Jóhanna Sigurðardóttir hæðist að almenningi

Almenningur í landinu hefur tekið á sig gífurlegar byrðar frá hruninu í október 2008 með ýmsu móti, t.d. atvinnuleysi af áður óþekktri stærðargráðu, skertum vinnutíma þeirra sem vinnu hafa, lækkandi launumm fyrir hverja unna stund, mikilli verðbólgu og minnkandi kaupmæti, mikilli hækkun afborgana af lánum, o.s.frv, en af nægu er að taka vegna versnandi kjara og erfiðleika lífsbaráttunnar.

Jóhann Sigurðardóttir og Steingrímur J. fóru mikinn í þinginu í gær við að lýsa afrekum sínum í efnahagsmálum og töldu sér og ríkisstjórninni til mikilla tekna, að ástandið skyldi ekki hafa versnað frá hruninu og sögðu reyndar að vegna stjórnunarsnilli sinnar væri ástandið ekki eins slæmt og þau hefðu sjálf verið búin að spá um, að það yrði.  Ekki minntust þau á, allar þær skattahækkanir sem á landslýð hefur dunið ofan á allt annað og enn síður minntust þau á getuleysi sitt við sparnað í ríkiskerfinu og alls ekki nefndu þau almenna vanhæfni ríkisstjórnarinnar við lausn erfiðra mála.

Í dag birtast tölur frá Hagstofunni um landsframleiðsluna og kveður þar við gjörólókan tón vegna efnahagsþróunarinnar, eða eins og sést af upphafi fréttarinnar:  "Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 3,1% að raungildi frá 1. ársfjórðungi 2010 til 2. ársfjórðungs 2010 og um 8,4% ef miðað er við 2. ársfjórðung árið 2009. Landsframleiðsla fyrstu sex mánuði ársins 2010 er talin hafa dregist saman um 7,3% að raungildi samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2009.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þjóðarútgjöld drógust saman um 7,4% milli 1. og 2. ársfjórðungs þessa árs. Einkaneysla dróst saman um 3,2% og fjárfesting dróst saman um 4,7%. Samneysla jókst um 1%." 

Á meðan einkaneysla dregst saman eykst samneyslan, þ.e. ríkisútgjöldin um 1%, þannig að ekki er nóg með að ríkisstjórninni takist ekki að draga úr ríkisútgjöldunum, þá tekst henni ekki einu sinni að halda í horfinu, heldur eykst eyðsla hins opinbera á meðan almenningur dregur neyslu sína saman.

Væri ríkisstjórnin ekki undir hælnum á AGS, sem í raun ræður ferðinni í efnahagsmálunum, og hefði frítt spil, væri ástandið hérna ekki ömurlegt, eins og það er, heldur algerlega skelfilegt og fólksflótti frá landinu orðinn að hreinu flóttamannavandamáli.


mbl.is 3,1% samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ástandið, þó slæmt sé, er þó ekki verra þrátt fyrir ríkisstjórnina. Við getum rétt ímyndað okkur ástandið hjá okkur ef við stjórnvölinn væri stjórn sem hefði kjark, þor og getu til að taka á málum, stjórn sem legði kapp á að koma hjólum atvinnulífsins í gang, stjórn sem ekki gleymir sér í einhverjum ESB dagdraumum og eys fé og mannafla í þá drauma.

Gunnar Heiðarsson, 3.9.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er akkúrat málið, að þrautseigja efnahagslífsins er það mikil, að jafnvel þessari vesælu ríkisstjórn hefur ekki tekist að leggja það endanlega í rúst, þrátt fyrir að gera allt sem í hennar valdi stendur til að valda sem mestum usla í alvinnulífinu.  Því miður mun kreppan vara miklu lengur en þurft hefði, ef hér hefði verið ríkisstjórn sem hefði ýtt undir atvinnuuppbyggingu í stað þess að vilja viðhalda atvinnuleysinu og leggur sig fram um að svipta fólk ekki atvinnuleysinu, eins og Kristinn Karl hefur orðað það svo hnyttilega.

Axel Jóhann Axelsson, 3.9.2010 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband