Gnarr boðar Sovét Reykjavík

Okkar stórkostlegi, mikilhæfi, dáði og elskaði leiðtogi Gnarr boðar nýja gjaldskrárstefnu í borginni sinni, þar sem hann ætlar að taka virkan þátt í því með stjórnendum ríkisins að gera alla þegna borgarinnar jafn fátæka.  

Þessa nýju stefnu kallar leiðtoginn mikli "lauatengistefnu", en hún feslt í því að þeir sem lág laun hafa greiði lítið sem ekkert fyrir þjónustu borgarinnar, en þeir sem hafa há laun borgi svo mikið fyrir sömu þjónustu, að þeirra ráðstöfunartekjur verði ekki meiri og reyndar helst minni en þeirra, sem lágu launin hafa.

"Launatengistefnan" hefur gefið svo góða raun hjá ríkinu, að hvergi í heiminum eru skráðar fleiri einstæðar mæður en á Íslandi, en það stafar auðvitað af því að hjón með börn fá miklu lægri barnabætur en einstæðir foreldrar og alls ekki borgar sig orðið að reyna að hækka ráðstöfunartekjur heimila, því þá eru vaxtabætur umsvifalaust lækkaðar.  Til að falla sem best inn í kerfið reynir fólk að vinna sem mest á svörtu og skilja á pappírunum og skrá heimilisföngin á sitt hvorum staðnum, enda eru allir á góðri leið með að verða jafn fátækir og um leið sérfræðingar í bótakerfinu.

Núna, þegar leiðtoginn stórkostlegi, mikilhæfi, dáði og elskaði, ætlar að endurbæta þetta kerfi ennþá meira en snillingum ríkisins hefur tekist, með því að tengja þjónustu borgarinnar við laun viðskiptavinanna, mun verða afar stutt í að engin millistétt verði eftir í landinu, aðeins samansafn af jafn fátækum einstæðingum af báðum kynjum og algerlega launalausum, fyrir utan bæturnar og það sem hægt verður að krafsa inn á svarta markaðinum.

Þegar svo verður komið mun leiðtoginn stórkostlegi, mikilhæfi, dáði og elskaði fullkomna drauminn um sovétið með því að koma á kerfinu góða:  Hver leggi það af mörkum til þjóðfélagsins sem hann getur og uppskeri eftir þörfum. 

Strax er hægt að byrja að syngja ljóðið góða:  "Sovét Ísland, draumalandið, hvenær kemur þú?" 


mbl.is Gjaldskrár tekjutengdar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi tillaga er alveg ævintýralegt rugl. Ef þú ætlar að sækja um hundaleyfi, þá skaltu skila skattframtali. Hvatinn til undanskota frá skatti verður meiri en nokkru sinni fyrr.

Baldur (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 22:44

2 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Hmmm, hvaða skattfríðindi eru það? Hjón missa allar bætur og borga hærri leikskólagjöld síðast þegar ég vissi!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 14.12.2010 kl. 22:56

3 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Axel Jóhann einn af stór stjörnum landsins kom inní Arion banka í morgun hann talaði lágt til gjalkerans hún svaraði að bragði mjög hátt að þar eru 300.kr inni, hann rétti henni kort

hún hristi höfuðið þú átt 50.þúsund eftir af heimildinni, stór hluti Íslendinga er að fara á hausinn

ekki hefur verið tekin af neinum vegabréfið eins og í London í dag og hvernig var dómuurinn í U,s,a, í

dag, nú er atvinnuleysi það þarf ekki leikskóla fyrir almening eingöngu fyrir hina ríku, þess vegna þurfa þeir að borga meira. Landið er að fjarlægjast Evrópu og U,S,A, vegna aðgerðarleysi stjórnvalda,.

Bernharð Hjaltalín, 14.12.2010 kl. 22:59

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Margrét, það var nákvæmlega það sem ég sagði, að fólk skilur og skráir sig á sitt hvort heimilisfangið til að fá hærri bætur, bæði barna- og vaxtabætur.

Leiðtoginn stórkostlegi, mikilhæfi, dáði og elskaði ætlar einmitt að ýta undir að þeir sem enn eru giftir skilji og þeir sem enn eru í vinnu hætti henni og fari heldur á atvinnuleysisskrá.

Það er fátæktar- og bótakerfi sem innan skamms verður við lýði í GnarrSovétinu.

Axel Jóhann Axelsson, 14.12.2010 kl. 23:01

5 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Axel ég var að svara kommenti sem kom á eftir kommenti Baldurs en virðist hafa verið fjarlægt!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 14.12.2010 kl. 23:04

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, það er rétt Margrét að ég fjarlægði þetta komment, enda sami aðili búinn að vera að bulla og rugla við hvert bloggið á fætur öðru og alltaf nánast óskiljanlegt rugl.

Axel Jóhann Axelsson, 14.12.2010 kl. 23:09

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Bankafíflin eru búin að eyða millistéttinni hvort eð er og hún mun seint eða aldrei ná fyrri styrk aftur....eins og til var stofnað!

Georg P Sveinbjörnsson, 14.12.2010 kl. 23:32

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Georg, ertu þá að meina að leiðtoginn stórkostlegi, mikilhæfi, dáði og elskaði ætli að láta kné fylgja kviði og fullkomna eyðileggingu bankabófanna á millistétt borgarinnar?

Axel Jóhann Axelsson, 14.12.2010 kl. 23:57

9 identicon

Jæja ef fólkið verður svo djöfull JAFN fátækt af þessu uppátæki besta flokksins..

Ef fólk er það fátækt að það þarf að svindla undan sköttum til að hafa efni á skólagjöldum, þá hefur það kannski á því að halda til að eiga í sig og á, og þá má það bara halda því áfram þar til það hefur það betra. Það er fólk sem svindlar þótt það hafi ekkert við það að gera sem setti þessa þjóð á hausinn, og ef þeir sömu þurfa að borga tvöfalt fyrir krakkana sína þá verði þeim að góðu

Snorri (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband