Ætlar ríkisstjórnin að boða stórtíðindi?

Ríkisstjórnin mun halda sinn venjubundinn þriðjudagsfund sinn í Víkingaheimum á Suðurnesjum á morgun og mun fyrir fundinn ræða við sveitarstjórnir í sveitarfélögunum á svæðinu.  Á Suðurnesjum er mesta atvinnuleysi á landinu og fram til þessa hefur ríkisstjórnin barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum áhugasamra aðila til að stofna til nýrra atvinnutækifæra þar um slóðir.

Boðun þessa ríkisstjórnarfundar þarna suður með sjó og blaðamannafundur sem boðaður hefur verið í kjölfarið, hlýtur að benda til þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að láta af baráttu sinni gegn nýrri atvinnuuppbyggingu á Reykjanesinu og tilkynningar gefnar út um að grænt ljós hefði verið gefið og stuðningi heitið við nýtt álver, gagnaver, sjúkrahús og flugæfingafyrirtæki á flugvallarsvæðinu, endurskoðun á niðurskurði heilbrigðisstarfseminnar í Keflavík og jafnvel eitthvað "annað", sem stjórnarliðar hafa lengi haft á prónunum til aukinnar verðmætasköpunar.

Það yrði ríkisstjórninni til mikillar háðungar, að halda fund sinn í Víkingaheimum, ef ekkert kemur þar fram annað en vikulegt nöldur út í stjórnarandstöðuna fyrir að tryggja ekki stjórninni meirihluta, fyrst VG geri það ekki.


mbl.is Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það verði ekki tilkynnt að málin verði skoðuð og hugsanlega skipuð nefnd til að fjalla um hæfi nefndar sem skipa á til að fjalla um mögulega uppbyggingu á Reykjanesi. Það væri allavega í anda þessarar ríkisstjórnar!

Í meiri alvöru, ætli þetta ECA mál sé ekki frágengið og það verði tilkynnt á morgun (það væri eðlilegt framhald af þessari frétt http://feeds.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/11/03/herthotur_e_c_a_verdi_skradar_i_odru_landi/)

Björn (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 20:12

2 identicon

Uss,, þið megið ekki segja,, hef það fyrir satt að stórfelldar uppsagnir hjá hinu opinbera verði tilkynntar til viðbótar þeim sem þegar hafa verið ákveðnar í heilbrigðisgeiranum,,Þingmönnum verður fækkað í 21. auk fjárhagslegs ávinnings er talið að verulega dragi úr ágreiningi og muni skapa meiri starfsfrið,, þá verði forseta embættinu breytt í hálft starf,, og vinnutíminn verði eingöngu frá 09.fh til17. eh. Ráðherrar megi ekki starfa sem þingmenn,,heldur verði að starfa sem ráðherrar eingöngu,,Þá er fyrirhugað að hækka eftirlauna aldur um 5 ár. Og helminga greiðslur til fyrrum embættismanna á starfslokasamningum og eftirlaunum. td Fái Davíð Oddson hámarksgreiðsl kr. 2 millj. mánaðarlega til æviloka.

Bimbó (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband