðslu ólögvarinna fjárkrafna og að slíkt mál yrði að reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Furðulegt hvað einföld mál geta flækst lengi fyrir ólíklegasta fólki.


mbl.is Íslenskir dómstólar hafa síðasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hérna er hægt að sjá bloggið um dómstólinn.  Eitthvað fór úrskeiðis við að tengja það inn í pistilinn hér að framan.

Axel Jóhann Axelsson, 25.2.2011 kl. 19:19

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þá er sú "Grýla" dauð, spurningin hvað verður með hinar, þessa "hótun" Moodys um lækka lánstryggingamat Íslands, þessa með  að Ísland fái ekki að ganga í ESB (ekki það að meirihluti Íslendinga gráti það), að landið fái ekki fyrirgreiðslu frá AGS (hefði reyndar aldrei átt að ske) þessa með að Bretar og Hollendingar haldi áfram "andófi" (orð Bjarna Ben) gleymi ég einhverri "Grýlu" Axel ?? örugglega, en allt sem stuðningsmenn samkomulagsins hafa fram að færa eru "Grýlur" bíð enn eftir skynsamlegum og haldbærum rökum, sem myndu þá getað sannfært okkur sem erum með nokkurnveginn frjálsann og rökfastann hugsunarhátt, um ágæti þess að samþykkja Icesave III, "Grýlur" hafa nefnilega þá áráttu að að deyja, þegar þroskaðir og skynsamir kíkja nánar á þær.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 25.2.2011 kl. 19:39

3 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Þettað var mjög mikilvægt innlegg hjá Skúla Magnúsyni ritara EFTA-dómstólsins í kvöldfréttum Rúv í kvöld og einnig í speglinu hjá Ruv, ekki mynnst á þettað í sjónvarpsfréttum hjá sömu stofnun

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 25.2.2011 kl. 19:49

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held að það sé að verða deginum ljosara eftir þvi sem málum  framvindur að dómstólagrýlan eigi það sammerkt með ,,Auðlindir í þjóðareign" frasanum varðandi stjórnlagaþingið, að vera tæki til að fela hið augljósa.  ESB-vegferð Mistakastjórnarinnar.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.2.2011 kl. 19:52

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Varðandi þá Grýlu að skuldatryggingarálagið myndi rjúka upp og Ísland verða sett í ruslflokk hjá Moody's, má benda á ágæta umfjöllun AMX.is um skuldatryggingarálagið í framhaldi af fréttum af því að það hefði rokið upp eftir synjun forsetans.  Þann pistil má sjá Hérna

Eins yrði það meira en dularfullt, ef Ísland yrði sett í ruslflokk þó lögin yrðu felld úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslu, því ekki fór það þangað niður eftir hrunið og Jóhanna og Steingrímur J. keppast við að segja okkur hve mikill árangur hafi náðst í efnahagsmálunum og að nú sé allt á uppleið í þjóðfélaginu.

Varðandi lygina um að enginn erlendur aðili væri tilbúinn til að lána til íslenskra fyrirtækja, nema lögin verði staðfest er nóg að benda á að Bakkavör var að ganga frá endurfjármögnun erlendra lána að upphæð 140 milljarða króna, Landsvirkjun er nýbúin að endurfjármagna öll sín lán, og Marel og Össur hafa gert það sama nýlega.

Erlendir fjárfestar hafa ekki misst áhuga á að fjárfesta hérlendis og hafa nokkrir gengið frá samningum nýlega, t.d. í heilsutengdri ferðaþjónustu, kísilverksmiða og álverin enn í undirbúningi.

Einu aðilarnir sem ekki hafa viljað lána hingað til lands til atvinnuuppbyggingar eru Efvrópski fjárfestingabankinn og sá Norræni, enda er þeim beitt sem pólitísku pyntingartæki til þess að hræða fólk til að samþykkja Icesavelögin.

Axel Jóhann Axelsson, 25.2.2011 kl. 20:36

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Minni á orð nýs forstjóra Kauphallarinnar (blessuð sé minning fyrrverandi forstjóra sem lést langt um aldur fram), um að Icesave sé ekki nein afsökun fyrir því hjól atvinnulífsins geti ekki farið að snúast.  Það er síðan í hruninu og sérstaklega eftir að núverandi ríkisstjórn tók við 1.febr.2009 búið að hamra á því aftur og aftur að ekkert gerist hérna meðan ekki sé búið að leysa svokallaða Icesave-deilu.  Þvílíkt bull.  Núna í dag steig viðskiptaráðherra á stokk með allskyns hótanir m.a. um að endurskoða þurfi áætlanir stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins ef að þjóðin segir "NEI" við lögunum um Icesave III.

Væri ekki nær að þetta lið sem skipar núverandi ríkisstjórn tæki sig saman og færi að koma með eitthvað málefnalegt fyrir íslenskan almenning.  Ekki innantóm neikvæð slagorð um hvernig allt fer á versta veg ef við ekki samþykkjum þetta og hitt og göngum inn í ESB með bundið fyrir augun.

Ríkisstjórnin hefur núna gullið tækifæri (og þetta segi ég þó ég styðji hana ekki og muni aldrei gera) til þess að koma skynsamlegum rökum á framfæri við þjóðina, fagna því að nú fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla og koma með "jákvæð" rökstudd rök fyrir því af hverju við eigum að "samþykkja" IcesaveIII og láta fylgja með hvernig stjórnin hefur hugsað sér að fjármagna þann samning næstu árin og kannski áratugina.

Hrannar sérlegur aðstoðarmaður forsætisráðherra bloggaði eitthvað stórskrítið í kringum þann dag er Ólafur Ragnar vísaði málinu til þjóðarinnar m.a. um að fyrir handvömm forsætisráðherra væri ekki búið að fella úr gildi fyrri lög um Icesave (Svavarssamning væntanlega).  Bíðum nú við er þessi ágæti maður ekki aðstoðarmaður þessa sama forsætisráðherra.  Fyrir hvað erum við að borga honum laun ?

En svona að lokum fyrir þá sem velt hafa fyrir sér hvernig hægt væri að fjármagna IcesaveIII þá eru hérna nokkrar tillögur:  1. fella niður persónuafsláttinn, 2. fella niður fæðingarorlofssjóð, 3. fella niður vaxtabætur, 4. fella niður barnabætur.    Því miður dugar þetta varla......

Fyrir þá sem segja "já" við Icesave er rétt að menn skoði hvernig þessar tillögur koma við heimilisbókhaldið :)

Jón Óskarsson, 26.2.2011 kl. 00:44

7 Smámynd: Elle_

Axel, Grýlurnar sem þú lýstir þarna í no. 5 væru nóg í heilan pistil.  Og sakar ekki að Bretar og Hollendingar viti að dómshúsið er við Lækjartorg.

Elle_, 26.2.2011 kl. 01:01

8 Smámynd: Elle_

Og samt gætum við bætt nokkrum heilum köflum við Grýlur ICESAVE-STJÓRNARINNAR, já, eins og nokkrum frostavetrum, ísöldum og útilokunum, Kúbum og ég veit ekki hvað.  Og loks heimsendum. 

Elle_, 26.2.2011 kl. 01:48

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Árni Páll er svo farinn að viðra nýja grýlu, AGS-grýluna.  Haft var eftir honum á visir.is að felli þjóðin samninginn þá gætu stjórnvöld þurft að framlengja við AGS!!  Semsagt ef að þjóðin leyfir stjórnvöldum að ábyrgjast hundruð milljarða skuld einkabanka og borga, að minnsta kosti 50 milljarða+ í vexti af sömu skuld, þá verði hægt að kveðja AGS í ágústlok.

 Árni Páll situr svo í starfshópi um afnám gjaldeyrishaftana ásamt þeim Steingrími J. og Má seðlabankastjóra.  Starfshópurinn á að skila skýrslu þann 11. mars.  Það þarf engar spádómsgáfu til að sjá fyrir inntak þeirrar skýrslu: ,,Gjaldeyrishöftin verða ekki afnumin, nema þjóðin segi já við Icesave".

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.2.2011 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband