Kærumálin strand í þinginu vegna hrossakaupa

Í dag átti að ljúka umræðum á Alþingi um tillögur Atlanefndarinnar um málshöfðun á hendur ráðherrum úr fyrri ríkisstjórn vegna aðgerða þeirra og aðgerðaleysis í aðdraganda bankahrunsins.  Fjöldi þeirra ráðherra, sem stefna á fyrir Landsdóm, fer eftir pólitískum skoðunum þeirra sem vilja ákæra en ekki gerðum þeirra ráðherra, sem í stjórninni sátu, eins og sést á því að Samfylkingin vill ekki stefna Björgvini G. Sigurðssyni og einnig er Jóhönnu Sigurðardóttur og Össuri Skarphéðinssyni algerlega haldið utan við málið, þrátt fyrir sína aðkomu að ákvörðunum á þessum tíma.

Allt starf Alþingis vegna þessara tillagna einkennist af fálmi og hrossakaupum, því þrátt fyrir að umræðum um þessar stefnur ætti að ljúka í dag, er ekki ennþá farið að mæla fyrir tillögunum og verður líklega ekki gert fyrr en á föstudagsmorgun.  Ástæðan mun fyrst og fremst vera miklar illdeilur innan Samfylkingarinnar og þras og hrossakaup milli þingmanna um það, til hvaða nefndar skuli vísa tillögunum milli umræðna.

Þar sem líklega er meirihluti í þinginu fyrir því að vísa málinu til Allsherjarnefndar, en ekki Atlanefndarinnar, milli umræðnanna er allt strand í þinginu, þar sem VG og Hreyfingin eru hrædd um að breytingartillögur, sem frá Allsherjarnefnd kynnu að koma, myndu vera á skjön við sínar skoðanir og þar með yrði allt málið komið í enn meira uppnám en það er nú í.

Svona gerast nú kaupin á eyrinni á Íslandi í dag varðandi sakamálaákærur.  Þær eru farnar að byggjast á pólitík og nægir að benda á ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur og Lilju Mósesdóttur því til sönnunar.


mbl.is Óvíst hvort málið fer í nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Nýjasta nýtt í þessu er að Ingibjörg Sólrún er búin að biðja um fund með þingflokki Samfylkingar.  Þar mun hún vísast til biðjast vægðar og benda á Björgvin.  Hvers lags meðferð er þetta á málinu?  Fá Geir Haarde og Árni Matt áheyrn hjá hinum virðulega þingflokki Samfylkingar?  

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.9.2010 kl. 11:49

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir þetta heldur áfram skrípaleikur á alþingi!

Sigurður Haraldsson, 16.9.2010 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband