Útþynnt dagskrá RÚV - áfram jafnmargir starfsmenn

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, hefur gert gríðarmikið úr þeim 9% sparnaði, sem RÚV er gert að skila á næsta rekstrarári og hefur hann tilkynnt að hætt verði við vinsælustu þættina sem hafa verið í sjónvarpinu, t.d. Spaugstofuna, og á Rás 1, t.d. þáttinn Orð skulu standa, sem mikilla vinsælda hefur notið.  RÚV hafði ekki heldur efni á að bjóða í heimsmeistaramótið í handknattleik, sem fram fer í janúar og íslendingar taka þátt í og hafa slíkar útsendingar verið með vinsælasta efni sem RÚV hefur boðið upp á.

Jafnfram þessu er boðaður niðurskurður hér og þar í dagskrá RÚV, jafnt í sjónvarpi sem útvarpi, en áður hafði verið tekin ákvörðun um að hætta nánast að kaupa íslenskt efni af sjálfstæðum framleiðendum, þannig að afar lítið, eða nánast ekkert, verður af leiknu íslensku efni í sjónvarpinu á næstunni.

Þrátt fyrir þennan gríðarlega niðurskurð á íslenskri dagskrá, sem þó ætti að vera aðalhlutverk RÚV, huggar Páll starfsmenn fyrirtækisins með því, að ekki þurfi að fækka um einn einasta starfsmann, heldur verði bara rólegra í vinnunni hjá hverjum og einum, enda lítið annað að gera, a.m.k. hjá sjónvarpinu, en að stinga vídeóspólum í útsendingartækin.

Þetta er dæmigert hjá opinberu fyrirtæki, að skera niður alla framleiðsluna, en halda öllu starfsfólkinu, eins og ekkert hafi í skorist.

Í hvaða einkafyrirtæki myndu svona vinnubrögð vera viðhöfð.


mbl.is Engar uppsagnir á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sannar bara það sem margsagt hefur verið; ríkið á ekki að vera í svona rekstri, reyndar ekki neinum rekstri.

Sauradraugur (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 15:06

2 identicon

Sammála Axel!

Hversu fáránlegt er að slá af hinn geysivinsæla þátt um orð og orðnotkun, Orð skulu standa? Mótmælum hátt!

Egill (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 15:08

3 identicon

Ég hef aldrei heyrt nokkurn mann minnast á þennan þátt.

Björgvin Halldórsson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 15:09

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björgvin, það er nokkuð furðulegt að hafa ekki heyrt nokkurn mann minnast á þáttinn Orð skulu standa á Rás 1, því þetta var einn af vinsælli þáttunum á þeirri rás og a.m.k. veit ég um fjölda manns, sem ekki vildi missa af einum einasta þætti.

Axel Jóhann Axelsson, 17.8.2010 kl. 15:15

5 identicon

Undarlegt Björgvin, hann hefur verið á dagskrá Rásar 1 á sama tíma í sjö ár.

Hallgerður (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 15:18

6 Smámynd: Hörður Halldórsson

Góður þáttur Orð skulu standa .Tímdi einu sinni ekki að fara út úr bílnum því var að hlusta á þáttinn.

Hörður Halldórsson, 17.8.2010 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband