Feitu karlarnir eru hálfgerðar lesbíur

Í tilefni helgarinnar, þegar fólk hópast á skemmtistaðina í leit að ból- eða ævifélaga, er rétt að minna á fréttina af því, að feitu karlarnir eru miklu betri í bólinu en beinasleggjurnar.  Þetta er nú vísindalega sannað í Tyrklandi, af öllum löndum, en þar hefur sáðlátstími karlpenings af ýmsu holdarfari verið vísindalega mældur og engin ástæða til þess að draga nákvæmnina í efa.

Helsta niðurstaða rannsókna Tyrkjanna er þessi:  "Meðalþrautseigja þeirra grönnu var aðeins rúmlega hálf önnur mínúta. En bumbukarlarnir héldu út í rúmar sjö mínútur."  Með þessu er árhundraða misskilningi eytt í eitt skipti fyrir öll, en í gegnum tíðina hefur kvenfólk frekar laðast að þeim beinaberu, en kyntröllin hafa oftast orðið að láta sér nægja "næst sætustu stelpuna á ballinu" eins og einn þjáningabróðir okkar fituklessanna orðaði þetta vandamál svo snyrtilega um árið.

Það eina sem skyggir á niðurstöðu þessarar merku rannsóknar er skýringin á því hvers vegna við, þessir feitu, erum svona miklir afbragðselskhugar, en hún er þessi:  "Munurinn stafaði ekki af því þeir feitu væri slappir og lengi að koma sér í gang, sögðu vísindamennirnir. En þéttvaxnir hafa í sér meira af kvenhormóninu estradiol sem seinkar fullnægingu."

Niðurstaðan er því eiginlega sú, að við hlunkarnir séum bara kerlingar.  Það sem verra er, bara hálfgerðar kerlingar, sem leiðir til þeirrar hundleiðinlegu niðurstöðu fyrir okkur, að sennilega er langbest fyrir kvenfólkið að vera bara lesbískt.


mbl.is Bólfimir bumbukarlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Ha!!!! Hvernig í ósköpunum færðu þetta út ?? Pólinesar á Kyrrahafi hafa vitað þetta öldum saman og ekki þurft fræðinga til. Annars eru Vesturlandabúar alltaf að uppgötva hjólið aftur.

Björn Jónsson, 23.10.2010 kl. 19:37

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Kynlíf er ekki bara einhver riðuveiki,kannski svolítil holdsveiki. Ástin er það sem máli skiptir, þá er allt hitt auðfengið, meira að segja raðfullnægingar ef það er það sem menn sækjast eftir.

Gísli Ingvarsson, 23.10.2010 kl. 22:44

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þarf maður þá að fara að endurmeta líf sitt Axel? Svona á efri árum?

Gunnar Heiðarsson, 24.10.2010 kl. 08:00

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er nú í nógu góðum holdum til að öðlast jafnvel kvenhylli í ellinni.

Axel Jóhann Axelsson, 24.10.2010 kl. 10:38

5 identicon

Ætlarðu að taka þér frí á kvennafrídaginn, vitandi af  þessum kvennahormónum flæðandi um allan búkinn?

Nei annars, þú fengir ekki frið fyrir öllum þeim kvennaskara  í bænum er þær sjá þennan holduga 7 mínútna búk í öllu sínu veldi.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 20:28

6 Smámynd: Birnuson

Sjö mínútur? Hálf önnur mínuta!?! Mér hefur verið kennt að það sé lítilsvirðing við konuna að halda ekki út í að minnsta kosti hálftíma.

Birnuson, 26.10.2010 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband