Margir ákveða sig í kjörklefanum

Samkvæmt rannsóknum ákveður 10-15% kjósenda, ef prósentan er nokkurn veginn rétt munuð, sig ekki endanlega við hvaða framboð þeir krossa, fyrr en eftir að komið er í kjörklefann.  Þetta á við um allar kosningar, en núna segjast reyndar talsvert fleiri vera óákveðnir en venjan er, þegar svo stutt er til kosninga.

Fyir sveitarstjórnarkosningarnar núna hefur verið ótrúlegur áróður í gangi gegn stjórnmálamönnum almennt og þeir upp til hópa sagðir einskis nýt fífl, eiginhagsmunapotarar og hreinir glæpamenn.  Í manna minnum hefur aðdragandi kosninga aldrei komist í hálfkvisti við það sem nú er að gerast, enda virðist nokkur hluti þjóðarinnar hafa gjörsamlega hafa tapað áttum eftir hrunið, þannig að auðvelt hefur fyrir óvandaða menn að stjórna hjarðhugsuninni, sem vanalega nærist á neikvæðum og ósönnum slefburði.

Ótrúlega margir virðast láta slíkan áróður villa sér sýn og fylgja hjörðinni í algerri blindni og án nokkurrar sjálfstæðrar hugsunar, eins og sést vel nú um stundir, þegar þriðjungur Reykvíkinga, eða meira, segjast ætla að kjósa nýjan stjórnmálaflokk til áhrifa í borginni, sem stofnaður er í algeru gríni og hæðist mest að kjósendum sjálfum, sem þó virðast ekki átta sig á því.

Kosningarnar á morgun munu leiða í ljós hvort Reykvíkingar vilji áfram styrka, vandaða og örugga stjórn á sínum málum, eða hvort þeim sé í mun að rífa allt niður, sem gert hefur verið og skapa nýja upplausn og stjórnleysi í borginni.

Þetta verða kosningar sem skera úr um getu og ábyrgð kjósenda til að velja sér forystu, sem treystandi er til að reka borgarsjóð á ábyrgan hátt, en ekki leikhús fáránleikans í anda Dario Fo.


mbl.is Margir enn óákveðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband