Gnarr-áhrifin

Á hundraðasta degi sínum í embætti borgarstjóra gortar Jón Gnarr sig af því að hann sé búinn að hafa slík áhrif á veröldina, að hann sé orðinn nýtt hugtak í stjórnmálafræði, eða "The Gnarr-effect", sem væntanlega á að þýða yfir á íslensku sem "Gnarr-áhrifin".

Hvaða áhrif Jón Gnarr telur sig hafa haft á heimsstjórnmálin liggur ekki alveg fyrir, en væntanlega er það þá að hann sé búinn að sýna og sanna, að uppistandari sem ekkert hefur fram að færa í stjórnmálum og er algerlega ófær um að gegna stjórnunarstarfi, getur tekist að láta kjósa sig í æðstu embætti, ef aðstæður og andrúmsloft í þjóðfélaginu er hentugt fyrir slíkan fíflagang.

Að sýna fram á að hægt sé að ná svo ótrúlegum tökum á hluta kjósenda er auðvitað rannsóknarefni út af fyrir sig og að því leyti gæti þetta fordæmi úr borgarstjórnarkosningunum síðustu haft áhrif á stjórnmálafræðin, en öfugt við það sem Jón Gnarr virðist halda, þá er ekkert jákvætt við þessi áhrif, heldur eru þau dæmi um skammarlega áhrifagirni kjósenda og öllum hlutaðeigandi til vansa.

Borgarstjórinn virðist ekki hafa skilning á Gnarr-áhrifunum, frekar en borgarmálunum.


mbl.is „The Gnarr-effect"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert rannsóknarefni hvernig Besti flokkurinn vann kosningarnar. Svarið liggur í augum uppi. Hinir valkostirnir eru svo mikið rusl að það er ekki um annað að velja.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 14:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ragnar,  þetta er aumkunarvert innlegg frá þér.  Enginn rökstuðningur, bara óhróður.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 14:48

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á ÞESSARI frétt sést að stjórnun Reykjavíkurborgar hefur verið í afar góðum höndum á meðan meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar var við völd, undir styrkri stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.  Í fréttinni kemur fram að hagnaður borgarinnar á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 nam þrem milljörðum króna, þannig að Hanna Birna skilar af sér góðu búi í hendurnar á Besta flokknum og Samfylkingunni.

Vonandi klúðra þeir rekstrinum ekki aftur niður í það ástand sem hann var í undir stjórn R-listans.  Jón Gnarr hefur reyndar reynsluboltann Hönnu Birnu að leita til, þegar hann lendir í alvarlegum vandræðum.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 15:00

4 identicon

Þetta hefur nákvæmlega ekkert að gera með hversu góðu eða slæmu einhver skilaði búi til annars. Þetta var bara tilfinning fólks. Besti flokkurinn var bara á réttum stað á réttum tíma. Þetta er ekkert rannsóknarefni. Þetta er augljóst.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 15:03

5 identicon

Mikið eruð þið allir fúlir og húmorslausirþessir andstæðingar Jóns Gnarrs. Maðurinn er topp grínari og lofaði fyrir kosningar, að yrði hann kjörinn, yrði hresst upp á ímynd borgarinnar, hann ætlaði að gera lífið léttara fyrir borgarbúa með allskyns sprelli og hefur svo sannarlega staðið við það. 

Fólk kaus hann og Besta flokkinn vegna þess að þeir lofuðu að gera borgina skemmtilegra og mannvæna, en það virðist fara svona rosalega fyrir brjóstið á þeim sem vilja bara hafa hana leiðinlega og steindauða áfram.  Við hin erum alveg til í að hafa borgarstjóra sem hefur ekki hundsvit á borgarstjórn, fremur en flestir fyrrverandi borgarstjóra höfðu í byrjun, ef hann getur kætt okkur í kreppunni.  Það er fullt af fólki þarna hjá borginni, meira að segja mjög hæfu, sem getur unnið að borgarmálunum án þess að allt fari í vaskinn, enda flest búið að vinna þar lengi.

Í guðanna bænum hættu þessu tuði og leyfðu okkur að kætast!

Bergljót Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 15:09

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, það er gaman að heyra að þú skulir vera svona ánægð og glöð með það, að hæstlaunaði borgarstarfsmanðurinn skuli vera trúður, sem getur skemmt þér svona vel og gert þig glaða í kreppunni.

Þeir sem vita að lífið er ekki tómur leikur og trúðslæti, vilja miklu frekar hafa alvöru stjórnanda í borginni, sem gæti þá ráðið sérstakan borgartrúð til að skemmta borgarbúum.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 15:18

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tel það augljóst að flestir kjósenda í Reykjavík hafi á kjördag talið Besta flokkinn besta kostinn og hafi það ekki verið út á verðleika Besta flokksins þá hefur það verið fyrir depurð annarra framboða, nema að hvorutveggja hafi komið til.  Ég hef aldrei setið heima í kosningum og hef alltaf á leiðinni úr kjörklefanum verið sannfærður um að ég hafi kosið rétt, þó ég hafi ekki hangið á sama flokknum eins og hundur á roði. 

En hvað Gnarr-áhrifin varðar þá eru þau augljós. Hálfir bloggheimar vaka yfir hverri hreyfingu Grarrsins og bíða með öndina öfuga í hálsinum, hvort hann setji betri fótinn fram fyrir hinn,  geri hann það - er bloggað og geri hann það ekki - er bloggað og geri hann hvorugt - er bloggað, hoppi hann - er bloggað, beygi hann hnén - er bloggað og geri hann ekkert af þessu - er bloggað og geri hann hreint ekkert - er bloggað.

Það hafa aldrei jafn margir látið jafn lítið raska ró sinni jafn mikið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.9.2010 kl. 15:38

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, bara til að því sé til haga haldið, þá kusu flestir Reykvíkingar annað en Besta flokkinn í borgarstjórnarkosningunum.

Greidd atkvæði í kosningunum voru 63.019 og þar af fékk Besti flokkurinn 20.666 atkvæði.  42.353 kjósendur kusu því ekki Besta flokkinn.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 15:48

9 identicon

Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.

Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.

Mér varð rétt í þessu litið á þetta sem stendur orðrétt á efst síðunni þinni. Mér sýnist að þú neyðist til að þurrka bara meiripartinn af blogginu þínu út á einu bretti!

 Ég ætla ekki að munnhöggvast við þig, en eitt get ég sagt þér, að sá sem sér ekki eigin sóða eða dónaskap, en hótar öðrum með þessum hætti, kemst ekki með tærnar þar sem borgarstjórinn okkar hefur í greind. Þú mátt eiga síðasta orðið ef þú vilt, þér sýnist það tamt, en ég mun ekki leggja fleiri orð í belg.

Bergljót Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 15:52

10 identicon

Einhver púki komst í þetta hjá mér, en átti auvitað vera, kemst ekki með tærnar þar sem borgarstjórinn okkar hefur hælana í greind

Bergljót Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 15:59

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er í rauninni alger óþarfi að skammast í Gnarrinum, þó allt hér fari á versta veg.  Gnarrinn sagði það oftar en einu sinni, að hann hefði í rauninni ekkert vit á borgarmálunum og ætlaði bæði að læra með tímanum og ætlast til þess að undirmenn sínir í stjórnsýslu borgarinnar, hefðu vit fyrir sér í erfiðum málum.

Erfitt verður að draga Gnarrinn til ábyrgðar, fyrir hluti sem að hann framkvæmir í óvitaskap sínum.  Þá hljóta augu dómara framtíðarinnar (kjósenda vorið 2014) að beinast að því stjórnmálaafli, er tryggði honum þau áhrif sem 2/3 kjósenda neituðu honum um. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.9.2010 kl. 16:07

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, það getur varla kallast skítkast eða ruddaskapur, að gagnrýna stjórnmálamenn fyrir það sem þeir gera og gera ekki, eins og á við í flestum tilfellum með Jón Gnarr.

Ef það er svona viðkvæmt að gagnrýna þennan pólitíkus, hvað mega þá aðrir slíkir segja, en það sem sagt hefur verið um Jón Gnarr er hreinar gælur, miðað við það sem aðrir þurfa að þola.

Þú sérð nú hvernig aðdáendur Besta flokksins skrifa um borgarfulltrúa annarra flokka í borgarstjórninni.  Miðað við það hafa engin stóryrði verið notuð um Jón Gnarr og aðra frambjóðendur Besta flokksins.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 16:20

13 identicon

Axel skrifaði:
Greidd atkvæði í kosningunum voru 63.019 og þar af fékk Besti flokkurinn 20.666 atkvæði.  42.353 kjósendur kusu því ekki Besta flokkinn.

Eru svona útúrsnúningar og orðhengilsháttur þér eða öðrum til framdráttar? Þú veist vel hvað maðurinn átti við. Og þú kvartar yfir að draga athyglina frá aðalatriðunum.

Ef starfshættir í borgarstjórn eru svipaðir skrifum þínum hér þá get ég vel skilið að Jón Gnarr hafi kvartað.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 16:54

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Æ Ragnar, lestu aftur innleggið frá nafna mínum og þegar þú hefur skilið það til fulls, er meira en líklegt að þá getir þú skilið svarið frá mér líka.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2010 kl. 18:11

15 identicon

Reykvíkingar eru búnir að skíta þokkalega í skóinn sinn, að sitja uppi með  grínleikara fyrir borgarstjóra ,,þetta er eins og að ráða múrara til að laga hjá sér rafmagnið

Casado (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 19:34

16 identicon

Ég skil þetta fullvel. Það virðist samt vera einhver þörf hjá þér að snúa út úr. Flestir kusu Besta flokkinn, svo einfalt er það. Og það er ekkert rannsóknarverkefn að komast að af hverju. Hinir flokkarnir þurfa bara að fara í naflaskoðun.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 19:50

17 identicon

Axel ertu nokkuð búinn að gleyma hvernig síðasta kjörtímabil var í Reykjavík?

Atli Már (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 07:34

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Atli Már, nei ég er ekki búinn að gleyma því og ekki heldur að loksins fór að ganga vel í stjórnun borgarinnar síðustu tvö árin, undir stjórn Hönnu Birnu í ágætri sátt og samvinnu við minnihlutann.

Axel Jóhann Axelsson, 24.9.2010 kl. 09:04

19 identicon

Allt í lagi ég vissi ekki af því.

En hvaða verk voru unninn undir stjórn Hönnu Birnu?

Atli Már (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 10:41

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það skall á kreppa í þjóðfélaginu og meirihlutinn undir stjórn Hönnu Birnu þurfti t.d. að takast á við endurskipulagningu fjármála borgarinnar og gerði það með því markmiði að skerða ekki þjónustu og að vernda störf borgarstarfsmanna, sem flestir vinna við velferðar- og menntakerfi borgarinnar.

Þetta var allt saman gert án þess að hækka skatta og gjaldskrár og tókst svo vel, að fyrstu sex mánuðir þessa árs skiluðu þriggja milljarða króna hagnaði, svo Hanna Birna skilaði af sér góðu búi til Jóns Gnarrs og hans meirihluta.  Nú verður bara að vona að nýji meirihlutinn klúðri ekki þessum góða árangri, sem búið var að ná í rekstri borgarinnar.

Axel Jóhann Axelsson, 24.9.2010 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband