Mótmælandi nr. 1

Á myndinni sem fylgir viðhengdri frétt virðist mega þekkja mótmælanda nr. 1 stika um Austuvöll í djúpum þönkum.  Ef til vill að hugsa um kampavínið og kavíarinn sem hann náði að gæða sér á í partýinu hjá "vores nordiske venner".

Þessi mótmælandi átti einu sinni flottasta bíl landsins og hóf mótmælaferilinn löngu fyrir hrun, eða þegar hann átti ekki lengur fyrir olíunni á farkostinn fína. 

Eins og mótmælandi nr. 1, þá stóð bíllinn fyrir sínu, eins og sjá má HÉRNA

 


mbl.is Mótmælt við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Maðurinn er auðvitað lýsandi fyrir alla mótmælendur. Enginn getur verið á móti stjórn- og auðvöldum nema hann sé nákvæmlega eins og Sturla. Og þess vegna eiga mótmælin engin rétt á sér.“

Er það þetta sem þú ert að reyna að segja eða... 

Rúnar Berg (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 16:56

2 identicon

Já, Rúnar, mótmælendur eru allir steyptir í sama mót (eða þannig).

Ég sé ekkert að því þó að Sturla hafi ekið um á atvinnutæki sem hann tók að láni og þurfti síðan að skila. Örugglega ekki sá eini. Algjör óþarfi að hlæja að grobbinu í honum núna, get ekki séð að slík Þórðargleði hafi neitt að segja.

Hver ert þú að ákveða hver hafi rétt á að mótmæla og hver ekki?

Ertu með reglur?

Ég mótmælti í búsáhaldabyltingunni og var sökuð um að vera VG-sinni og nú heyri ég VG-sinna ásaka mótmælendur um að vera sjalla.

Geturðu ekki bara glaðst yfir að mætingin hafi verið dræm af því að það er þínum málstað í vil?

Eva Sól (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 17:28

3 identicon

Kaldhæðni skilar sér illa yfir vefinn

Rúnar Berg (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 18:03

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

ÞAð er rétt Rúnar, að kaldhæðni skilar sér ekki alltaf vel yfir vefinn.

Eva Sól, hvaða "mínum málstað" er það í vil, ef mætingingin er dræm?  Ég veit ekki til þess að ég hafi neinn einkamálstað í lífinu, ég hef sömu hagsmuna að gæta og hver annar, en hins vegar hef ég oft bloggað um það, að skuldugustu heimili landsins skuli hafa algeran forgang varðandi hjálparúrræði, en ekki ætti að vera að blanda aðgerðum þeirra vegna við kröfur fólks, sem vel getur borgað skuldir sínar en vill það bara ekki.

Allra síst hef ég talið að elli- og örorkulífeyrisþegar ættu að niðurgreiða skuldir yngra fólks, sem gæti greitt þær sjálft.

Axel Jóhann Axelsson, 4.11.2010 kl. 18:45

5 identicon

Rúnar Berg. Regla nr. 1.

Ef það er hægt að misskilja eða snúa út úr því sem maður segir á vefnum þá verður það gert.

Alltaf í boltanum? (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband