Skattahækkanabrjálæði VG enn á dagskrá

VG sker sig frá öðrum framboðum í Reykjavík að því leyti, að það er eina framboðið sem hótar kjósendum stórhækkun skatta ofan á allt skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarinnar, sem hækkað hefur alla skatta, beina og óbeina á heimili og atvinnulíf.  

Janfnvel öðrum brandaraframboðum eins og "Besta"flokknum hefur ekki dottið í hug að hafa skattamálin í flimtingum og eru þær þó ófáar og ábyrgðarlausar, vitleysurnar sem frá því fólki kemur.  VG aflar sér lítils fylgis með svona ógáfulegum tillögum, en það stórmerkilega er, að "Besti" brandarinn fær mikinn stuðning við nánast engar tillögur og þær fáu sem til tals koma, eru svo vitlausar að ekki er einu sinni hægt að hlæja lengur að þeim fimmaurabröndurum.

Það eina raunhæfa í þeirri þröngu stöðu sem þjóðfélagið er í nú um stundir, er niðurskurður og sparnaður í borgarkerfinu, alveg eins og í ríkisrekstrinum, og neyta allra ráða annarra en auka skattahækkanabrjálæðið, sem nú þegar er að sliga allan almenning í þessu landi.

VG segja í tilkynningu sem þeir hafa sent frá sér vegna hótana sinna um skattahækkanir:  "Hér kristallast vel hugmyndafræðilegur munur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks.“

Þetta eru algerlega orð að sönnu og ekki vandi að hafna skattahækkunarbrjálæðinu.

 


mbl.is VG vill fullnýta útsvarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, munurinn á VG og Sjálfstæðisflokki er að VG vill deila gjöldunum á fólk eftir tekjum þess og Sjálfstæðisflokkurinn lætur alla borga jafnt og níðist þar með á þeim sem eiga minni peninga.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 10:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óli, þetta er tóm vitleysa, því skattkerfið gerir ráð fyrir að þeir sem hafa hæstar tekjur, borga hlutfallslega hæsta skatta.  Þetta gilti líka um eldra skattkerfið, sem VG og Samfylking breyttu þannig að hlutföllin eru núna ennþá óhagstæðari þeim sem hafa háar tekjur.

Þessi delluáróður um að tekjulágir borgi jafn háa skatta og tekjuháir hefur aldrei verið réttur, þó svo lengi sé búið að hampa þeirri lygi, að margur einfeldningurinn hefur trúað þessu og gerir jafnvel enn, eftir skattkerfisbreytingarnar síðustu.

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2010 kl. 10:14

3 identicon

Hvað ertu eiginlega að tala um? Ég var að vísa í gjaldskrárhækkanir Sjálfstæðisflokksins undanfarið sem koma harðast niður á tekjulágum.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 10:22

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Axel, lestu nú grein Sóleyjar í Fréttablaðinu í dag og þá áttar þú þig vonandi á því að Vinstri græn vilja jafna kjörin og fullnýting útsvars kemur einmitt tekjulágum vel. Hækkanir á dagvistargjöldum og svo framvegis kemur tekjulágum verst en hálaunafólk munar ef til vill ekki um það.

En kannski viltu bara kjósa spillingar- og græðgivæðingar FLokkinn áfram.?

Hlynur Hallsson, 20.5.2010 kl. 10:25

5 identicon

Það er gott að þetta er komið fram, þá vitum við að VG vill eins og sannur yst-til-vinstri flokkur rjúka strax í vasa fólks með skattahækkunum, þetta eru þeirra eina hugsun og lausn útúr hvaða vanda sem er, hækka skatta, og hver segir að þau muni ekki hækka gjöldin líka, við sáum VG hringsnúast um leið og hann komst í völdin á Alþingi, í Reykjavík mun hann einnig gera það, svo á þessi viðbjósðlegi öfgafeministi ekki að koma nálægt neinum völdum, það sést á öllum viðtölum við hana að hún gengur ekki heil til skógar, ætli hún fari ekki strax í að hækka skatta svo hún geti farið í að "kynja" hitt og þetta eins og VG er að gera á alþingi núna, ætli það verði ekki rokið í að gera "kynajaða fjárlagagerð" og hvað þessi vitleysa heitir á meðan venjulegt fólk er að brenna inni með skuldir sínar eins og er að gerast á íslandi í dag en þetta hyski hefur það að fyrsta markmiði að hækka listamannalaun, ráða vildarvini í störf án auglýsingar til að eyða peningum í kynjað þetta og kynjað hitt, nei takk, sendum VG í frí.

baldur (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 10:38

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gjaldskrár Reykjavíkurborgar hafa eftir því sem fréttir herma ekki verið hækkaðar tvö síðastliðin ár.  Stefna Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn er að hækka hvorki útsvar né gjaldskrár á næstunni.  Áróðurinn og lygin um spillingar- og græðgivæðingar Flokkinn er ekki einu sinni svaraverð, svo ómerkilegúr er hann.

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2010 kl. 10:40

7 identicon

Gamla góða láta einhverja aðra borga fyrir eigin neyslu - ætli Feminstafélgið þurfi ekki líka að fá "styrk"

VG í ríkisstjórn hækkar bæði skatta og gjöldin - svo afhverju ætti VG í borgarstjórn að vera öðruvísi?

Grímur (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 10:41

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Nú, ekki svaraverð? Hvar hefur þú verið síðustu misserin Axel?

SjálftökuFLokkurinn hugsar fyrst og fremst um sína (atvinnurekendur og vildarvini). Það er bara þannig eins og dæmin sanna. Áróðurinn um skattahækkanir vinstrimanna hljómar eins og brandari úr munni þeirra sem settu hér allt á hausinn, Axel. Við erum að borga skuldir sem sjálfstæðisFLokkurinn og vinir hans komu okkur í.

Hlynur Hallsson, 20.5.2010 kl. 12:12

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Tilvalið að lesa þetta Axel til að átta sig á hlutunum: http://www.smugan.is/frettir/nr/3350

Hlynur Hallsson, 20.5.2010 kl. 12:48

10 Smámynd: Einhver Ágúst

Húrra! Meira opna og upplýsandi umræðu! 

Það er svo undaleg þessi afstaða milli þessara flokka, einu virkilegu málefnin sem ég sé á milli þeirra eru einmitt þessi:hvor sé með sköttum og hvor sé á móti. Annað er nú lítið sjánlegt, mest svona stétt með stétt þvaður.

Reykjavík er stórt þjónustufyrirtæki sem þarf að reka skynsamlega þannig að borgararnir fái að lifa hér góðu og hamingjuríku lífi. Það er alveg ljóst að það þarf annaðhvort að hækka útsvarið eitthvað eða dagvistunargjöld og önnur gjöld.

En að rífast um hvort sé betra er bara í besta falli skrítið umræðuefni sem mest miðast við hagi hvers og eins, hvort menn eigi börn eða ekki eða hvar menn eru í launatröppunum.

Einhverskonar leið verður farinn á næsta kjörtímabili, líklegast í þessu tilfelli sem öðrum er að best sé að fara  bil beggja. Er ekki best að flokkarnir/flokkurinn sem þá stjórnar sé óbundinn af að hafa lofa svona vitleysu í því óvissuástandi sem nú ríkir?

Bestu kveðjur Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins

Einhver Ágúst, 20.5.2010 kl. 12:52

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hlynur, ég hef verið hér á landi í áratugi og fylgst vel með stefnumálum og gerðum stjórnmálaflokkanna.  Þessi ótrúlega bjálfalegi áróður um að stefna og gerðir Sjálfstæðisflokksins hafi sett hér allt á hausinn er eiginlega ekki svaraverður.  Áróðursmeistarar vistri manna reynir að ljúga þessu að þjóðinni, sjálfum sér til framdráttar, en hinir sem fylgst hafa með og skilið það sem gerðist vita hverjir settu landið á hausinn og til hvers embætti Sérstaks saksóknara var sett á fót.

Það embætti er nú að vinna í því að þeir sem hruninu ollu fái makleg málagjöld og lygaáróðurinn um stjórnmálaflokkana er algerlega búinn að missa marks og ekki nema einstaka tréhausar, sem reyna að halda honum áfram.

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2010 kl. 13:17

12 Smámynd: Hlynur Hallsson

Axel, þú ættir að glugga í rannsóknarskýrsluna. Þá áttar þú þig á ábyrgð stjórnmálamanna og þar fer d-listinn auðvitað fremstur í FLokki:)

Hlynur Hallsson, 20.5.2010 kl. 14:04

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rannsóknarskýrslan gefur stjórnkerfinu í heild sinni ekki háa einkunn, en niðurstaða hennar er afdráttarlaust sú, að ábyrgaðarmenn hrunsins séu banka- og viðskiptasvindlarar.  Ríkisstjórnin hefði hugsanlega getað gripið til einhverra aðgerða á vor- og sumardögum 2008 til að minnka skaðann, en hefði ekki getað komið í veg fyrir hrunið, enda hafði kerfið takmarkað boðvald yfir bönkunum, samkvæmt lögum og reglugerðum ESB, sem Ísland er bundið af vegna EES aðildar sinnar.

Hvergi í heiminum, nema á Íslandi, reyna óvandaðir áróðursmeistarar að kenna stjórnmálamönnum um bankakreppuna sem hefur skekið heiminn að undanförnu og ekki er séð fyrir endann á ennþá.  Hér varð hún verri en víðast annarsstaðar vegna að því er virðist hreinna og skipulagðra glæpaverka, en bankamennirnir frömdu þau, en ekki stjórnmálamenn.

Það er óhollt að berja höfðinu endalaust við steininn og jafnvel verra að lifa endalaust í pólitískum lygavef, eins og þú, Hlynur, og fleiri hér á blogginu eruð greinilega föst í.

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2010 kl. 14:15

14 Smámynd: Hlynur Hallsson

"lifa endalaust í pólitískum lygavef" og "berja höfðinu endalaust við steininn": margur heldur mig sig:)

Hlynur Hallsson, 20.5.2010 kl. 14:39

15 identicon

Andskotans jarm alltaf um tekjulága og hátekjufólk. Það er millitekjufólkið sem heldur þessu kerfi gangandi og það er ekki hægt endalaust að ganga í vasa þess. Ef VG heldur að við sem erum í þeim hópi tökum því þegjandi að fara að borga hærra útsvar ofan á allar aðrar hækkanir þá er það misskilningur. Við munum alveg örugglega láta það í ljós í næstu kosningum.

Hlynur stendur í þeirri meiningu að atvinnurekendur séu upp til hópa arðræningjar sem hafa það eina markmið að svíkja undan skatti og fara ílla með starfsfólk, dæmigerður VG liði sem hefur ekki hugmynd um fyrirtækjarekstur. Atvinnurekendur gera sér velflestir grein fyrir þeim verðmætum sem liggja í ánægðu starfsfólki, heiðarlegum rekstri og sanngjörnu verðlagi til viðskiptavina.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 14:52

16 Smámynd: Hlynur Hallsson

Bíddu nú við Sigurður. Ég sagði aldrei: "að atvinnurekendur séu upp til hópa arðræningjar sem hafa það eina markmið að svíkja undan skatti og fara ílla með starfsfólk". Þetta eru þín orð.

Það sem ég sagði var: "SjálftökuFLokkurinn hugsar fyrst og fremst um sína (atvinnurekendur og vildarvini)."

Svo mæli ég með að þú lesir einnig þessa grein því hún fjallar einnig um meðaltekjufólkið: http://www.smugan.is/frettir/nr/3350

Hlynur Hallsson, 20.5.2010 kl. 15:41

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hlynur, dettur þér í hug að nokkur taki mark á málflutningi og útreikningum Sóleyjar Tómasdóttur, jafnvel þó þeir birtist í biblíu VG, Smugunni?  Ef svar þitt er já, þá ert þú með allra bjartsýnustu mönnum og gamansamur að auki.

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2010 kl. 16:00

18 identicon

Hlynur ég fer ekki ofan af þeirri skoðun að skattahækkanir er versta meðal sem hægt er gefa við kreppu. VG virðist ekki skilja einföldustu hagfræði. Kakan er að minnka og með því að ríki og sveitarfélög taki meira til sín kemur það niður á neyslu í þjóðfélaginu. Sem síðan aftur kemur niður á fyrirtækjum í formi minni veltu. Það leiðir af sér að þau verða að skera niður. Niðurskurður í einkageiranum er á þeim kostnaðarliðum sem eru stærstir og það eru laun. Minni velta fyrirtækja leiðir af sér minni skatttekjur hins opinbera sem leiðir til en dýpri kreppu. 

Já þetta voru mín orð en þau endurspegla einungs það sem ég hef heyrt VG fólk segja í árana rás. Ég er atvinnurekandi, ekki í sjálftökuflokknum og reyni að hafa mitt starfsfólk ánægt bæði hvað varðar laun og starfsanda. En það er orðið verulega erfitt að halda uppi góðum starfsanda þegar aðgerðaleysið og aulagangurinn sem einkennir núverandi stjórnvöld er alger.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 16:01

19 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll aftur Sigurður. Við getum verið sammála um óhóflegar skattahækkanir í kreppu eru ekki skynsamlegar. Lítil hækkun á útsvari er hinsvegar mun skárri en beinar hækkanir á dagvistargjöldum og annarri þjónustu borgarinnar. Fyrir höndum er mikill niðurskurður sem einnig er hægt að kalla sparnað eða aukna hagsýni í opinberum rekstri og það er vel hægt að spara. Ég treyst VG mun betur til að spara en hrunflokkunum.

Atvinnurekendur eru upp til hópa ágætis fólk. Það að helstu vinir SjálfstæðisFLokksins séu ef til vill einhverjir atvinnurekendur þýðir það auðvitað ekki að allir séu alslæmir langt því frá. Og sem betur fer eru fleiri og fleiri, einnig atvinnurekendur að átta sig á því að hugmyndafræði sjálfbærni, nýtingar og sparsemi eru góðar dygðir og ganga því til liðs við Vinstri græn.

Og Axel, ég er með bjartsýnustu mönnum og get verið gamansamur og þess vegna held er ég viss um að þú munir átta þig á því að hrunflokkarnir eru ekki lausnin. Og ég vona að þú stígir niður úr hásætinu og lesir pistil Sóleyjar í Fréttablaðinu í dag og jafnvel Smuguna annað slagið:

Bestu kveðjur, Hlynur

Hlynur Hallsson, 20.5.2010 kl. 21:05

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hlynur, það er auðvitað hluti af gamansemi VG og Sóleyjar, að því hærra sem útsvarið verður, því minna greiði launþegar í sameiginlegan sjóð borgarbúa.

Þetta er að vísu grín sem fáir hafa húmor fyrir, nema ef vera skyldu frambjóðendur hinna grínflokkanna sem VG keppir helst við, þ.e. "Besta" brandarans og Töfralistans (Reykjavíkurframboðsins).

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2010 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband