Skömm þings og þjóðar er mikil

Dagurinn í dag, 28. september 2010, mun lifa í sögunni sem dagurinn sem Alþingi lagðist lægst í meira en þúsund ára sögu sinni.  Dagurinn sem pólitísk hrossakaup réðu því að fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar var stefnt fyrir Landsdóm án sérstakrar rannsóknar og að hafa fengið að taka til varna, áður en ákæra var gefin út.

Þór Sari, sem þó var einn kæruliðanna, kallaði það sem fram fór á Alþingi pólítískan hráskinnaleik og ætti vitnisburður manns úr innsta hring kæruliðanna að vera fullkomlega marktækur.

Í dag er skömm þjóðarinnar og þingsins mikil og sérstaklega þeirra þingmanna, sem hráskinnaleikinn léku.


mbl.is Þungbær og erfið niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Skömmin er vissulega fyrir hendi, en hún felst þá öðru fremur í því að 3 menningarnir Árni Ingibjörg og Björgvin skuli sleppa.

hilmar jónsson, 28.9.2010 kl. 19:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvitað alger skömm, að þingmenn skuli yfirleitt stefna mönnum fyrir dóm á pólitískum forsendum.  Ef yfirleitt var réttlætanlegt að stefna einhverjum fyrir Landsdóminn, þá hefðu ráðherrarnir átt að vera sex, þ.e. til viðbótar við þessa fjóra áttu að vera Jóhanna og Össur.

Sá pólitíski skrípaleikur sem fram fór á Alþingi í dag verður þjóðinni og þinginu til ævarandi skammar.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2010 kl. 19:09

3 identicon

Er eitthvað við Alþingi sem ekki er skammarlegt? Þessi stofnun hefur verið pólitískur skrípaleikur frá því ég man eftir mér. Þeir sem hafa stjórnað landinu sl. tvo áratugi eru eiginhagsmunapotarar og efnahagslegir óvitar og bera 100% ábyrgð á því að koma okkur í þá stöðu sem við erum í í dag. Og sjáið hvað þeir hafa fært okkur... snarbrjálaða kommúnista í ríkisstjórn, þannig að ekki fer landið batnandi.

Baldur (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 19:40

4 identicon

Sjá hvernig Samfylkingin dregur svo fólkið í dilka eftir pólitík minnir helst á hreinsanir Stalíns hér á árum áður.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 19:43

5 identicon

En jú til að halda því til haga, þá er ekkert athugavert við að ákæra Geir. Það hefði að sjálfsögðu átt að ákæra þau öll fjögur, ásamt Jóhönnu og Össur.

Rökin eru einföld og það er best að nota einfalt samlíkingarmál til að útskýra það.

Fyrri ríkisstjórn tók við sökkvandi skipi, hún hafði allar upplýsingar um að það væri hriplekt, ryðgað og væri allskostar ósiglandi. En hvað gerði hún með Geir í broddi fylkingar? Jú hún ákvað að halda áfram siglingunni í stað þess að gera minnstu tilraun til að fara með dallinn í slipp og reyna að láta lappa aðeins upp á hann.

Athafnaleysi þeirra hefur kostað þúsundir fjölskyldna heimili sín, aleigu eða eitthvað þaðan af verra, eins og líf þeirra sem hafa fyrirfarið sér. Það er því engin, nákvæmlega engin vorkunn að skipstjóri hrunastjórnarinnar sé dreginn fyrir Landsdóm.

Fleiri mætir menn og konur eiga þó skilið af hljóta sömu örlög en vegna fáránlega stutts fyrningarfrests og flokkspólitískra heigulshátta verður svo ekki.

Baldur (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 19:46

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Baldur, Rannsóknarnefnd Alþingis rannsakaði aðdraganda hrunsins, það tók hana tæplega eitt og hálft ár og hún skilaði skýrslu í átta bindum um niðurstöður sínar.  Þar kom skýrt fram að hrunið væri fyrst og fremst eigendum og stjórnendum bankanna að kenna, ekki síst vegna þess að þeir voru búnir að tæma bankana í eigin þágu og það voru upphæðir sem skiptu þúsundum milljarða króna.

Telur þú þig hæfari en Rannsóknarnefnd Alþingis til að kveða upp úr um sekt manna í þessu ferli öllu.  Úr því sem komið er, ættir þú að láta Landsdómi eftir að dæma í máli Geirs Haarde.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2010 kl. 19:55

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Axel !  Fengu níumenningarnir að taka til varna áður en ákæra á hendur þeim var ákveðin , nei fyrirgefðu , auðvitað á allt annað við um þau , því þau eru Jón , en hér umræðir SÉRA JÓN  .

    Guð blessi ????????????????????????????????

Hörður B Hjartarson, 28.9.2010 kl. 19:59

8 identicon

Axel þú ert greinilega sannfærður um sekt Geirs Haarde fyrst þú óttast um hann í Landsdómi.

valdimar (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 20:15

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hörður, fór ekki fram sakamálarannsókn í máli níumenninganna áður en ákæra var gefin út, með yfirheyrslum yfir sakborgningum og var þeim ekki strax gefinn kostur á verjendum?

Ef þú hefur einhvern tíma lesið mín blogg, þá hlýtur þú að hafa skilið að ég er hreint ekki á móti rannsóknum á saknæmu athæfi, hver sem á þar hlut að máli.  Ég hef hins vegar alltaf sagt að ég sé algerlega á móti því að mönnum sé stefnt fyrir dómstóla með pólitískum skrípaleik.

Varla þarf að taka mín orð trúanleg um pólitíska hráskinnsleikinn.  Þór Saari hefur komið í hvern fréttatímann á fætur öðrum til að lýsa hneykslan sinni á þeim leik.  Hann hlýtur að vera öllum hnútum kunnugum um hvað gekk á hjá samherjum hans í kæruliðinu.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2010 kl. 20:22

10 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég er ekki upptekinn af því hver sé sekur. Það verður erfitt að fella sök í máli Geirs fyrir Landsdómi. Tragedía er ekki eitthvað sem er til skiptanna. Forsætisráðherra er einn ábyrgur. Það skiptir öllu máli hver er forsætisráðherra. Það má ekki gera lítið úr þeirri stöðu þó Geir hafi ekki borið hana.

Það mun ekki gera hlutskipti annara sem með honum störfuðu neitt betra. En það að vilja draga "alla" fyrir Landsdóm er tilraun til að drepa málinu á dreif.

Sjálfstæðismenn berjast hatrammlega fyrir því að Samfylkingin eigi líka hlut að þessu hruni sem er satt en samt ósannfærandi þegar heildarmyndin er skoðuð. Þá eru bæði Framsókn og Samfylkingin "meðreiðarsveinar" og maður fyllist aulahrolli yfir þeirra afstöðu til stefnu Sjálsftæðisflokksins sem fékk ekkert viðnám af viðkomandi flokkum.

Geir fyrir Landsdóm er að setja Landsdóm yfir Sjálfstæðisflokknum. Það verður naumast skilið þarna á milli. Persónana Geir verður tragísk en það er ekki síst vegna þess að hann stóð aldrei fyrir máli sínu heldur annara sem hann þjónaði og geta ekki verndað hann einsog óskrifuð lög mæla fyrir.

Ef menn skilja ekki dýptina í ákvörðun Alþingis þá skilja menn ekki hvað þetta þýðir fyrir "fjórflokkinn" symbólskt. Endalok og nýtt upphaf er mín túlkun. Omega gömlu stjórnmálanna og alfa þeirra nýju.

Þetta var stór ákvörðun sem okkur ber að standa við þó að hún sé erfið og tvíræð og muni skapa óróa djúpt í raðir stjórnmálamanna.

Fólk flest getur fullkomlega andað rólega. Vandamál almennings eru á öðru plani og það á ekki að blanda almenningsáliti inní það sem Alþingi ákveður af hreinni kvöð en ekki frjálsum vilja. Ef Alþingi hefði getað komist hjá því að fara þessa leið hefði þingheimur komið sér hjá því.

Nú er málið komið annað. Landsdómur fær verkefni. Nú þurfum við snúa okkur að öðrum málum og brýnni.

Gísli Ingvarsson, 28.9.2010 kl. 20:24

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gísli, þú segir að í raun verði það Sjálfstæðisflokkurinn sem verði á sakamannabekknum fyrir Landsdómi.  Sá þarf greinilega ekki mikið að hræðast miðað við upphafsorð þín, þar sem þú segir að erfitt verði að fella sök yfir Geir Haarde og þar með verður væntanlega kveðin upp sýknudómur.

Að öðru leyti er pistill þinn svo mikið rugl, eða svo háfleygur, um túlkun atkvæðagreiðslunnar, að hann er nánast óskiljanlegur og því ekki hægt að leggja frekar út af honum.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2010 kl. 21:00

12 identicon

Þegar minkur í hænsnabúi hefur drepið allar hænurnar er það að sjálfsögðu minknum að kenna en ekki þeim sem heldur hænsnabúið?

Það er fullmikil einföldun að mínu mati að skella skuldinni einni og sér á bankana. Skýrslan var jú pöntuð af hinu háverðuga Alþingi sem hefur átt fífil sinn fegurri.

Kristinn (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:01

13 identicon

1. Viðskiptaráðherra átti að hafa yfirumsjón með bankamálum.

2. Sjálfræði ráðherra.

Þarf lítið að bæta við þetta.

Gísli Óskarsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:04

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn, mér þykir þú taka stórt upp í þig, því þú ert fyrsti aðilinn sem ég veit um, sem gerir lítið úr Rannsóknarnefnd Alþingis og niðurstöðum hennar.  Allir aðrir hafa talið skýrslu hennar mikið tímamótaverk og niðurstöðurnar heiðarlegar, enda engum hlíft í henni, hvorki embættismönnum eða stjórnmálamönnum.

Geir H. Haarde kom nefndinni á fót í árslok 2008 og fékk ákúrur í skýrslunni og á henni er nú byggð ákæra Atlanefndarinnar á hendur honum.  Heldur þú að Geir hafi pantað þá niðurstöðu fyrirfram?

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2010 kl. 21:09

15 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Líklegast verður Geir sýknaður.  En á meðan landsdómur kemst að þeirri niðurstöðu, þá verður Hæstiréttur í mýflugumynd þau tvö ár sem að slík réttarhöld tækju.  Til að manna Hæstarétt, þyrfti dómara, sem að alla jafna yrðu settir í annan eða þriðja flokk, þeirra valnefnda er meta hæfi dómara.  Þetta eru gleðitíðindi, fyrir hina raunveru glæpamenn bankahrunsins.

Á þessum tveimur árum sem að landsdómur gæti starfað, þá hrannast upp byggt á eiðsvarnum málflutningi fyrir landsdómi, gögn um þátt tveggja núverandi ráðherra í atburðarásinni 2008.  Þeir neyðast þá til að segja af sér með skömm og sök þeirra verður brennimerkt á enni þeirra þann tíma sem að þau eiga eftirlifað.  Það mun  eflaust eiga einnig við um Björgvin sem að sest væntanlega á þing aftur öðru hvoru megin við helgina.  Eflaust kemur eitthvað upp varðandi Árna og Ingibjörgu, en þau eru ekki kjörnir fulltrúar á Alþingi nú um stundir.

 Eins mun koma fram ótal gögn um árin 2000 -2007 þegar Framsókn var í stjórn.  Það er ekki hægt að rekja málið, án þess að seilast aftur í tímann til að fá samhengið.

 Líklegast verður því að telja, að þegar allt kemur til alls, þá verður Geir H. Haarde með hreinsað mannorð samkvæmt dómi. En hinir sem hefðu átt að fylgja úr því að þessi leið var farin, með mannorð sitt haugdrullugt um aldur og ævi.   

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.9.2010 kl. 21:15

16 identicon

Axel, ég hef ekki lesið rannsóknarskýrsluna alla, langt frá því, og er þess vegna ekki í aðstöðu til að draga ályktanir út frá því sem þar stendur.

Staðreyndirnar tala hinsvegar sínu máli, og þeim staðreyndum lýsti ég hér að ofan í mínum málflutningi.

Hefur þú lesið alla skýrsluna og ert þar af leiðandi fær um að tjá þig með svo mikilli fullvissu um innihald hennar?

Sannleikanum verður hver sárreiðastur... og oft kannski sérstaklega sá sem sekur er!

Baldur (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:15

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Auðvitað átti að draga alla fjóra ráðherrana fyrir Landsdóm og ekki hefði ég sýtt það mikið þó Össur og Jóhanna hefðu fylgt með.

Geir H. Haarde ber vissulega mestu ábyrgðina á því að hafa siglt þjóðfélaginu fram af fossbrúninni, en ég er á því að málsókn Landsdómsins verði mun veikari gegn honum einum.

Theódór Norðkvist, 28.9.2010 kl. 21:17

18 identicon

Og hvað kostaði þetta þrugl almenning???

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:18

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Baldur, ég hef lesið nógu mikið í skýrslunni og umfjallanir um hana til að hafa nokkuð sæmilega mynd af niðurstöðum hennar.

Einnig hlutstaði ég á nefndarmenn sjálfa kynna helstu niðurstöður sínar og það fyrsta sem þeir bentu á, var að hrunið væri fyrst og fremst á ábyrgð eigenda og stjórnenda bankanna. 

Ég hallast að því, að það hafi alveg verið óhætt að trúa mönnunum sjálfum, þegar þeir túlkuðu sínar eigin niðurstöður.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2010 kl. 21:27

20 identicon

Ég held þetta fólk geti ekki komið nálægt neinu verki nema af fullkomnum helvítis hálfvitaskap, pólitísku ofstæki og vanþekkingu.

Njáll (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:47

21 identicon

Ekki voga ykkur að bera saman mál nímenninganna og þetta.  Nímenningarnir sá óþjóðalýður framdi ofbeldis og skemmdarverk líklegast undir áhrifum, Geir gerði mistök mörg en ekki til þess að ákæra hann fyrir glæp

Þröstur (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 22:07

22 identicon

Aha, þannig að það er ekkert um ábyrgð ríkisstjórnarinnar, ráðherra né annarra herra og frúa sem stjórnuðu landinu að finna í rannsóknarskýrslunni?

Eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn stikkfríir samkvæmt rannsóknarskýslunni?

Baldur (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 22:18

23 Smámynd: Elle_

Baldur skrifar 28.9.2010 kl. 21:15: Sannleikanum verður hver sárreiðastur... og oft kannski sérstaklega sá sem sekur er!

Nei, máltækið er ofnotað bull að mínum dómi.  Menn verða eðlilega reiðir ef logið er upp á þá eða þeir hafðir fyrir rangri sök. 

Líka, það var óeðlilegt og rammpólitískt að hafa hlutdræga Samfylkingarkonu í nefnd fyrir siðferðishluta skýrslunnar, mig minnir síðasta bindi skýrslunnar.  Og forsetinn sakaður þar ranglega.   Ætti að kasta þeim hluta skýrslunnar út í ystu myrkur og kannski vinna nýja með óhlutdrægu og óflokkspólitísku fólki. 

Elle_, 28.9.2010 kl. 22:21

24 identicon

Stjórnarskrá Íslands:

"...

14. grein

Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."(Stjórnarskrá Íslands)

...er Stjórnarskráin allt í einu orðið marklaust plagg???  Undarlegt hvað allt verður óljóst og umdeilt þegar taka þarf til hendinni hjá þeim sem setja þó lögin! Tilviljun...???

Valgerður (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 22:28

25 Smámynd: Elle_

Nei, stjórnarskráin er EKKI ómerkilegt plagg.  Og þar stendur að alþingi geti KÆRT ráðherra.  Hver sem er getur kært.  Hvar stendur þar að alþingi geti haft saksóknaravald.  Hvar stendur þar að stórsekir stjórnmálamenn geti saksótt aðra stjórnmálamenn??

Elle_, 28.9.2010 kl. 22:38

26 identicon

Maður spyr sig bara aftur sömu spurninganna:

Er ekkert um ábyrgð ríkisstjórnarinnar, ráðherra né annarra herra og frúa sem stjórnuðu landinu að finna í rannsóknarskýrslunni?

Eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn stikkfríir samkvæmt rannsóknarskýslunni?

Hugsið nú einu sinni sjálfstætt!

Baldur (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 07:52

27 Smámynd: Linda

Þetta er alveg rosalegt, skammarlegt og hræsni af verstu sort.  það er komin tími á byltingu fólk, það komin tími til að mæta og mótmæla þessari ríkisstjórn.  Einn vina minna sagði eftirfarandi og það er argasta snilld.

Guðsteinn Haukur Barkarson Hansen P.s. Ég held að ég hafi fundið þessa "skjaldborg" sem samfylkingin lofaði, hún var reist utan um eigin ráðherra!"

ég gæti ekki verið meira sammála honum.

Linda, 29.9.2010 kl. 08:17

28 identicon

Ef það átti að draga einhvern fyrir landsdóm þá átti að draga alla Ráðherra fyrri stjórnar enn ekki 1 eða 4.Að sumir samspillingarþingmenn skulu hafa passað upp á að sínir menn skulu sleppa er fáránlegt.Sérstaklega að Björgvin skuli labba frír út á meðan Geir er ákærður því ef ég man rétt þá var Björgvin Bankamálaráðherra

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 09:53

29 Smámynd: Elle_

Já, Sigurbjörn.  Ferlið var pólitískt og það var það sem við vorum nokkur að finna að að ofanverðu.  Fáránleiki fáránleikans.  Og útkoman: Einn maður valinn.  Og það rammpólitískt.  

Elle_, 29.9.2010 kl. 11:09

30 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ofan á gengishrun, bankahrun og efnahagshrun hefur nú bæst Alþingishrun, eins og góður maður kallar þennan farsa, sem leikinn var á Alþingi í gær.

Axel Jóhann Axelsson, 29.9.2010 kl. 11:31

31 identicon

haha já, Samfylkinginn fann loksins skjaldborgina sem týndist, hún var reist utan um eigin ráðherra allir áttu að vera ákærðir eða enginn, mín skoðun.

Sævar Einarsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband