Heimskreppan sennilega ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna

Vinstri menn á Íslandi hafa verið óþreytandi við þann spuna, að kreppan á Íslandi sé algerlega Sjálfstæðisflokknum að kenna og sé algerlega einangrað fyrirbæri og ótengd öllu sem gegnið hefur á í veröldinni í fjár- og bankamálum á undanförnum árum.  Það er gamalt ráð frá Herman Göring, eins nánasta samstarfsmanns Hitlers á valdatíma nasistanna, að sé lygi endurtekin nógu oft, endi með því að fólk fari að trúa henni og það ráð hafa vinstri menn á Íslandi nýtt sér dyggilega í þessu efni, sem og svo mörgum öðrum.

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, hélt í dag ræðu yfir seðlabankastjórum alls staðar úr heiminum og hvatti til samstöðu þeirra í baráttunni við heimskreppuna, sem enginn þykist þó hafa heyrt af hér á landi og sagði m.a:  "Nú er hætt við því að samhljómurinn sem náðist við að ná tökum á fjármálakreppunni leysist upp í ærandi sundurleitan kór, þegar þjóðir heims reyna í auknum mæli að taka einar á málunum. Þessi þróun er vís til þess að leiða okkur öll í verri stöðu."

Hvergi í ræðunni mun Strauss-Kahn hafa minnst á sök Sjálfstæðisflokksins á heimskreppunni og ekki heldur nefnt á nafn nokkurn einasta íslenskan stjórnmálamann, sem hann vildi kenna um að hafa komið öllu í kalda kol í efnahagsmálum heimsins og ekki mun hann heldur hafa talið að hún hafi yfirleitt átt upptök sín á Íslandi.

Íslenskir vinstri menn munu alveg örugglega halda sig við ráð Görings eftir sem áður.


mbl.is Efnahagsbati heimsins „í hættu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Æi, var þetta þá Göring en ekki Göbbels. Þetta hefði ég nú átt að vita betur en þú því ég fæddist fyrir stríð. Ég gef mér að þú vitir þetta. En auðvitað var hrunið ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna einvörðungu. En hugmyndafræði hans gerði hrunið verra og kreppuna dýpri en þörf var á.

Þetta bull um run á bankana hefur fengið óþarflega mikið vægi. Run- ið kom sjálfkrafa þegar bankarnir hrundu 6. okt. Þá höfðu þjófarnir í bönkum og fjármálastofnum haft nokkra mánuði til að athafna sig frá þeim tíma þegar stöðva átti þjófnaðinn.

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin báru sameiginlega ábyrgð á mestum hluta þess klúðurs að eftirlitið brást.

Margir telja að bara það eitt að leggja niður Þjóðhagsstofnun hafi reynst bæði dýrt og örlagaríkt. 

Íslenska fjármálakerfið þoldi að sjálfsögðu minni röskun en svo að skuldir mætti auka upp yfir margfalda þjóðarframleiðslu.

Árni Gunnarsson, 18.10.2010 kl. 12:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað var það Göbbels en ekki Göring sem eru lærifeður þínir og annarra vinstri manna í áróðurslistinni, þeim félögum skolaði saman í hausnum á mér við skrifin.

Ekki hefur frést að einu einasta fjármálaeftirliti í heiminum, sem tókst að benda á hættuna af bankahruni og ekki bjargaði nokkur seðlabanki svo mikið sem einum viðskiptabanka frá hruni, fyrr en eftirá með gífurlegum fjáraustri inn í bankakerfin frá ríkissjóðum viðkomandi landa, sem annaðhvort létu peninga skattgreiðenda beint inn í bankana, eða með milligöngu seðlabanka.

Hvernig báru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ábyrgð á því klúðri að eftirlit brást alls staðar í heiminum?

Þú hlýtur að geta svarað því í upp úr Göbbelsfræðunum, sem þú og fleiri eruð svo sleipir í.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband