Er Steingrímur J. að eyðileggja orðspor þjóðarinnar?

Banka- og útrásarrugludallar, sem rændu bankana innanfrá og komu þjóðfélaginu öllu á hvolf, spilltu orðspori Íslands erlendis, en þó virtist vera skilningur á því að þau áföll sem erlendir aðilar hefðu orðið fyrir væru ekki á ábyrgð stjórnvalda og því væri orðspor ríkisins, sem slíks, ekki í stórkostlegri hættu, enda lenti Ísland ekki í ruslfolkki matsfyrirtækja eins og Grikkland.

Nú berast hins vegar þær fréttir að Steingrími J. sé að takast að valda meiri skaða á orðspori íslenska ríkisins en bankaránshrunið olli, því erlendir bankar eru farnir að tilkynna til fjármálaráðherra landa sinna, að íslenska ríkið sé algerlega rúið trausti þeirra og langur tími muni líða, þar til því verði treyst aftur.

Í fréttum kemur fram, að kröfuhafar Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur hafi verið búnir að samþykkja áætlun um afskriftir skulda sinna og endurskipulagningu sparisjóðanna, þannig að þeir gætu haldið áfram starfsemi, en þá hafi Steingrímur J. skyndilega svikið fyrri samninga og sett sparisjóðina í þrot.  Þetta hafi verið gert skömmu eftir að Steingrímur undirritaði yfirlýsingu til AGS um að endurskipulagning sparisjóðanna væri vel á veg komin.

Bankaránshrunið var gífurlega alvarlegt áfall fyrir þjóðina.  Steingrímur J. virðist ætla að verða að álíka vandamáli, ef ekki verra.


mbl.is Ríkið rúið trausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skötuhjúin eru ekki á sumar setjandi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.5.2010 kl. 12:47

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta eru óhemju vondar fréttir.

Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 12:49

3 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Herrar mínir! Getið þið sagt mér því Steingrímur gerir þetta?

Þórarinn Baldursson, 7.5.2010 kl. 14:22

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þórarinn, það er hulin ráðgáta, eins og flest annað sem maðurinn gerir.

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 14:43

5 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta er alveg magnaður andskoti!Maður verður fok illur.

Þórarinn Baldursson, 9.5.2010 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband