Veruleikafirrtir þingmenn

Hvernig í ósköpunum ætli að standi á því, að á meðan tunnur eru barðar á stærsta útifundi sögunnar á Austurvelli, vegna vanda heimilanna í landinu og ræfildómi ríkisstjórnarninnar til að koma til móts við þann vanda og getu- og viljaleysinu til að koma hjólum atvinnulífsins til að snúast, þá dettur þingmönnum ekki í hug að leggja einhverjar hugmyndir til málanna til lausnar vandans og hugsa ekki einu sinni um hann.

Fimmtán þingmenn leggja nú fram í tíunda sinn, frumvarp um að banna kjarnorkuvopn á landinu og í nágrenni þess, eins og mesta vandamálið sem nú sé við að glíma hérlendis séu haugar af kjarorkuvopnum, kjarnaknúnum skipum eða kjarnorkuúrgangi.

Á meðan þingmenn eru svona gjörsamlega veruleikafirrtir og skilja ekki ennþá, að almenningur er að kalla eftir því að öll svona gæluverkefni verði sett í salt á meða fjallað er um alvöru mál og þau leyst, verður ekkert lát á mótmælafundum á Austurvelli.

Þessir fimmtán þingmenn eru sjálfum sér og Alþingi til stórskammar.


mbl.is Frumvarp flutt í tíunda sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Hjartanlega sammála, þetta sýnir best hvað þetta lið þarna í Alþingishúsinu er gjörsamlega úr takt við allt og alla í þessu samfélagi. Nú þarf að bera ALLA út, ekki hafa þau vit á að fara sjálfviljug svo mikið er víst!

Edda Karlsdóttir, 6.10.2010 kl. 11:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef þessir þingmenn mættu vera að því að hugsa örlitla stund um annað en aðsteðjandi kjarnorkuvopnaárás á landið, ættu þeir að skoða ÞESSA samantekt á uppboðsbeiðnum.  Þá sæu þeir að það eru opinberir aðilar sem flestra uppboða krefjast, en ekki bankarnir, sem Jóhanna eyddi miklu púðri í að skamma í stefnuræðu sinni.

Það er í verkahring þessara þingmanna að breyta lögum, ef þarf, til að greiða fyrir skuldaaðlögun einstaklinga.  Það er brýnna en hættan á kjarorkuárásinni, sem virðist vera að plaga þingmenn stjórnarinnar um þessar mundir.

Axel Jóhann Axelsson, 6.10.2010 kl. 11:56

3 identicon

Sæll og blessaður; Axel Jóhann - og aðrir gestir þínir !

Svo má líka; benda á, að Óla Birni Kárasyni girðingarverði, var skákað út af þinginu, svo braskara frúin; Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, settist aftur í sæti sitt - jafn siðblind og fáráð, og hún hefir jafnan verið.

Óli Björn; hefir þó sýnt lit á áhuga, fyrir ýmsum framfara málum, málum; sem ekki snúa einvörðungu, að velferð hans eigin bakhluta, heldur landsmanna allra.

Þar skilur; á milli þeirra Þorgerðar - ég gleymi aldrei; óþurftarverki hennar, gagnvart okkur, með hundraða % hækkunina, á afnotagjöldum RÚV, Axel Jóhann, svo; aðeins sé minnst á hennar skrum - sem fordild, alla.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 12:07

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þó hugsunin á bak við frumvarpið sé göfug og fín er þetta er gersamlega óraunhæft og í ljósi tímasetningarinnar hreinlega galið.

Allt að tíu ára fangelsi á að vera við brotum á lögunum samkv. frumvarpinu .  Hvernig á að framfylgja lögunum, á að láta Ægi og Tý hertaka vígdrekana?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2010 kl. 12:09

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Fullkomnlega sammála þér Axel.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.10.2010 kl. 12:31

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

15.000 manneskjur eru án vinnu, loforð Jóhönnu, frjálsar handfæraveiðar, er gleymt.

Fátæk Þjóð gæti bjargað sér, lagaðist mynni Jóhönnu.

Aðalsteinn Agnarsson, 6.10.2010 kl. 12:40

7 Smámynd: Elle_

Alþýða landsins er bara alls ekki númer eitt fyrir þessa stjórn og ég er sammála pistlinum, Axel Jóhann.  Líka Óskari Helga varðandi Óla Kárason og Þorgerði.  Þessa konu ætti að rannsaka í bak og fyrir og hefði aldrei átt að hleypa henni nær alþingi en að girðingunni þangað sem mótmælendur AGS-stjórnarinnar fá að fara.

Elle_, 6.10.2010 kl. 12:41

8 identicon

Það er algerlega nauðsynlegt að koma í veg fyrir að landið fyllist af kjarnorkuvopnum.Enn gallin er að ég man ekki eftir neinum sem var á leiðini með slatta af kjarnorkuvopnum til að geyma hér á landi.Það liggur greinilega meira á banninu enn að gera eitthvað fyrir fólk og fyritæki þessa lands

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 12:56

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er alveg sammála um að það var óskynsamlegt af Þorgerði Katrínu að taka aftur sæi á þinginu núna.  Hafi hún hug á áframhaldandi setu þar, þá átti hún a.m.k. að bíða fram að næstu kosningum og endurnýja þá umboð sitt til þingsetunnar.  Hefði hún fengið stuðnings til framboðs frá stuðningsmönnum flokksins og í framhaldinu náð kjöri í þingkosningum, þá hefði nákvæmlega ekkert verið athugavert við endurkomu hennar á þing.

Fyrst hún á annað borð tók sér leyfi frá þingstörfunum, átti hún ekki að snúa til baka núna, enda forsendurnar sem hún gaf fyrir frítökunni ennþá óbreyttar og ekkert nýtt komið fram, sem breytir þeim forsendum.

Axel Jóhann Axelsson, 6.10.2010 kl. 13:15

10 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Ég hlýt; að þakka Axel Jóhanni síðuhafa, einarðlegt svarið, við mínum ábendingum.

Reyndar; er Þorgerður Katrín, langt í frá, ein um um siðspillinguna, innan raða ''Sjálfstæðisflokksins'' - skáka mætti þeim fleirri út, þó ég láti nafna talninguna eiga sig, um stund.

Og þó; banamaður, allflestra Sparisjóða landsins, Pétur H. Blöndal, mætti svo sannarlega, taka pokann sinn, snarlega. Veruleikafirrtur maður, sem aldrei hefir getað sett sig inn í misjafnar aðstæður, þorra landsmanna.

Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 13:59

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar Helgi, ég er algerlega ósammála þér um Pétur Blöndal, hann er snillingur og betra væri að farið væri að hans ráðum í ýmsum málum.

Nornaveiðar hafa engan tilgang, en á sínum tíma bloggaði ég um að best gerði Guðlaugur Þór sjálfum sér og flokknum með því að taka sér frí frá þingstörfum fram að næstu kosningum og reyna þá að endurnýja umboð sitt.  Tekið skal fram að ég kaus Guðlaug í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og gæti vel hugsað mér að gera það aftur.

Axel Jóhann Axelsson, 6.10.2010 kl. 14:05

12 identicon

Það stafar alveg gríðarleg hætta af fólki sem veður hér um allar götur hlaðið kjarnorkuvopnum.Þetta getur ekki annað en endað með stórslisy.Sérstaklega núna þar sem mikið er af fólki á götunum  Það eru svo margir sem eiga ekki heimili lengur og þa er bara gatan

ingo skulason (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 14:10

13 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Svo þegar þessi kjarnavopn verða frá þá mætti athuga hvort að ekki mætti efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn úr NATO.  Já og ekki má gleyma því að hækka mætti aldurstakmark í sólarbekki í 20- 25 ára.  Banna bíkini á sundstöðum og í Nauthólsvík enda ýtir það bara undir klámvæðingu og alþjóðlegt mannsal.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.10.2010 kl. 15:12

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svo mætti setja nefnd í að rannsaka áhrifin af banni við dansi á súlustöðum og hvaða áhrif bannið hefur haft á vellíðan og hamingju þjóðarinnar út frá kynjuðu sjónarhorni.

Axel Jóhann Axelsson, 6.10.2010 kl. 15:18

15 Smámynd: Hamarinn

Þetta minnir á 3 mál á dagskrá Alþingis í janúar 2009.

Sigurður Kári og bjór í búðir.

Þingmenn allra flokka eru veruleikafyrrtir.

Hamarinn, 6.10.2010 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband