Kjósa aftur eða hætta alveg við annars

Gunnar Helgi Kristinsson, álitsgjafi Samfylkingarinnar, lét hafa það eftir sér í kvöldfréttur RÚV að réttast væri að skipa þá 25 sem efstir urðu í hinum ólöglegu Stjórnlagaþingskosningum, í stjórnarskrárnefnd sem falið yrði að leggja tillögur að nýrri stjórnarskrá fyrir Alþingi.

Þetta er sama tillaga og Jóhanna Sigurðardóttir var búin að nefna sem eina af þeim leiðum sem til greina kæmu í stöðunni og því þarf engan að undra að Gunnar Helgi stingi upp á þessu líka, því hann myndi aðspurður um pólitísk málefni aldrei nokkurn tíma láta neitt frá sér, nema vera viss um að Jóhönnu líkaði við það.

Þar sem kosningarnar hafa verið dæmdar ólöglegar var enginn frambjóðendanna kosinn löglega til að fjalla um stjórnarskrána og því væri alger fjarstæða að tilnefna þá af Alþingi með lögum, eins og ekkert hefði í skorist og fara þannig í kringum Hæstaréttardóminn.

Það væri lítilsvirðin við þjóðina að fara slíkar bakdyraleiðir til að komast út úr klúðrinu sem ríkisstjórnin kom sér í með ótækum og óvönduðum vinnubrögðum við lagasetninguna um Stjórnlagaþingið og ekki síður framkvæmdina við kosningarnar.

Eigi að reyna aftur að koma á Stjórnlagaþingi, verður það ekki gert nema með nýjum og löglegum kosningum. Allt annað er lítilsvirðing við lýðræðið.


mbl.is Verði skipaðir í stjórnarskrárnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alþingi hefur samþykkt lög um stjórnlagaþing. Þingið á að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá og leggja fyrir Alþingi. Alþingi ræðir frumvarpið og gerir hugsanlega breytingar. Stjórnaskrárfrumvarpið fer síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vilji Alþingis er óbreyttur: stjórnlagaþing á að semja stjórnarskrárfrumvarp. Að hætta við er þess vegna ekki mögulegur kostur. Annar möguleiki er að kjósa aftur. það er að mörgu leyti eðlilegast. það mun auðvitað kosta peninga en við lærum af mistökum. Lög um sjórnarskrárþing eru að verulegu leyti að skoskri fyrirmynd. Að sumu leyti getum við stuðst við reynslu erlendis frá. útreikningar og talning eru flókin en hafa verið reynd annars staðar. Hins vegar voru ýmsir hnökrar á kosningunum og má nefna að útilokað var fyrir allan þennan fjölda að kynna sig fyrir þjóðinni á skömmum tíma. þriðja leiðin er að skipa kjörna fulltrúa í nefnd sem hefði sama hlutverk og þingið. Framkvæmdin er einföld og hún sparar verulega fjármuni. Setja þarf sérstök lög. Segja má að þessi leið sé í nokkurri andstöðu við dóm Hæstaréttar. Dómurinn er endanlegur en allir hafa rétt á því að hafa sína skoðun á honum. Dómurinn segir tæknilega ágalla á framkvæmd kosninganna. Enginn hefur kært vegna kosningasvindls. Vandamálið við dóminn er að það þarf mjög þungbær rök til þess að ógilda kosningar. Eiríkur Tómasson, prófssor í lögum, hefur sagt að dómurinn sé umdeilanlegur. Spurningin er: eru tæknilegir ágallar sem hefðu hugsanlega getað valdið skaða( en gerðu ekki) næg ástæða til að ógilda kosningarnar. Hæstiréttur taldi það og það er endanlegt. Það er svo annað mál að skipan dómara hér á landi einkennist af miklu valdi stjórnmálamanna 0g framkvæmdavalds.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 21:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í kvöldfréttum RÚV var viðtal við Helgu Manekkihversdóttur, sem starfað hefur sem kosningaeftirlitsmaður á vegum ÖSE í "vanþróuðum" lýðræðisríkjum og hún undraðist hve marga ágalla Hæstiréttur fann á þessum kosningum.

Hún sagði þessi atriði einmitt þau sömu og eftirlitsmenn ÖSE skoðuðu varðandi þær kosningar sem ÖSE fylgdist með og yrðu eftirlitsmenn varir við þessa ágalla, þá væru gerðar alvarlegar athugasemdir við þá.

Framkvæmd þessara Stjórnlagaþingskosninga er því búin að gera Ísland og Íslendinga að viðundrum a.m.k. á vesturlöndum og ofan á allt annað sýnum við nú og sönnum að við stöndumst ekki einu sinni vanþróuðum þjóðum á sporði varandi framkvæmd kosninga.

Úr því sem komið er, verður að ýta aftur fyrir sig öllu varðandi þessar kosningar og ef á að koma á sérstöku Stjórnlagaþingi, er lágmark að til þess verði kosið samkvæmt lögum, en ekki með einhverjum skítareddingum eftir þetta klúður.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2011 kl. 21:43

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Axel, himnasending fyrir Jóhönnu og Steingrím að fá þessar kosningar, þau leyfa þjóðinni að kjósa

um fiskveiðimálin í leiðinni.

Aðalsteinn Agnarsson, 26.1.2011 kl. 22:03

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ef þessi dómur var himnasending handa Hr. Jóhönnu og Fr. Steingrími, þá er komin fram skýring á öllum mistökum Icesave-stjórnarinnar.

Var það til að styrkja Stjórnarskrána að þetta fólk snerist hart gegn þjóðaratkvæðinu ? Var það til að styrkja dómskerfið, að Sossarnir höfnuðu Landsdómi ? Er það til að styrkja efnahagslegt sjálfstæði landsins, að Icesave-stjórnin vill endilega greiða nýlenduveldunum forsendulausar kröfur ?

Má biðja um aðra tegund himnasendinga handa Hr. Jóhönnu og Fr. Steingrími ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2011 kl. 23:00

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kerfið myndi örugglega ekki ráða við að láta kjósa um tvennt í einu.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2011 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband