Líkamsræktarsvindl saklausara en samlokuþjófnaður?

Eigendur World Class hafa farið mikinn í líkamsræktarbransanum hér á landi undan farin ár og á útrásarárunum vildu þeir ekki vera minni menn en hinir "snillingarnir" og ætluðu því að leggja undir sig heiminn með því að kaupa upp æfingastöðvar erlendis, enda átti nafnið á keðjunni að höfða til heimsins alls.

Að sjálfsögðu fór um þetta útrásarfyrirtæki eins og öll hin, að allt veldið var byggt á lánsfé og loftbóluhagnaði, sem ekki var til neins nýtur nema til að reikna af honum arð, enda endaði þetta félag eins og hin með gjaldþroti og milljarða skuldum, sem lenda munu sem tap á lánadrottnunum, sem reyndar geta líka nagað sig í handarbökin vegna þátttöku sinnar í þessum sýndarveruleika.

Eins og hjá öðrum útrásargengjum virðist siðferðisvitund "eigenda" World Class ekki vera upp á fleiri fiska, en kollega þeirra sem þóttust vera að reka viðskipti í "nýja hagkerfinu", en þar virðist keppikeflið vera að komast undan öllum skuldbindingum vegna rekstrarins, en halda honum samt áfram undir nýrri kennitölu og lifa áfram í persónulegum vellystingum og ef ekki er hægt að tryggja hvorutveggja, þá er a.m.k. passað vel upp á seinni kostinn.

"Eigendur" World Class seldu sjálfum sér rekstur á 25 milljónir króna, sem skiptastjórinn metur á 500-700 milljónir, enda ætlar hann að fá þeim gerningi rift og hljóta allir að sjá réttlæti í því. 

Vandasamara er hins vega að sjá réttlætið í því, að þeir sem hreinsa á þennan hátt út úr þrotabúum skuli ganga lausir á meðan þeir sem stela sér rækjusamloku til matar eru handteknir umsvifalaust og látnir svara til saka fyrir "glæp" sinn.


mbl.is Greiddu 25 milljónir fyrir eignir World Class
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alltaf sama sagan um Jón og Séra Jón.

Hrönn Geirsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 15:19

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það borgar sig greinilega ekki að stela minna en svona 20 milljónum, alveg lágmark, annars lendirðu bara í steininum. Steldu svona 150 millj. keyptu þér hús og bíl og hvað þetta heitir allt, sestu þar að, og það snertir enginn við þér.

En annað fylgir því þó, en það er ærumissirinn, og æran verður ekki svo auðveldlega keypt aftur, allavega duga engir peningar til þess.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.11.2010 kl. 16:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þó slíkt fólk sé algerlega siðblint, virðist því vera afar annt um æru sína, a.m.k. ef tekið er mið af háværum kvörtunum þess vegna þeirra "ofsókna" sem það segist verða fyrir af hálfu ákæruvaldsins og skilningslauss lýðsins. 

Axel Jóhann Axelsson, 15.11.2010 kl. 16:16

4 identicon

Vel skrifað og satt.Og við má bæta að eftir að þetta var sett í þrot þá er farið af stað og opnað í Kringluni ein stöð í viðbót!

óli (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 16:45

5 identicon

Sæll vertu

Ég hef mörgum sinnum bloggað um og sent þingmönnum viðvaranir að Ríkissjóður sjálfur með stuðningi Ríkisskattstjóra eru helstu gerendur í þessu kennitöluflakki.

Það er ekki hægt að hafa eigendaskipti eða selja veðsett ökutæki án skriflegs samþykkis veðhafa en í skjóli myrkurs er hægt að koma undan hundruðum milljóna með nýrri kennitölu??

Hvað skyldi vera rangt við þetta?    Hvers vegna hafa ekki verið gerðar breytingar á þessu fyrirkomulagi?  Getur verið að það henti betur í ríksrekstrinum að hafa þennan hátt á málum en refsivert er samkvæmt gildandi lögum að skjóta undan veðsettum eignum en aldrei farið eftir því??

með kveðju

ÞG

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 16:49

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Danmörk og Svíþjóð voru bara ekki svindlara og fákeppnisþjóðfélög og þá er engin rekstrarkunnátta í hinum íslensku genum.

Reksturinn gekk einfaldlega ekki þegar hann var komin í hendur íslendinga.

Einar Guðjónsson, 15.11.2010 kl. 17:38

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Undandráttur eigna úr þrotabúum er nákvæmlega jafn mikill þjófnaður og aðrir slíkir og þegar grunur vaknar um stórfelld rán, þá eru þeir sem grunaðir eru um verknaðinn umsvifalaust settir í gæsluvarðhald á meðan að á rannsókn stendur.

Hvers vegna er ekki beitt sömu aðferðum, þegar grunur vaknar um stórkostlegan þjófnað úr þrotabúum? Stundum er einfaldlega skipt um kennitölu á rekstrinum, rekstri haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist, en skuldir skildar eftir á gömlu kennitölunni og tapið látið falla á lánadrottnana. Sumir leika þennan leik marg oft og enginn virðist reyna að koma í veg fyrir það.

Jafn vel þegar gengur alveg fram af skiptastjórum, þá óska þeir bara riftunar á því sem kallað er gjafagerningur í staðinn fyrir að kalla það sínu rétta nafni, þ.e. þjófnaður, en engar kærur eru yfirleitt lagðar fram.

Kennitöluflakkið hættir ekki fyrr en tekið verður á því á viðeigandi hátt.

Axel Jóhann Axelsson, 15.11.2010 kl. 20:06

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Skammstöfun fyrir World Class er:WC. Segir það ekki allt sem segja þarf?

Sigurður I B Guðmundsson, 15.11.2010 kl. 22:08

9 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það gengur engin atvinnurekstur í landinu og því verður hann að skipta reglulega um kennitölu og fara á hausinn. Það gera þetta eiginlega öll fyrirtæki, man í svipinn aðeins eftir Ríkissjóði, Bæjarins bestu og Linsunni.

Einar Guðjónsson, 16.11.2010 kl. 00:54

10 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sem hafa ekki skipt um kennitölu og farið á hausinn.

Einar Guðjónsson, 16.11.2010 kl. 00:54

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einar, ekki veit ég um þinn feril í kennitöluflakki, en hvaðan heldur þú að lánardrottnar, sem afskrifa þurfa skuldir vegna kennitöluflakks,  fái peningana sem þeir tapa á þessu ótrúlega siðferði kennitöluflakkaranna?   Birgjar, lánastofnanir og aðrir lánadrottnar prenta ekki peninga, heldur leggja ákveðið "kennitöluflakkaraálag" á vörur sínar og þjónustu, þannig að það eru neytendur sem greiða fyrir þetta siðleysi með hærra verði á vörum og þjónustu.

Þetta viðskiptasiðleysi er eitt tannhjólið í því að kynda undir verðbólgunni og þar með lakari lífskjörum í landinu.

Axel Jóhann Axelsson, 16.11.2010 kl. 09:11

12 identicon

Frábær ábending. Hef furðað mig á þessu sama!

Hildur (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 10:22

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Tek undir með Hildi!

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.11.2010 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband