Hagvöxtur í boði lífeyrisþega

Fyrir allmörgum árum var almenningi gert kleift að leggja í séreignarlífeyrissjóði til elliáranna og átti sú viðbót að koma sjóðfélögunum til góða í ellinni sem viðbót við þær greiðslur sem fólkið fengi frá Trygggingastofnun og sameignarlífeyrissjóðunum. 

Munurinn á lífeyrissjóðakerfunum tveim er aðallega sá, að í sameignarsjóðunum eru félagarnir í raun að greiða iðgjald, líkt og hjá tryggingafélögunum, og fá ákveðin réttindi í samræmi við iðgjaldagreiðslur sínar, en í séreigarlífeyrissjóðunum safnast upp séreign sjóðfélagans, eins og nafn sjóðanna segir til um, og inneignin erfist beint, sem ekki er raunin með samtryggingarsjóðina.

Til þess að létta ríkissjóði róðurinn í kreppunni og ekki síst til að halda uppi einhverri eftirspurn og eyðslu í þjóðfélaginu, fékk ríkisstjórnin þá snilldarhugmynd að láta væntanlega eftirlaunaþega standa undir hvoru tveggja, með því að eyða strax þeim sparnaði sem fólk hafði ætlað til að létta sér lífið í ellinni.

Allar ríkisstjórnir á vesturlöndum hafa látið í algeran forgang að efla atvinnulíf og minnka atvinnuleysi í löndum sínum og engum dottið í hug að láta þegnana snúa hagkerfinu með væntanlegum ellilaunum sínum og er íslenska ríkisstjórnin algerlega sér á báti varðandi ræfildóm í atvinnumálum og örugglega sú eina sem beinlínis berst með öllum ráðum gegn hvers konar aukningu og nýmælum í þeim efnum, en stuðlar þess í stað að fólksflótta úr landinu og auknu atvinnuleysi.

Steingrímur J. getur þakkað verkalýðshreifingunni og ríkisstjórn Davíðs Oddsonar fyrir að hafa komið séreignarlífeyriskerfinu á, því vandséð er hverning Steingrímur J. hefði bjargað sér fyrir horn núna, hefði hann ekki getað opnað fyrir eyðslu þessara sjóða.

 


mbl.is 52.000 taka út séreignasparnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband