Jóhanna misskilur málið vitlaust

Jóhanna Sigurðardóttir skammar Jón Bjarnason fyrir að misskilja innlimunarferlið í ESB, þó í raun sé það hann sem skildi málið rétt, en Jóhanna misskildi allt saman vitlaust með því að halda að skilningur Jóns væri misskilningur.  Steingrímur J. skilur svo ekki upp eða niður í öllum þessum misskilningi og segist halda að ef Jón sé ekkert að misskilja, þá sé þörf á því að rannsaka málið nánar og komast að sameiginlegum skilningi ríkisstjórnarinnar í heild.

Til að auðvelda ríkisstjórninni að komast til botns í málinu, má benda henni á heimasíðu ESB, en þar er í raun öllum misskilningi eytt um það, hvað ríki þurfi að uppfylla áður en þau fá inngöngu í stórríkið.  Þá síðu má sjá Hérna

Meðal annars segir um inngöngu nýrra ríkja á síðunni:  "In 1995 the Madrid European Council further clarified that a candidate country must also be able to put the EU rules and procedures into effect. Accession also requires the candidate country to have created the conditions for its integration by adapting its administrative structures. While it is important for EU legislation to be transposed into national legislation, it is even more important for the legislation to be implemented and enforced effectively through the appropriate administrative and judicial structures. This is a prerequisite of the mutual trust needed for EU membership."

Þar sem vitað er að Jóhanna er ekkert sérstaklega sleip í ensku, væri ráð fyrir hana að láta einhvern þeirra tuga þýðenda, sem tekið hafa til starfa í ráðuneytunum renna yfir þetta og útskýra fyrir sér.

Þó þýðendurnir sitji sveittir við að þýða tug- eða hundruðþúsundir skjala frá ESB, hljóta þeir að geta rennt yfir þetta í kaffitímanum sínum.

 

 


mbl.is Telur að um misskilning sé að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er hvert "klassastykkið", sem leikið er á fjölum Skjaldborgarleikhússins, þessi misserin.  Núna birtist á pressan.is leikþátturinn; Ekki stefna ríkisstjórnarinnar að sækja um ESB-aðild.

 Þingsályktunnartillagan um umsókn, var borin fram að af utanríkisráðherra og telst því vera frá ríkisstjórninni.  Varla er við öðru að búast en að frá ríkisstjórn komi það sem er á stefnuskrá hennar................ eða er það kannski líka misskilningur.

 En fréttina (handritið að leikþættinum) má sjá með því að fara á linkinn hér að neðan:

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/ekki-stefna-rikisstjornarinnar-ad-saekja-um-adild-ad-esb---hver-sotti-tha-um-adild-steingrimur

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.8.2010 kl. 15:21

2 identicon

Þetta er allt saman rangur miskilningur

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 15:29

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í misskilningsfréttinni er þetta haft eftir Jóhönnu um ummmæli Jóns Bjarnasonar:  "Hún lýsti yfir vonbrigðum sínum með að ráðherra í ríkisstjórninni væri að gefa slíkar yfirlýsingar í fjölmiðlum. Yfirlýsingar sem væru ekki í takt við það sem kæmi fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og samþykkt Alþingis."

Miðað við þessi ummæli hennar er stefnuyfirlýsins ríkisstjórnarinnar líka tómur misskilningur.  Þetta rugl er allt saman að verða óskiljanlegt, enda misskilið að öllum sem málið varðar.

Axel Jóhann Axelsson, 24.8.2010 kl. 15:32

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það hlýtur að vera í farvatninu, skipun nefndar er ætlað er að vinda ofan af þessum misskilningi.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.8.2010 kl. 15:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þá er nú eins gott að sú nefnd misskilji ekki hlutverk sitt og ef hún kæmist svo að einhverri niðurstöðu, að hún yrði ekki misskilin líka, eða skilin eins og hverjum og einum sýndist.

Axel Jóhann Axelsson, 24.8.2010 kl. 15:36

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hvað sem verður, þá hlýtur það að vera orðið sjálfhætt hjá ríkisstjórn sem skilur ekki lengur sína eigin stefnuskrá.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.8.2010 kl. 15:40

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir. Kristinn því miður held ég að orðið sjálfhætt sé ekki til í þeirra röðum til þess eru stólarnir of límdir við afturendana á þessu liði

Sigurður Haraldsson, 25.8.2010 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband