Ríkisstjórnin er móðgun við þjóðina

Iðnaðarráðherra gerði sér ferð norður á Húsavík til þess að móðga íbúa Norðurþings með því að skýra þeim frá því, að ríkisstjórnin væri búin að ákveða að tefja og trufla allt sem samið hafði verið um áður til atvinnuuppbyggingar í landshlutanum.

Þessi framkoma ráherrans hefði auðvitað ekki átt að koma neinum á óvart, enda í fullu samræmi við atvinnuleysisstefnu ríkisstjórnarinnar, sem hefur það sem meginmarkmið að lengja eins mikið í kreppunni og mögulegt er og fjölga svo mikið á atvinnuleysisskránni að það nái a.m.k. 10% fyrir áramót.

Þetta hefur komið vel fram undanfarna daga, enda sendi formannafundur ASÍ ríkisstjórninni kaldar kveðjur vegna svika og óheilinda hennar gagvart aðilum vinnumarkaðarins varðandi nánast öll atriði, sem samið var um í stöðugleikasáttmálanum síðasta sumar. 

Það er algjör móðgun við þjóðina, að þessi ríkisstjórn skuli ekki viðurkenna vanmátt sinn til allra verka og segja af sér.


mbl.is Móðgun við Húsvíkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Því skal reyndar haldið til haga, til þess að hafa söguna alla, að fyrir rúmlega tveimur árum, var álver Alcoa á Bakka að komast á framkvæmdastig, þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, ákvað upp á sitt eigið einsdæmi, að skella á enn einu umhverfismatinu, til þess að fá sömu niðurstöðu aftur og tefja málið aðeins meir.

 Í upphafi var bara lofað töfum í tvo-þrjá mánuði, en sú töf varð vissulega margfalt það sem lofað var og fyrri samningar runnu úr gildi og töfðu því ferlið enn meira.

 Þegar núverandi ríkisstjórn tók við, var ákveðið að tefja málið, enn meira með því að "byrja" ferlið aftur með því að hleypa fleirum að borðinu, þrátt fyrir að augljóst væri að álver Alcoa, stæðist allar arðsemiskröfur.

  Því má svo bæta við að formaður þeirrar nefndar sem taka á ákvörðun um þetta mál, var erlendis á meðan fundurinn fór fram, að ræða við fyrirtæki, sem metið var 4. eða 5. besti kosturinn í stöðunni.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 21:38

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég verð alveg hlessa yfir hvernig fólk talar um ráðherra bara af því að hann (hún) er vangefin...

Óskar Arnórsson, 26.5.2010 kl. 21:48

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Móðgun við þjóðina - heimbrigða skynsemi og mannkynið sem heild - mér er gjörsamlega fyrirmunað sð skilja að í svona fámennann hóp geti valist eingöngu andlega vanheilir einstaklingar.

Ferlið á Bakka er eitt dæmið af svo ótal mörgum misheppnuðum ákvörðunum. En réttlætingarnar eru líka margar - engin þeirra heldur vatni en það er orðin regla hjá þeim.

En hvað með Norðlendinga sem kjósa á svæðinu - hversvegna styðja þeir þessa flokka ennþá - er þeim ekki ljóst að ef stjórnarandstaðan tekur ekki við verður lítið eða ekkert um framkvæmdir?

Kristinn rekur þetta vel - þarf að segja eitthvað fleira um þetta mál - eða helstjórnina?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.5.2010 kl. 23:56

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Stjórnarflokkarnir eru mjög samstíga í atvinnumálum, þar er sátt um að draga lappirnar, nema þegar "einkavinir" Samfó kalla.

 Þegar Vilhjámur Þorsteinsson, varaþingmaður Samfylkingar í RVK og formaður stýrihóps Iðnaðarráðherra um orkunýtingu og Björgólfur Thor, voru orðnir óþolinmóðir, varðandi "slugsið" við gagnaverið í Reykjanesbæ, þá var smíðað undir þá "sérfrumvarp".  Þetta "sérfrumvarp", byggir á öðru "almennu" frumvarpi um erlendar fjárfestingar hér á landi.  Frumvarpi, sem að sátt er um liggi og safni ryki, niður í Fjármálaráðuneyti, þar sem Steingrímur og Indriði, taka sér allan tímann í heiminum, til tæknilegrar útfærslu á skattahlið frumvarpsins.  

 Fólki finnst það sjálfsagt, vönduð vinnubrögð að vinna skattamálin vel.  En er ekki tæplega hálft ár fulllangur tími í slíkar pælingar?

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.5.2010 kl. 00:15

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Kaldhæðnin í þessu er að svo þykist samfylkingin í Reykjavík ætla að skapa fullt af störfum. Þegar verið var að byggja Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa á Reyðarfirði þá voru fyrirtæki í Reykjavík með mikinn fjölda starfsmanna við að þjónusta uppbygginguna. Þannig að uppbygging álvers á Bakka myndi veita slatta af Reykvíkingum vinnu sem ekki þarf að fjármagna úr borgarsjóði eða ríkissjóði. En ríki og borg fengju hinsvegar skatt og útsvar af þessum tekjum.

Vinstri menn sjá engar aðrar lausnir en að skattpína almenning enn frekar og útvega svo einhvern slatta af láglaunastörfum á kostnað almennings eins og tillögur samf. í Reykjavík bera glöggt með sér.

Hreinn Sigurðsson, 27.5.2010 kl. 00:18

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mig grunar að "atvinnubótavinnuátak" Samf. í RVK, byggi á svipuðum forsendum og samskonar átak hjá Félagsmálaráðuneytinu.  Í því átaki mun ríkið, leggja til fé með atvinnuleysisbótum ( sem að stórum ef ekki öllum hluta eru fjármagnaðar með tryggingargjaldi, sem fyrirtækin í landinu greiða).  Þetta eru allt störf sem skapa lítil eða engin verðmæti. Eina sem að þessi störf skapa þjóðarbúinu er það að ríkið fær drjúgan hlut af sínu framlagi til baka í formi skatta.

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.5.2010 kl. 00:29

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta lið lítur á það sem mikið átak í baráttunni við atvinnuleysið, að búa til 1500 sumarstörf fyrir skólafólk við að gróðursetja blóm og tré og önnur álíka verkefni, sem skila engum beinum arði í þjóðarbúið, en í raun er ríkið ekkert að leggja í þetta, því eins og Kristinn segir, þá fær ríkið sitt framlag til baka í sköttunum, en Atvinnuleysistryggingasjóður (sem fyrirtækin í landinu fjármagna) stendur í raun undir kostnaðinum.

Ekki örlar á skilningi á því, að það sem vantar eru ný framleiðslufyrirtæki, sem skapa raunveruleg verðmæti og helst af öllu erlendan gjaldeyri til þess að efla gjaldeyrisvarasjóðinn svo einhvern tíma verði hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum.  Það er lítið vit í því að taka gjaldeyri að láni til að greiða út krónubréfin, því að lokum þarf að afla gjaldeyris til að endurgreiða lánin, þannig að eina lausnin er að fá erlenda fjárfestingu inn í atvinnulífið og drífa í gang ný útflutningsfyrirtæki og efla þau sem fyrir eru.

Í stað þess að gera það sem hægt er til að greiða fyrir slíkum framkvæmdum er allt gert til að koma í veg fyrir þær.  Svona skemmdarverk á atvinnulífinu er ekki bara móðgun við skynsemina, þjóðina og mannkynið, eins og Ólafur sagði, heldur er þetta móðgun við allt sem lífsanda dregur, hvar sem það væri að finna í vetrarbrautinni.

Axel Jóhann Axelsson, 27.5.2010 kl. 00:56

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kristinn o.fl. þið misskiljið þetta allt saman -

SJS vaknaði EFTIR Magma samninginn (sem var gott) - SJS og stjórnin í heild sinni vaknaði EFTIR  að stjórnarandstaðar o.fl. gagnrýndu samninginn SVAVARSNÍÐ ,  stjórnin vaknaði EFTIR að ÓRG neitaði að skrifa undir Icesave - stjórnvöld vöknuðu EFTIR að framkvæmdir á Ásbrú voru að komast í uppnám.

Stjórnin mun ekki vakna fyrr en EFTIR að atvinnuskapandi framkvæmdir fyrir norðan verða komnar að hættumörkum vegna tafa - eða framyfir þau mörk. Málið er að ef lokafrestur er t.d. október - er nauðsynlegt að stjórnvöldum sé sagt að dagsetningin sé í júlí. Þá vakna þau í ágúst og málið í höfn.

Undanfarin ár hef ég haldið því fram að stefna VG væri samtvinnuð ævintýrinu um Nýju fötin keisarans. Bara tal ekkert efni.

Sú skoðun fær hverja staðfestinguna á eftir annari.

Enn og aftur - hversvegna styðja Norðlendingar þessa flokka??? Hversvegna styður nokkur Suðurnesjabúi þessa flokka??

Hversvegna styður einhver Íslendingur þessa flokka -???

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.5.2010 kl. 05:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband