Rúllandi Stein-grímur J.

Steingrímur J. segir á heimasíðu VG að það sem drífi hann helst áfram í starfi sínu sé hatrið á Sjálfstæðisflokknum og það réttlæti skattahækkanabrjálæðið, því allt sé í sölurnar leggjandi til að greiða skuldir þjóðarinnar eins hratt niður og þanþol skattgreiðenda leyfi.

Hinsvegar eru líkur á því að þegar allar skattahækkarnir næsta árs verði komnar til framkvæmda í viðbót við þær sem áður voru komnar, þá muni margur maðurinn gefast upp og svarta hagkerfið fari að blómstra, sem aldrei fyrr, því kerfi Steingríms J. býður öllum því hærri skuldaniðurfellingar og bætur, sem þeir geti sýnt fram á meiri tekjulækkun.

Lýsingin á því hvaða drauma Steingrímur dreymir, hljóðar svo hjá honum: "Það skyldi nú ekki vera að martröð íhalds- og afturhaldsaflanna sé einmitt sú að fyrstu hreinu vinstri stjórn lýðveldissögunnar kunni að takast það risavaxna verkefni að koma þjóðarskútinni af strandstað, þangað sem þau öfl sigldu henni, á kjöl og siglingu á nýjan leik. Stórpólitísk og langvinn áhrif þess að okkur takist ætlunarverkið skyldi enginn vanmeta. Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð."

Þessi klausa lýsir hugarástandi Steingríms J. afar vel, en er hins vegar eins og allir vita helber pólitísk lýgi, því alþjóðleg bankakreppa og glæparekstur íslenskra banka og annarra fyrirtækja eigenda þeirra var frumorsök kreppunnar hér á landi, en kreppan hér varð verri en annarsstaðar vegna glæpaverka en ekki stjórnmála.

Lokasetningin í tilvitnuninni hér að ofan um steinana rúllandi, er augljóslega beint til eigin flokksmanna, þ.e. þess hluta þingflokksins sem kallaður hefur verið "villikettirnir" og hótun um að þeim verði kennt um allt saman, þegar stjórnin springur á limminni fyrri hluta næsta árs, eins og allt útlit er fyrir núna.

"Fyrsta hreina vinstri stjórn lýðveldissögunnar" eins og Steingrímur J. kallar hana með barnslegri hrifningu á orðunum einum saman, ætti að fara að snúa sér að atvinnumálunum og hætti hún að flækjast fyrir uppbyggingu á því sviði, má Steingrímur J. hæla sjálfum sér eins mikið og hann hefur lyst til.

Íhaldið mun svo vonandi komast nógu fljótt til valda til að bjarga þjóðinni undan skattageðveikinni sem nú ruglar Steingrím og ríkisstjórnina algerlega í ríminu.

 


mbl.is „Mikil ábyrgð að velta steinum í götuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég er reyndar mjög smeikur um að það skipti engu máli hver tekur við af Stena og Jóu... Það koma ekki neinar skattalækkanir til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi eftir 4-6  ár.

Við munum borga þessa skatta algerlega óháð því hverjir komast til valda, við erum bundin AGS og því verður ekki lækkað í bráð.

Hinsvegar er ég sannfærðari núna en nokkru sinni fyrr, að hægri og miðjumenn komi til með að bjarga því sem bjargað verður eftir næstu konsingar og þar á bæ einbeti menn sér að því að efla atvinnulífið og eyða atvinnuleysi, en það er það sem þyrfti að vera í algerum forgangi hjá yfirvöldum.

Eiður Ragnarsson, 24.12.2010 kl. 10:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eiður, það er hverju orði sannara, að efling atvinnulífsins og baráttan gegn atvinnuleysinu á og hefði átt að hafa algeran forgang hjá stjórnvöldum, því aukin verðmætasköpun og vinna fyrir alla er það eina, sem mun koma þjóðinni út úr kreppunni.

Að leggja steina í götu atvinnuuppbyggingar og skattleggja svo allt og alla í drep mun einungis lengja kreppuna og dýpka hana.

Þess vegna er brýnt að losna við þessa ríkisstjórn sem allra, allra fyrst.

Axel Jóhann Axelsson, 24.12.2010 kl. 10:34

3 identicon

Þegar lestri var lokið á þessu barnalega sjálfhóli Steingríms rifjaðist upp "miklir menn erum við Hrólfur minn"

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband