Fyrirtæki útrásarvíkinga blómstra

Pálmi í Fons er í miklum sóknarhug með flugfélagið sitt, Iceland Express, sem honum tókst að koma undan gjaldþroti Fons á sínum tíma, en Pálmi er gjörkunnugur flugrekstri, eftir að hafa tekið þátt í fjölda viðskipta við Jón Ásgeir í Bónus, vin sinn, með sama flugfélagið og þeir félagar græddu milljarða á til skiptis, eftir því sem þeir sögðu sjálfir.

Jón Ásgeir og Hannes Smárason náðu undir sig Icelandair á árum áður, skiptu félaginu upp og stofnuðu FL-Group (síðar var nafninu breytt í Stoðir), sem fjárfestingarfélag með öllu eigin fé samstæðunnar og seldu svo flugreksturinn, klyfjaðan skuldum sem Icelandair er enn að glíma við að komast út úr og ekki fullséð ennþá hvort það tekst yfirleitt.

Þessi meðhöndlun þeirra "viðskiptasnillinganna" á fjárhag Icelandair hefur rutt brautina fyrir uppgang Pálma með Iceland Express og slíkan viðskiptamáta virðast Íslendingar kunna vel að meta, enda fjölgar viðskiptavinum flugfélags Pálma með hverjum mánuðinum sem líður og væntanlega á kosnað Icelandair, sem félagarnir nánast lögðu í rúst, áður en þeir skildu við það.  Móðurfélagið, Stoðir, varð síðar gjaldþrota, eins og flest félög sem Bónusfeðgar hafa komið nálægt á sínum mislukkaða viðskiptaferli.

Einu fyrirtæki hafa þeir þó full yfirráð ennþá, þrátt fyrir að það sé komið í eigu viðskiptabankans, en það eru Hagar, sem reka Hagkaup, Bónus og fleiri verslanir.  Þakklát fórnarlömb hrunsins sýna þeim feðgum tryggð sína, eins og Pálma í Fons, með því að slá ekkert af viðskiptum sínum við þá og auka frekar við, heldur en hitt.

Svona blómstra helstu útrásarvíkingarnir ennþá og það með dyggum stuðningi landa sinna, sem eru ekkert að erfa við þá misgjörðir fyrri ára.


mbl.is Iceland Express bætir við flugferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef eitthvað þessu líkt hefði gerst í Evrópu t.d. Þýskalandi eða Frakklandi væri búið að rústa þessum fyrirtækjum. Ég er alls ekki að mæla með því hér (er andvígur öllu ofbeldi) en svona bara er þetta.

Sigurður I B Guðmundsson, 9.8.2010 kl. 17:22

2 identicon

Væri ekki nær að þetta blessaða EKKI flugfélag reyndi að standa tímaáætlun áður en að farið er að bæta við flugleiðum

Þorleifur H. Óskarsson (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 17:30

3 identicon

Vill aðeins benda á að iceland Express er ekki flugfélag, ekki einu sinni ferðaskrifstofa.  Iceland Express er ekkert annað en farmiðasala sem selur miða með Breska flugfélaginu Astraeus. Stærstur hluti þess sem Íslendingar greiða fyrir miða með þessu félagi fer þannig til okkar ástsælu vina í Englandi.  Reyndar skapar þetta félag vinnu fyrir nokkurn hóp flugfreyja eða flugliða eins og það er kallað í dag.  Örfáir íslenskir flugmenn hafa vinnu hjá þessu félagi, efast um að þeir nái 10% af heildinni þannig að það eru laun til Breskra flugmann og annara starfsmanna Astraeus sem notendur þjónustu IE eru að greiða þegar þeir kaupa miða hjá IE

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 17:41

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Reyndar vill svo til, að Pálmi í Fons á einnig flugfélagið Astraeus, og sökum einstakrar útsjónarsemi og rekstrarsnilli skiptir það félag við áhafnaleigur, til þess að eiga nú ekki á hættu, að flugmenn fari að trufla reksturinn með verkföllum og öðrum slíkum uppátækjum.

Axel Jóhann Axelsson, 9.8.2010 kl. 18:38

5 Smámynd: Hvumpinn

Það hefur orðið grundvallarbreyting á rekstri Astraeus (aka Iceland Express) á Íslandi í ár.  Horfið hefur verið frá "point to point" lággjaldamódelinu, og félagið nú orðið s.k. "network carrier" sem býður uppá tengiflug.  Þetta er mun flóknara viðskiptamódel, dýrara og áhættusamara í rekstri og býr til keðju seinkana þegar einni vél seinkar.  Verður fróðlegt að sjá hvernig þessu vindur fram, en fjárhagslegur stuðningur viðskiptavina við Pálma er drjúgur.

Hvumpinn, 9.8.2010 kl. 18:48

6 identicon

Ja ef Íslendingar ætla að sniðganga fyrverandi útrásarvíkinga... þá er lífið ekki létt. Hvar eigum við að versla? Eigum við að róa yfir hafið á leið í sumarfrí? Ég myndi glaður sleppa því að skipta við þá, en í fákeppninni á Íslandi er það ekki möguleiki.

Daniel (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 19:30

7 identicon

Þetta er eiginlega mjög einfalt.  Fyrirtækið þarf að auka fjármagnsflæðið og þenjast út. Nú ef þetta klikkar þá stökkva eigendurnir á flótta með alla fjármunina og allt rúllar lóðbeint á hausinn.  Samanber Sterling! Reyndar er spurning hvort allt sé í lagi hjá IE eftir sumarið. Eilífar bilanir, seinkanir og sameining flugleiða á háannatíma. Mjög margir sáróánægðir viðskiptavinir hafa tjáð sig í fjölmiðlum. Ekki gæfulegt. Og þetta almenna hjal um fákeppni/samkeppni finnst mér býsna billegt . Sömu aðilar og standa nú að  IE settu Flugleiði nánast á hausinn. þegar sá kafli verður að baki og Flugleiðir farnir að ná áttum þá munu stóru flugfélögin mæta til leiks (eru þegar byrjuð). IE er bara bóla, sem mun springa. 

Með hvelli  

örlygur ormarr (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband