Sömu kröfur til kröfugerðarsamtaka og þingmanna

Marinó G. Njálsson hefur sagt af sér stjórnarsetu í Hagsmunasamtökum heimilanna vegna ótta um að hans persónulegu skuldamál verði gerð opinber, en hagsmunasamtökin hafa barist fyrir flatri niðurfellingu húsnæðisskulda og hefur Marinó verið þeirra helsti talsmaður í þeim málum.

Miklar kröfur eru gerðar til þingmanna um að gefa upp öll sín hagsmunatengsl á vef Alþingis og því er ekki óeðlilegt að þeir sem harðastir eru í baráttunni fyrir ýmsum kröfum á hendur Alþigni um lagabreytingar gefi upp sína eigin hagsmuni vegna þeirra málefna, sem þeir eru að berjast fyrir.

Á vef Alþingis er hins vegar ekki að finna útlistun á skuldamálum Alþingismanna, heldur einungis hagsmunatengslum vegna starfa og tengsla við aðra vinnuveitendur, styrkveitendur og eignir, aðrar en íbúðarhúsnæði til eigin nota.  Upptalning eignanna segir hins vegar ekki neitt, ef skulda þeirra vegna er ekki getið, því eins og allir vita geta skuldir verið miklu hærri en eignunum nemur og því ekki um neinar raunverulegar eignir að ræða, ef til vill aðeins óviðráðanlega skuldasúpu.

Eðlilegt væri að þingmenn tilgreindu skuldir sínar, ekki síður en eignir, þannig að allir hagsmunir þeirra kæmu fram vegna þeirra málefna sem þeir berjast fyrir og þá ekkert síður skuldahagsmunir en eigna-, atvinnu- og styrkjahagsmunir.

"Allt uppi á borðum" er vinsælt slagorð á hátíar- og tyllidögum.  Er ekki tími til kominn að raunverulegir hagsmunir þeirra, sem gefa sig í baráttu fyrir hinum ýmsu hagsmunamálum geri hreint fyrir sínum dyrum og gefi upp sína eigin hagsmuni af baráttumálum sínum?

Sömu kröfur þarf að gera til þeirra, sem stjórna kröfugerðarsamtökum sem aðallega gera kröfur til þingmanna og gerðar eru til þingmannanna sjálfra.


mbl.is Ekki greint frá skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Það er ekkert óvenjulegt við að Marinó og konan hans séu skuldsett þau eru á þeirri kynslóð sem fór verst út úr hruninu. Og það er sjálfsagt að hann berjist áfram fyrir sínum kröfum jafnt sem annarra. Vona að hann sjái sig um hönd og verði áfram talsmaður HH. Hann er mjög málefnalegur og ötull baráttumaður.

Sigurður Ingólfsson, 19.11.2010 kl. 10:55

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sæll Axel Jóhann, ég var að velta þessu fyrir mér í huganum í gær sem Sigurður kemur inn á, og er mikið til í hans orðum... Það er náttúrulega ekkert eðlilegt við svona fréttaflutning eins og átti að koma með, Marinó er væntanlega ekki einn ef þeim sem að frömdu þetta Bankarán sem átti sér stað hérna og hefur hann ekkert annað en verið með réttlátar kröfur fyrir hönd almennings í huga... Ef einhvað þá fannst mér hann fara fram á of lága prósentutölu til leiðréttingar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.11.2010 kl. 11:04

3 identicon

Sama á ekki að gilda um forystumenn grasrótarsamtaka og kjörna fulltrúa þjóðarinnar !

HH geta ekki stungið upplýsingum undir stól, uppl er varða hag þjóðarinnar, eða sett lög sem gilda fyrir þjóðina.

Ég stórefast um að mútufé sé borið á forystumenn HH, hver væri gróðinn af því ?  Nema þá helst að féð kæmi frá stjórnvöldum til að þagga niður í þeim.

Upplýsingaskylda um hagi venjulegra þegna landsins verður ALDREI sett á stall með upplýsingaskyldu um fjármál ráðamanna !! Þetta er tvennt ólíkt.

En þetta högg undir beltisstað er fullkomið merki um að ráðamenn/peningamenn (stundum sami hópur) séu farnir að ókyrrast.

Marinó er stórskuldugur, það er ekki spurning, hann hefur sagt það sjálfur, eru það nýjar upplýsingar fyrir fólk ?

En við þurfum ekki að vita krónutöluna, það er ekki og ætti aldrei að vera aðalatriðið !

Af hverju heldur fólk að Marinó sé að leggja tíma sinn og orku í þetta mál ??

Af því að honum leiðist kannski ?? common...

runar (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 11:36

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rúnar, það getur engan veginn talist óeðlilegt að krafa sé gerð um að þrýstihópar og forystumenn þeirra legðu spilin á borðið varðandi hvernig þeir persónulega standa, gagnvart þeim málum sem þeir og samtök þeirra berjast fyrir og á það ekki síst við um fjárhagsleg málefni.  Í þeim efnum er oft verið að tala um miklar kröfur til Alþingis um niðurfellingu skulda, eða hárra fjárframlaga til þessa og hins málefnisins og því algerlega eðlilegt að "allt sé uppi á borðum" og "gagnsætt" á báða bóga.

Heldur þú að þingmenn leggi tíma sinn og orku í þau mál sem þeir eru kosnir til að fjalla um, eingöngu af því að annars myndi þeim leiðast svo mikið.

Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2010 kl. 13:05

5 identicon

Ég er sammála þér upp að vissu marki, en það er ekki eins og HH séu að lobbíast fyrir nýrri virkjun.

Þessi hópur er hagsmunahópur "gengistryggðra" skuldara (reyndar allra skuldara að mínu mati), HH eru hópur fólks sem finnst illa að sér vegið og er alvarlega ósátt og skal engan undra.

HH er er hópur fólks sem finnst óþolandi að flestir útrásadólgarnir/bankafólkið/makar ráðamanna/ ráðamenn/ handboltamenn/yfirstéttin hafi getað sett allar sínar persónulegu skuldir í ehf, hagnaðurinn af ehf fer á kennitölu eiganda ehf, kennitölu sem á sama tíma ber enga ábyrgð á skuldum ehf.

Þetta er rangt í öllum skilningi þess orðs !

Það að kenna fyrrverandi stjórnendum bankanna um þetta er í besta falli fáránlegt því þessi kjör voru ALDREI í boði fyrir hin venjulegu Jón og Gunnu, aðeins útvaldir fengu þessi kjör.

Ef ég þekki landa mína rétt þá vita allir að það eru harðir tímar framundan og vel flestir þurfa að minnka við sig, langflestir bæði skilja þetta og samþykkja, EN... þegar þetta fólk sem tjaldar öllu til til að halda sínu horfir upp á milljarða afskriftir hjá fyrrum elítu Íslands þá upplifir þetta fólk harkalegt ranglæti.

Fólki sem finnst ranglega brotið á sér verður aldrei sátt !!

Þýskaland millistríðsáranna er líklega eitt besta dæmi þess.

Ég hef sagt það lengi að það sé ekkert mál fyrir ríkisstjórn að taka við erfiðu búi, eina sem þarf er heiðarleiki, sanngirni og réttlæti .. það er nóg.

Afsakaðu, Axel, að ég fór aðeins út fyrir efni greinar þinnar, en mér fannst viðeigandi að taka aðeins fleiri vinkla á þetta mál.

runar (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband