Þetta er allt spurning um verklag, Steingrímur

Steingrímur J. segir aðeins eftir að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina um verklag vegna úrlausnanna um skuldavanda heimilanna, sem áttu að vera tilbúnar til framkvæmda þann 15. desember s.l., en hafa að sjálfsögðu ekki gert það, frekar en aðrar ráðstafanir stjórnarinnar sem hafa átt að vera tilbúnar "eftir helgi" eða a.m.k. "í næstu viku", eins og yfirleitt hefur verið tímasetning aðgerða sem stjórnin hefur boðað.

Steingrímur segir að þetta sé aðeins spurning um verklag, en það er auðvitað arfaslakt verklag að kynna aðgerðir til lausnar á einhvejum vanda í svo miklu flaustri og án almennilegs undirbúnings og vekja með því væntingar hjá fólki sem á í verulegum skuldavanda og hefur beðið eftir að ríkisstjórnin efni margítrekuð loforð um "verklag" til úrlausna fyrir fólkið, en hefur alltaf það "verklag" á loforðum sínum að efna þau aldrei, nema þá afar seint og illa.

Sama má segja um öll önnur verk ríkisstjórnarinnar, að þau eru eingöngu spurning um "veklag".  Verklag hennar hefur verið með þeim ólíkindum að lengja og dýpka þá kreppu sem hrjáir þjóðfélagið, en ríkisstjórn með "verklagið" á hreinu stæði ekki í vegi fyrir hverskonar atvinnuuppbyggingu, heldur væri "verklagið" þvert á móti það, að gera allt sem mögulegt væri til að ýta undir aukna verðmætasköpun og stofnun nýrra og stækkun gamalla útflutningsfyrirtækja, en það er auðvitað eina leiðin út úr kreppunni og til eflingar lífskjaranna í átt til þess, sem áður var.

Þegar Steingrímur J. fer að skilja að allt snúist þetta um "verklagið" og breytir "verklagi" sínu og ríkisstjórnarinnar, fer vonandi að rofa til í efnahagsmálum þjóðarinnar.  Það gerist ekki með "verklagi" skattahækkanabrjálæðis.

 


mbl.is Bara spurning um verklag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband