Eva Joly gengur of langt

Eva Joly hefur starfað sem ráðgjafi Sérstaks saksóknara við rannsóknir á meintum glæpum banka- og útrásargengja og hefur hún notið mikils meðbyrs í því starfi af hálfu þjóðarinnar, þó flestum sé nú farið að þykja að djúpt sé á niðurstöðum, en ekki einu einasta máli, sem einhverju skiptir, hefur ennþá verið lokið af þeim skötuhjúunum og vísað til dómstóla.

Nú er Eva Joly, sem komin er í forsetaframboð í Frakklandi, hins vegar farin að leggja Íslendingum lífsreglurnar í alls óskyldum málum og ætlar að halda blaðamannafund með Björk Guðmundsdóttur og fleirum til að skora á stjórnvöld að brjóta lög á Magma Energy með því að ógilda kaup þess á HS-Orku, sem nefnd forsætisráðherra (að vísu ólögleg og umboðslaus nefnd) úrskurðaði algerlega lögleg, eins og nefnd um erlenda fjárfestingu hafði áður gert.

Eva Joly ætti að láta Íslendinga sjálfa ráða sínum innanríkismálum, en halda sig við glæparannsóknirnar, því greinilega veitir ekki af öllum þeim tíma, sem hún hefur til þess starfs, a.m.k. miðað við árangurinn fram að þessu.

Björk er einnig miklu betri tónlistarmaður heldur en áróðursmaður, en þó hún kæri sig ekki um að búa á landinu og greiða sín gjöld til samfélagsins, er hún þó íslensk og ekkert við það að athuga, að hún skuli koma í heimsókn af og til í þeim tilgangi að siða til þá landa sína, sem hér vilja starfa og lifa af landsins gæðum.

 


mbl.is Joly tekur undir áskorun Bjarkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvaða lífsreglur ertu að segja Axel að Eva sé að leggja fyrir okkur?

Hún er að taka undir gagnrýni Bjarkar sem er hárrétt. Tugir þúsunda landsmanna töpuðu réttindum þegar lífeyrissjóðir töpuðu fjárfestingum í glæfrafyrirtækjunum Atorka-Geysir Green Energy. Það síðarnefnda var aðeins pappírsfyrirtæki líklega stofnað sem liður í umfangsmiklum blekkingum og svikum. Þá töpuð hundruðir sparnaði sínum í þessum í formi hlutabréfa. Er það þetta svínarí sem þú ert að verja?

Um 20.000 Íslendinga eða um 7% hafa undirritað áskorun Bjarkar Guðmundsdóttur. Við sem undirrituðum viljum stoppa þessa braskstefnu að leyfa enn einum fjárglæframanni að gera orkuna okkar að féþúfu. Vitað er að hann hyggst selja Kínverjum eða öðrum þá hagsmuni sem Sjálfstæðisflokkurinn er einmitt svo áfjáður að afhenda þessum braskara.

Af hverju voru lífeyrissjóðirnir hlunnfarnir? Það eru maðkar í mysunni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2010 kl. 18:51

2 Smámynd: Elle_

Axel Jóhann, gríðarleg vinna liggur að baki glæparannsóknum og Eva Joly sagði strax að málið væri 5-falt stærra en stóra Elf-málið og hafi það tekið um 5 ár að rannsaka og að vanalega tækju slík mál langan tíma.  Fyrst hafði sérstakur saksóknari alls ekki nægan mannafla, fáránlega lítinn að vísu. 

Elle_, 12.10.2010 kl. 18:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er ekki að verja eitt eða neitt, nema íslensk lög, en tvær nefndir á vegum ríkisstjórnarinnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, eftir ítarlegar rannsóknir, að þessi kaup hafi verið algerlega lögleg.  Það sem framkvæmt er samkvæmt lögum og reglum landsins hlýtur að vera löglegt og kemur því ekki hægt að blanda því saman við tap lífeyrissjóða eða annarra fjárfesta á einhverju öðru braski.

Eva Joly er ráðin hingað til að rannsaka lögbrot og hef ég margoft fagnað aðkomu hennar að þeim málum, þó manni sé farið að finnast nokkuð langur tími sé kominn í þessar rannsóknir, án þess að árangur sé farinn að sjást.  Við þær rannsóknir á frú Joly að halda sig og vera ekki að skipta sér af innanlandsmálum að öðru leyti.

Það hefur aldrei verið vel séð hér á landi, að útlendingar séu að skipta sér að þeim málum, sem þeim kemur ekki við og það sama á við hér.  Hver kemur til með að kaupa raforkuna hlýtur að ráðast af því, hverjir koma til með að reisa stóriðjuver hér í framtíðinni og hvort það verða Kínverjar eða einhverjir aðrir, kemur bara í ljós.

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2010 kl. 19:00

4 Smámynd: Elle_

Og ég vil að Eva Joly hjálpi okkur við hvað sem hún getur og finnst hún vel mega það.  Konan hefur verið okkar bjargvættur oft gegn erlendum öflum og villingunum sem við erum með við völd.  Gróðaníðingar ættu ekki að eignast auðlindir okkar og ríkisfyrirtæki. 

Elle_, 12.10.2010 kl. 19:01

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Élle, lögin taka ekki endilega mið af tilfinningum einstaklinga.

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2010 kl. 19:03

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvaða lög ertu að vísa í Axel?

Ef þú hefðir verið á fundinum s.l. fimmtudag þar sem fjallað var um þessi mál, upplýsti formaður nefndarinnar sem átti að skoða lögmæti sölunnar, að nefndin hefði EKKI getað svarað afgdráttarlaust með já eða nei. Íslensk lög eru mjög misvísandi, óljós og loðin. Hins vegar var „fréttin“ ekki í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar.

Rétt er að hafa það satt er sem næst er sannleikanum. Hins vegar eru fréttamiðlar mjög hlutdrægir. Það hefur því miður oft komið í ljós.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2010 kl. 19:05

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef einhver vafi leikur á lögmætinu, þá ætti að vera einfalt að fá úr málinu skorið fyrir dómstólum.  Það þarf ekki útlendinga til að reka slíkt mál.

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2010 kl. 19:10

8 identicon

Axel Jóhann,

Er þetta ekki sem koma skal að það verða einhverjir útlendingar sem koma til með að segja Íslendingum hort þeir eigi að gera þarfir sínar í kop eða klósett?

Össur, íslenzka lukkutröllið kemur til með sjá til þess.

Kominn tími til að venjast húsbóndanum í Brussel og Strassburg.

Johann Kristinsson (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 20:32

9 identicon

Magma er duglegt við að kaupa upp auðlindir fátækra þjóða, þeir eiga til dæmis orðið nánast allt gullið í Perú, sem er Perúbúum jafn mikilvægt og fiskurinn Íslendingum.......og þeim nú líklega eilíflega glataður. Kynntu þér líka hvernig tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem ríkisstjórnir hafa verið nógu heimskar, óupplýstar og leiðitamar til að fylgja þeim, hafa rústað varanlega efnahag landa, til dæmis Argentínu, sem er öreiga þjóð, á ekki einu sinni sitt eigið vatn lengur, hvað þá annað. Við Íslendingar verðum öreigar í eigin landi, öll sem eitt, ef við fylgjum tillögum þessara manna. Þú kvartar yfir að heimsborgarinn Björk sem þekkir heimsmálin vítt og breitt skuli dirfast að tala eða kona sem kannski menntaðasta þjóð heims, Frakkar, kunna nógu vel að meta til að hún eigi séns í forsetan þar. Ég leyfi mér að efast um að þú sjálfur sérst vel lesinn um mál sem tengjast fyrirtækjum líkt og Magma og slóðinni sem þau skilja eftir sig. Lestu nokkrar bækur um málið, reyndu að hugsa út fyrir þinn níðþrönga landa, og hafa smá sómatilfinningu og samvisku gagnvart komandi kynslóðum. Ég skil hvorki hvernig þú getur sofið né litið í spegil og verið predikari hrægamma sem hafa lagt heilu löndin í rúst. Ef þú getur það hlýtur fáfræði þar að valda, eða siðleysi, vonandi það síðarnefnda. Með virðingu fyrir komandi kynslóðum Íslands og með samstöðu með fórnarlömbum eignanáms skuldsettra þjóða og mannréttindabrota sem á þeim hafa verið drýgð.

- Íslendingurinn

Íslendingurinn (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 00:49

10 identicon

* "þinn nýðþrönga landa" þarna átti að vera "........ramma. "

Sofandi leiða þeir sauðina til slátrunar. Megi fjárhundarnir vera með þér. Þú sjálfur ert vonlaus til að gæta eigin hagsmuna eða afkomanda þinna ef þú ert svona mikill sauður í raun og veru.....

Íslendingurinn (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 00:51

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú, sem sýnir það siðleysi og ræfildóm að skrifa undir dulnefninu Íslendingurinn og vegur að æru annarra með skítkasti og svívirðingum úr rottuholu þinni, ættir að lesa pistilinn, sem þú ert að leggja út af, aftur og reyna að skilja um hvað hann snýst, og a.m.k. reyna að hugsa áður en þú skrifar.

Í pistlinum var eingöngu verið að fjalla um það sem er löglegt og ekki löglegt í sambandi við þessa sölu á HS-Orku til Magma Energy.  Þegar því var mótmælt að salan stæðist lögin fullkomlega, svaraði ég því að auðvelt ætti að vera að skera úr ágreiningi þar um fyrir dómstólum landsins.

Reyndu svo endilega að vera ekki svona sauðslegur í skilningi þínum í framtíðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 13.10.2010 kl. 08:50

12 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hún á ekki að koma nálægt svona málum - né nokkru öðru en þeim málum sem henni er falið að vinna að á vegum saksóknara -

Hér er hún fulltrúi græningja. Sennilega orðin óhæf til þeirra starfa sem hún var ráðin til.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.10.2010 kl. 09:40

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er þetta rétt með Perú? Ef Íslendingur hefur rétt fyrir sér er það þá rétt að væna hann um siðleysi, aðeins af þessari ástæðu að hann er að benda á e-ð sem hann telur vera rétt?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2010 kl. 13:32

14 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er ábyggilega gott að búa í útlöndum og raka sman peningum, og geta svo farið til ósnortinar eyju í sumarfrí. En málið er það að á meðan það býr fólk í eyjuni sem væntanlega fjölgar sér, þá getur eyjan ekki verið ósnortin. Bara vegna þess að við sem þar búum þurfum að lyfa!!! Svona einfalt er þetta Björk mín, nema þú ættlir að halda okkur uppi!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.10.2010 kl. 16:20

15 identicon

Eins og ég sagði, þú gætir sem best bara verið svona fáfróður, en þá er kannski rétt að kynna sér málin og tala svo. Það var enginn að vega að æru neins, og það sem ég hef að segja um Magma og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru bara staðreyndir, sem tala fyrir sig sjálfan. Frönsk fyrirtæki eiga orðið vatnið í flestum borgum Argentínu og greiða íbúar þeim vatnsreikning (sem er skrúfað fyrir ef þú getur ekki borgað á réttum tíma! ....Allir gætu lent í slíkum aðstæðum, þú líka, ef til dæmis fjölskyldumeðlimur fengi sjaldgæfan sjúkdóm og þarfnaðist dýrar meðferðar, svipað og Ella Dís....foreldrar hennar væru líklegast vatnslausir þar!)  Argentínumenn fóru út í það að selja allt sem hugsast gat afþví AGS stýrði þeim í þá átt.......og þeir munu aldrei eignast það aftur. 

Þetta er kannski sú framtíð sem þú óskar afkomendum þínum, vonandi ekki, heldur bara fáfræði.....Farðu að lesa og hættu að vera með innantómt nöldur. Eins og lögreglan segir "Fáfræði afsakar ekki glæpinn". Lesa fyrst, hugsa svo, þá fyrst tala....í réttri röð. Gjamm af götunni og blaðalestur telst ekki með. Sorrý.

Kveðja, Íslendingurinn

Íslendingurinn (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 19:20

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þar sem moldvarpan "Íslendingur" skildi greinilega ekki um hvað upphaflegi pistillinn fjallaði, né svarið til hans hér að ofan, verður reynt aftur, með því að endurbirta hluta af svarinu og vonandi nær þessi grímubúni naggari að skilja það núna:

"Í pistlinum var eingöngu verið að fjalla um það sem er löglegt og ekki löglegt í sambandi við þessa sölu á HS-Orku til Magma Energy.  Þegar því var mótmælt að salan stæðist lögin fullkomlega, svaraði ég því að auðvelt ætti að vera að skera úr ágreiningi þar um fyrir dómstólum landsins."

Axel Jóhann Axelsson, 13.10.2010 kl. 19:35

17 identicon

Mér finnst eðlilegt fólk álykti að þú sérst á  máli Magma, eins konar launalaus talsmaður þeirra, nokkurs konar and-hugsjónamaður, fyrst þú þarft að skrifa heila grein til að gagnrýna Joly fyrir að dirfast að tjá skoðanir sínar á málum sem hún er í alla staði sérfróð um. En þú villt banna sérfræðingum að tjá sig? Afhverju? Manni dettur auðvitað helst í hug afþví þeir séu ósammála þér. Það er engin önnur rökrétt ástæða fyrir að þú viljir meina einni hæfustu manneskju heims til að dæma í þessu máli að ráðleggja öðrum.

Jón Einarsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 02:47

18 identicon

Ég starfa í ferðamannaiðnaðinum og hef hitt fullt af túristum sem koma hingað afþví Björk vakti áhuga þeirra á landinu. Ég býst við að þúsundir manns hafi komið hingað út af tilveru Bjarkar Guðmunsdóttur. Hún hefur því skilað þjóðinni milljörðum meira í tekjum en þú sjálfur munt nokkurn tíman gera, og það afrekaði hún sem einstaklingur, á sínum eigin forsendum, með sínum eigin hæfileikum og hugrekkinu að vera hún sjálf. Hvað hefur þú gert fyrir þetta land? Hver ert þú að gagnrýna þér hugrakkara fólk, eins og Joly og Björk?

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 02:51

19 identicon

Það skiptir ekki máli hver er íslenskur, heldur hverjum stendur ekki á sama. Verk tala hærra en orð. Joly er ALVÖRU Íslandsvinur, og ekkert skrýtið Frakkar vilji fá hana sem forseta.

Gvendur (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 08:17

20 identicon

Hver undirskrift gæti ráðið úrslitum : http://www.orkuaudlindir.is

Gvendur (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 08:18

21 identicon

Björk gerði Ísland "kúl". Ef Björk væri ekki til, væri Airways hátíðin, sem halar milljónum inn í landið ekki til og Yoko hefði aldrei komið hingað með friðarsúluna. En borgaðu bara áfram þinn litla skatt, eflaust möglandi, og kvartaðu yfir því að besti sendiherran okkar erlendis, sem býr þar auðvitað eins og óþarfari og verri sendiherrar, skuli draga hingað milljónir manns og milljarða í ríkiskassan með að koma okkur á kortið hjá ferðamönnum sem hafa engan áhuga á náttúru og víkingum og hefðu venjulega bara farið til Berlínar eða New York. Þeir koma hingað ekki út af þér, væni.

Sigga (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 08:23

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hér koma inn hinar furðulegustu athugasemdir um að túristar komi ekki til landsins mín vegna og ekki annað að sjá, en slíkar athugasemdir komi frá fólki, sem enginn hefur hingað til heyrt af sem sérstökum túristabeitum, eða afrekað neitt annað en hver og einn gerir á sinni æfi. 

Pistillinn fjallaði bara ekkert um túrisma, heldur um lög landsins og virðingu fyrir þeim.  Tvær nefndir forsætisráðherra voru búnar að komast að þeirri niðurstöðu að salan til Magma á HS-orku væri í samræmi við íslensk lög og því var það gagnrýnt að útlendingur og íslendingur, búsettur erlendis, væru að hvetja til lögbrota hér á landi.  Síðan kom fram í athugasemd að ekki væri fullreynt að salan hefði verið lögleg og þá var því að sjálfsögðu svarað með því, að benda á einu löglegu leiðina til að fá úr málinu skorið endanlega og það væri að vísa því til dómstóla.

Furðulegt að sjá að síðan fara athugasemdir að snúast um það, hvort túristar komi til landsins til að skoða síðuskrifarann, Gullfoss og Geysi, eða eingöngu vegna Evu Joly eða Bjarkar Guðmundsdóttur.   Hvað kemur það landslögum við?

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2010 kl. 09:07

23 identicon

Eva Joly kom hingað til landsins afþví ríkisstjórnin er morandi í spillingu, og var Samfylkingin, flokkur Jóhönnu Sigurðardóttir, núverandi forsætiráðherra, bæði stór hluti af þeirri spillingu og helsti talsmaður útrásarvíkinga hér á landi. Eva Joly er því hæfari að dæma um þessi mál en gjörspillt ríkisstjórnin og leppar þeirra. Hún er kona sem nýtur virðingar á alþjóðavísu fyrir dómgreind sína og réttvísi, og gæti orðið næsti forseti Frakklands, sem er sjálft leiðarljós heimsins síðan á dögum frönsku byltingarinnar, og þær litlu ljósglætur upplýsingar og siðmenningar sem hingað hafa borist komu frá Frakklandi. Jóhanna aftur á móti er kona frá pínulitlu skeri út á hafsauga sem ekkert hefur afrekað merkilegt allt sitt líf, og nýtur ekki einu sinni traust sinna eigin landa. Joly er ólíkt betur treystandi en henni, og ég er nokkuð viss um að 99% Íslendinga vildu fengir fá Joly í staðinn. Þú ert kannski einn af örfáum sem eru svo heimskir að treysta þessu liði og vera búinn að gleyma afhverju Joly kom hingað í fyrsta lagi, eða undir hvaða ásökunum Ingibjörg fyrrum herra Jóhönnu situr.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 14:07

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg ótrúlegt að lesa enn eina athugasemdina frá huldumanni, sem greinilega skilur ekkert hvað hann er að lesa og að minnsta kosti ekki um hvað er verið að skrifa og ásaka svo aðra um heimsku.

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2010 kl. 15:07

25 identicon

"nefnd FORSETISRÁÐHERRA (að vísu ÓLÖGLEG og UMBOÐSLAUS nefnd) úrskurðaði "

Flestum stjórnmálamönnum í dag er jafn treystandi og milljónerunum sem segja þeim hvernig þau eigi að sitja og standa og gellta, og þau hlýða sem hlýðnir hundar og gera allt sem þeir segja, þó landið fari á hausinn. Joly kom hingað til að bjarga okkur frá þessu pakki og þeirra ólöglega , og það sem alvarlegra er, siðlausa, braski. Hún var valin afþví hún er specilasti í að grafa upp spillingu og gerði það í þessu máli sem öðrum.

Alex (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 15:27

26 identicon

Vanhæf ríkisstjórn !!!

Jóhann Jónasson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 15:29

27 Smámynd: Elle_

Axel Jóhanni, eftir að ég skrifaði ofanvert, sagði Eva Joly opinberlega í RUV að auðlindir okkar og mannauður væru eftisóknarverð fyrir Evrópusambandið og að við ættum heima þar.  Eva Joly var þarna ekki að tala fyrir okkur, heldur Evrópusambandið.  Og það í útvarpi landsmanna.  Og hún bætti við að kannski kæmi Noregur á eftir okkur.  Dreg nú til baka skoðun mína á afskiptum hennar af okkar málum, nema vinnunni sem hún var að vinna við hjá sérstökum saksóknara.  Hélt það væri vel meint vegna ICESAVE og MAGMA.  Hinsvegar fannst mér Eva Joly vera að vinna fyrir hag EU þarna, og kannski Frakka, ekki meginþorra þjóðanna 2ja sem vilja ekkert þangað inn.

Elle_, 20.10.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband