Endemis rugl í Árna Þór

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, setti fram furðulega röksemdarfærslu á Alþingi í dag, þegar hann var að réttlæta tillögurnar um ákærur á hendur nokkrum fyrrverandi ráðherrum, sem VG þráir heitast að niðurlægja fyrir þjóðinni og sýna umheiminum hvað það séu kaldir karlar og kerlingar, sem nú eru við völd í landinu.

Árni heldur því fram að með því að fella tillögur um ákærur, þá sé þingið að kveða upp sýknudóm yfir þessum ráðherrum, en með því að samþykkja kærurnar sé alls ekki verið að gefa í skyn að þeir séu sekir.  Að ganga úr skugga um að svo sé, sé seinni tíma mál og allt annarra en þingsins, að fella þann dóm.

Þetta verður að teljast furðulegasti málflutningurinn til þessa í þeim pólitíska skollaleik, sem VG, Hreyfingin og hluti Samfylkingarinnar leika í þinginu þessa dagana og tefja um leið umræður um þarfari mál, sem á þjóðinni brenna.

Allir hljóta að sjá hvílík endemis della það er, að segja að ef þú ákærir einhvern, sért þú ekki að gefa í skyn að hann sé sekur, en ef þú ákærir ekki, þá sértu þar með að sýkna einhvern.  Að sjálfsögðu fer enginn að ákæra annan og stefna honum fyrir dómstóla, nema telja viðkomandi sekan um lögbrot.

Líklega eru þessir þingmenn undantekning frá þeirri reglu, enda bara í pólitískum hefndarleiðangri gegn andstæðingum sínum í stjórnmálum.


mbl.is Landsdómur dæmir - ekki Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Árna finnst það nauðsynlegt, að landsdómur, verði notaður sem enn eitt rannsóknarúrræðið vegna hrunsins.  Er þá ekki hægt að kæra Árna bara og stefna honum í Héraðsdóm, því grunsemdir eru uppi um vafasaman hagnað hans af stofnbréfum í SPRON?  Ætli hann tæki því ekki fagnandi að fá að hreinsa sitt mannorð fyrir dómi, hafi hann ekki framið neitt refsivert? 

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.9.2010 kl. 13:34

2 identicon

Það kemur æ betur í ljós hversu vitlaust þetta kerfi okkar er. Auðvitað eiga alþingismenn og ráðherrar ekki að vera undir öðru komnir en okkar hefðbundna dómskerfi. Og það á að vera hægt að kæra þá fyrir brot í starfi og dæma þá í því kerfi. Það veitir þeim þá aðhald sem gæti kannski gert það að verkum að þeir vinni betur.

Það að eiga yfir höfði sér sekt fyrir að aka of hratt gerir það að verkum að flestir gæta að hámarkshraða!

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:45

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi málsmeðferð minnir á áróðursbragð Nixons og hans meðreiðarsveina, en það gekk út á að ljúga ávirðingum upp á andstæðinga sína og koma þeim í þá aðstöðu, að þurfa að verja sig, þó áburðurinn væri hreinn uppspuni.  "Komið sögunum af stað og látið svo helvítin þurfa að hafa fyrir að neita þeim", var hertæknin.

Kæruliðar á þinginu virðast hafa gengið í smiðju Nixons og tileinkað sér hans hertækni.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2010 kl. 14:21

4 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Þetta er einmitt alveg hárrétt greining hjá Árna Þór. Ruglið er í ykkur hinum sem bullið og bullið gegn landsdómi. Auðvitað er miklu betra fyrir þetta fólk að fá úr þessu skorið fyrir landsdómi. Æra þess er farin ef ekki fæst annar dómur en pólitískt skæklatog vanhæfra einstaklinga á alþingi. Ég mun alltaf líta á þessa ráðherra sem bullandi seka ef vinir og pólitískir venslamenn þeirra á alþingi forða þeim undan réttlátri dómsmeðferð. Hver veit nema landsdómur sýkni einhver þeirra!

Kristján H Theódórsson, 28.9.2010 kl. 14:30

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristján, um hvað munt þú ávallt telja þá seka, verði Nixonaðferðinni ekki beitt á þá?

Margir virðast halda að einhver allsherjarrannsókn á öllum gerðum ríkisstjórnarinnar og ráðherranna í nokkur ár fyrir hrun fari fram, ef ráðherrunum verði bara stefnt fyir Landsdóm, en það er mikill misskilningur.

Fyrir Landsdómi fer ekki fram rannsókn á neinu, nema því sem sú tillaga sem samþykkt kann að vera á Alþingi fjallar nákvæmlega um.  Dómurinn rannsakar ekkert annað en þar kemur skýrt fram og dæmir því síður um einhver allt önnur hugsanleg brot, en ákært er fyrir.

Í lögum um Landsdóminn segir:  "13. gr. Ákvörðun Alþingis um málshöfðun gegn ráðherra skal gerð með þingsályktun í sameinuðu þingi, og skulu kæruatriðin nákvæmlega tiltekin í þingsályktuninni, enda sé sókn málsins bundin við þau. Jafnframt kýs Alþingi mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast. Enn fremur kýs sameinað Alþingi fimm manna þingnefnd með hlutfallskosningu til þess að fylgjast með málinu og vera saksóknara Alþingis til aðstoðar."

Samkvæmt þessari grein verður ekkert tekið til rannsóknar fyrir dómi annað en það sem fram kemur í tillögum Atlanefndarinnar.  Þær tillögur snúast eingöngu um hvort ráðherrarnir áttu, eða gátu, minnkað bankakerfið á árinu 2008, að þeir hafi ekki boðað ráðherrafundi um bankamálin, ekki látið semja skýrslu um hugsanlegar afleiðingar bankahruns (sem enginn trúði að yrði nokkurn tíma að veruleika) og nokkur fleiri atriði í þessum dúr.

Ekkert annað en það sem kemur fram í tillögum Atlanefndarinnar mun því verða tekið til skoðunar fyrir Landsdómi, verði tillögurnar samþykktar.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2010 kl. 14:47

6 identicon

Flögrar það að Kristjáni H. Theódórssyni að lýðræðisríki muni hvert af öðru feta í fótspor Íslendinga og koma á fót Landsdómi? Að það verði altso álit lögspekinga um víða veröld að það væri, fyrir lýðræðisríki jarðar, spor fram á við, réttarfarslega, að taka upp Landsdóm að hætti Íslendinga?

Og ef þetta hvarflar svo mikið sem 15 sekúndur að Kristjáni H. Theódórssyni, hvað segði það þá um greindarfar hans? 

asdis o. (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 14:47

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því má bæta við, að Atlanefndin gefur hvergi í skyn, eða ákærir ráðherrana fyrir að hafa borið ábyrgð á banka- eða efnahagshruninu, heldur er gefið í skyn að þeir hefðu hugsanlega getað gert einhverjar ótilgreindar ráðstafanir til að takmarka tjónið af hruninu að einhverju leiti. 

Það er svo aftur annað mál, hvernig á að meta slíkt og ekki gerir nefndin tilraun til þess.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2010 kl. 14:51

8 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Ég þori alveg að leggja mína greind á móti ykkar . En við hvað er fólk hrætt? Ef ekki er tilefni til sakfellingar þá kemur það á daginn. Gefum okkur að þeir einstaklingar sem skipa landsdóm hafi ekki minni réttlætiskennd og eða minni lögfræðiþekkingu en besservisserar þeir sem hæst gala til stuðnings þeirra sem voru á vakt þegar allt hrundi.

Kristján H Theódórsson, 28.9.2010 kl. 14:57

9 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Til stuðnings þeim -átti það að vera!

Kristján H Theódórsson, 28.9.2010 kl. 15:03

10 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Mergur málsins er einmitt málið, hann virðist vera eingöngu pólitískur. Svo pólirískur að þetta þvaður hans Árna og hans flokksmanna er farið að minna á pólitískar NORNAVEIÐAR.

Góður pistill Axel eins og oft áður.

Gylfi Björgvinsson, 28.9.2010 kl. 15:07

11 identicon

Þið eruð semsagt á því, Kristján H. Theódórsson og Fyrrverandi Sjálfstæðismaður, að lögspekingar í lýðræðisríkjum muni upp til hópa líta á upptöku Landsdóms, að hætti Íslendinga, sem spor fram á við í vestrænu réttarfari; og þar með einboðið fyrir lýðræðis- og réttarríki heims að koma sér upp Landsdómi hið snarasta. Sem réttarfarslegi betrumbót. Gott og vel; með slíkri skoðun hafið þið, Kristján H. Theódórsson og Fyrrverandi Sjálfstæðismaður, opinberað fyrir lesendum á hvaða greindarstigi þið eruð. Æ æ æ, finnst ykkur það ekki leiðinlegt?   

asdis o. (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 15:28

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristján, ert þú ekki akkúrat það, sem þú ert að reyna að klína á aðra, þ.e. besservisser.  Að minnsta kosti virðist þú telja að þínar skoðanir séu miklu merkilegri en annarra. 

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2010 kl. 15:41

13 Smámynd: Elle_

Langverst finnst mér við landsdómslögin að stjórnmálamönnum, kannski sjálfum kolspilltum og stórsekum, sé ætlað að ráða hvaða stjórnmálamenn verði kærðir eða ekki.  Hver heldur að Árni Þór, Guðbjartur, Jóhanna, Steingrímur, og allir hinir í Icessave-stjórnarflokkunum séu hæfir um það??  Hver og einn einasti þeirra nema Lilja M. og Ögmundur vildu Icesave-glæpinn yfir okkur.  Og ég vil að þau verði kærð fyrir OPINBERAN ICESAVE-GLÆP.  Hví hafa þau ekki enn verið kærð??

Elle_, 28.9.2010 kl. 15:55

14 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Haha, nenni ekki að standa í þrasi við ættingja og vini og núverandi flokksfélaga þessa blessaða fólk sem þáði með glöðu geði þóknun fyrir þá miklu ábyrgð sem það þóttist taka á sínar herðar, en þykist nú hafa verið algjörlega ábyrgðarlaust í öllum sínum stjórnarathöfnum líkt og kveðið er á um Forsetann blessaðan.

Ég get bara ekki með nokkru móti skilið að ekki megi ákæra þetta blessað fólk ,rétt eins og nímenningana úr hópi mótmælenda sem engin grið er gefin? Má þó vafalaust benda á að miklu fleiri beri þar"sök" og jafnvel meiri!

Kristján H Theódórsson, 28.9.2010 kl. 15:59

15 Smámynd: Elle_

Vil bæta við að ég var ekki að segja að ég vildi ekki að menn yrðu kærðir, heldur finnst pólitíkusar ekki eigi að ráða neinu um það.  Líka held ég að Ásdís að ofan mætti sleppa að dæma greindarvísitölu manna!  Hver gaf henni það vald??

Elle_, 28.9.2010 kl. 16:17

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Elle, eins og þú hef ég aldrei mótmælt því, að verk ráðherra, eins og annarra, væru rannsökuð og ef þau teldust vera saknæm, þá yrði þeim stefnt fyrir dómstóla, rétt eins og hverjum öðrum, sem talinn er hafa brotið lög.  Eins og þér finnst mér algerlega fáránlegt að pólitískur skrípaleikur ráði því hver verði ákærður og hver ekki og það án sakamálarannsóknar.  Í máli níumenninganna hafði slík rannsókn farið fram, áður en þeir voru ákærðir.  Þar nutu þeir meiri mannréttinda en ráðherrarnir í sambandi við stefnuna fyrir Landsdóm.

Ég er líka sammála þér um það að hvorki Ásdís eða Kristján hafi vald til að dæma um greindarvísitölu annarra.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2010 kl. 16:27

17 Smámynd: Elle_

Já, akkúrat, Axel Jóhann, fyrir kæru þurfa að vera lagaleg rök og hver sem er getur kært.  Og fyrir ákæru, orð sem ég ætlaði að nota að ofan og notaði af mistökum orðið kæra, þurfa bæði að vera lagaleg rök og rannsókn.  Mikill munur er á ákæru og kæru.  Og fáránlegt að pólitíkusar hafi ákæruvald eins og saksóknari og það er það sem það snýst um. 

Elle_, 28.9.2010 kl. 16:37

18 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

asdis o. :  Engin lýðræðisríki munu taka upp landsdómsfyrirkomulag að hætti Íslendinga, vegna þess að okkar lög eru sett í samræmi við sambærileg lög í nágrannaríkjum okkar, sem eru eldri. Kynntu þér málið!

Magnús Óskar Ingvarsson, 28.9.2010 kl. 17:43

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég fæ ekki betur séð en þetta sé rétt hjá Árna Þór. Þingmenn sem greiddu atkvæði gegn því að ákveðnir ráðherrar færu fyrir Landsdóm eru að segja að engin ástæða sé til að telja þá seka. Hinir sem greiða atkvæði með ákæru eru að lýsa yfir að grunur sé um misferli í starfi. Meðferð Landsdóms muni síðan leiða það í ljós.

Það er ástæðulaust að blanda Icesave inn í þetta, sekt ráðherra í þessari stjórn gerir ráðherra í fyrri stjórn hvorki seka né þvær af þeim sekt þeirra.

Mig langar síðan að spyrja hvaða fyrrverandi sjálfstæðismann asdis o. er að ávarpa hér kl. 15:28. Ég sé enga athugasemd frá notanda með því dulnefni. Axel, eyddirðu út athugasemd og má ég þá spyrja hvers vegna?

Theódór Norðkvist, 28.9.2010 kl. 20:32

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt Theódór, að einni athugasemd var eytt út, þar sem hún innihélt ekkert um málið sjálft, heldur eingöngu skítkast og ruddalegt orðbragð.  Svoleiðis innlegg eru ekki velkomin hérna.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2010 kl. 21:03

21 Smámynd: Elle_

Theódór, ég vildi að Icesave kæmi þarna inni í, vegna þess að stórsekir Icesave-stjórnmálamenn eru vitanlega fullkomlega ófærir og vanhæfir um að hafa saksóknarvald gegn nokkrum öðrum.  Og það var minn punktur.  Saksóknarar ættu að hafa það vald, ekki stjórnmálamenn.

Elle_, 28.9.2010 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband