Er þetta fólk ekki með réttu ráði?

Allt frá stofnun stjórnmálaflokka á Íslandi hafa þeir rekið starfsemi sína með betli um fjárframlög frá fyrirtækjum og einstaklingum og framan af voru þetta tiltölulega litlar upphæðir frá hverjum og einum, án þess þó að nokkrar reglur væru til um hámarksfjárhæðir slíkra styrkja. 

Þetta var alkunn og viðurkennd leið til að reka starfsemi stjórnmálahreyfinga og þegar prófkjörin komu til sögunnar fóru frambjóðendur sömu leið til að fjármagna kosningabaráttu sína og betluðu styrki hvar sem hægt var að fá slíka fyrirgreiðslu og flest fyrirtæki létu eitthvað af hendi rakna til allra flokka og frambjóðenda.  Styrkirnir voru smáir í sniðum á meðan allt var eðlilegt í þjóðfélaginu, en eftir að banka- og útrásarfyrirtækin komu til sögunnar og virtust ekki vita aura sinna tal, tóku þau að ausa háum styrkjum í allar áttir, jafnt til góðgerðarfélaga, stjórnmálaflokka og einstakra frambjóðenda.

Allir sáu að þetta var farið að ganga út í öfgar, eins og allt annað í þjóðfélaginu og þá gerðu flokkarnir með sér samkomulag um að setja 300 þúsund króna þak á styrki frá hverjum einstökum aðila, en létu ríkið taka yfir að fjármagna starfsemina að öðru leyti.  Þetta fyrirkomulag tók gildi í lok árs 2006 og eftir það hafa þessi styrkjamál verið í föstu formi.  Á tímum þeirra nornaveiða, sem nú tröllríða þjóðfélaginu eftir bankahrunið, þar sem reynt er að ræna alla stjórnmálamenn ærunni, vegna ásakana um að allt sem miður hefur farið sé þeim að kenna, þá eru þeir nú hundeltir, sem þáðu styrki til starfseminnar, sérstaklega ef þeir komu frá bönkum, eða útrásarskúrkum.  Á þeim árum voru þeir aðilar reyndar í guðatölu í þjóðfélaginu og almenningur dýrkaði þá og dáði, jafnmikið og hann hatar þá nú.

Nornaveiðarar og mannorðsmorðingjar eru nú farnir að hanga fyrir utan heimili stjórnmálamanna, sem á sínum tíma þáðu fé til stjórnmálastarfsemi sinnar af þessum áður elskuðu aðilum og krefjast afsagnar þeirra vegna "mútuþægni", sem þó engar sannanir eru fyrir.

Þessir "mótmælendur" virðast vera fullorðið fólk, en varla getur það verið algerlega með réttu ráði, að stunda ofsóknir gegn einstaklingum, kvöld eftir kvöld, við heimili þeirra.  Þetta er algerlega siðlaust athæfi og á ekki að líðast.


mbl.is Mótmælt við heimili þingmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sæll Axel

Steinunn Valdís hlaut tæpar þrettán milljónir króna og maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér hvernig hún nýtti sér þá fjármuni. Framboðið getur varla verið svona dýrt.

Sú hugmyndafræði sem ég hef að leiðarljósi stangast á við þá hugmyndafræði sem títtrædd þingkona vinnur fyrir og aðhyllist.

Þrátt fyrir allt, þá er ég sammála þér og álít þessi mótmæli ofbeldi og rof á friðhelgi. Mótmæli af þessari gerðinni vil ég ekki sjá hérna á Íslandi,-

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 21.4.2010 kl. 00:35

2 identicon

.. álít þessi mótmæli ofbeldi og rof á friðhelgi. Mótmæli af þessari gerðinni vil ég ekki sjá hérna á Íslandi,-.."

Það er varla hægt að segja að þetta séu mótmæli með einhverjum látum, þú? Þarna er hins vegar um að ræða stuðningshóp er óskar eftir því að Steinunn Valdís segi af sér þingmennsku.

En þið hérna merkilegu lögreglumenn og aðrir embættismenn sem bendið aftur og aftur á börnin, ykkur öllum er hér með bent á að virða friðhelgi heimilisins og einkalífs okkar skuldara algjörlega, og munið að öll mótmæli lögreglu fyrir ínnan og utan heimili fólks, svo og að fara inn á heilimili fólks til þess að henda fólki (skuldurum) út á götu eru bönnuð, þar sem slíkt varðar friðhelgi einkalífsins, auk þess og /eða eins og þið hafið réttilega bent á þá hræðir slíkt börn okkar.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 01:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þorsteinn, það var hvergi minnst á börn hér að framan, svo þetta er væntanlega staðlaður texti sem þú notar til að réttlæta þessar aðgerðir.

Skuldir heimila koma þessu máli nákvæmlega ekkert við, eða varla ætlar þú að segja okkur að stjórnmálamenn hafi lánað heimilunum einhverja peninga, sem þeir eru svo núna að innheimta með harkalegum aðgerðum.

Skuldirnar blésu út vegna aðgerða glæpamanna í bönkunum og að þeim ætti að beina umræðunni og kröfum að réttlæti nái fram að ganga.  Þeir stjórnmálamenn, sem brotið hafa lög og reglur munu einnig fá sinn dóm frá til þess bærum aðilum, en hvorki þú, né aðrir, getið tekið lögin í ykkar hendur og ofsótt fólk á heimilum þess og beitt það andlegu ofbeldi og kúgunum til að ná fram einhverjum hefndum, fyrir skaða sem aðrir hafa valdið samfélaginu.

Axel Jóhann Axelsson, 21.4.2010 kl. 02:12

4 identicon

Sæll Axel

Hefur þú ekki séð þetta á vísir.is Segir börn upplifa ógn í nágrenni við mótmæli

Stefán Eiríksson  lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir,  að börn upplifi ógn í nálægð við mótmæli

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 02:22

5 identicon

sæll Axel,ég held að þvert á þína skoðun snúist þetta einmitt um skuldir heimilinna.Einsog þú nefnir blésu skuldirnar út vegna aðgerða glæpamanna í bönkunum,sem fengu skotleifi á almenning frá stjórnmálamönnum,þú væntanlega getur skilið reiði almennings sem ekki tók þátt í glæpnum, sem missir heimilin og ævisparnaðinn vegna aðgerða og síðan aðgerðaleysis þessara stjórnmálamanna sem mótmælin beinast að.stjórnmálamenn sem að eigin sögn gerðu ekkert ólöglegt,en benda nú á alla aðra í stað þess að sína manndóm og axla sína ábyrgð.þessir stjórnmálamenn standa nú hjá meðan lánastofnanir (þrátt fyrir kennitöluflakk,virðast samt geta komist upp með að hygla gerendum og lúta að sömu stjórn og fyrir hrun)einsog þú orðar svo skemmtilega,stunda ofsóknir gegn einstaklingum.mig langar svona í lokin að fá að spurja þig einnrar spurningar - telur þú það saknæmt að stjórnmálamenn sem treyst er tímabundið fyrir stjórn landsins selji/gefi nánast útvöldum hóp sem er þeim þóknanlegur,ríkiseigur einsog bankana.nú fullyrðir einn úr einkavæðinganefndinni þetta um Davíð og Halldór. finnst þér gjörningur þeirra saknæmur ?

kveðja.

árni (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 02:56

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ríkisendurskoðun kvittaði upp á að hvernig staðið var að sölu bankanna hefði verið samkvæmt lögum og reglum, sem um hana giltu.  Ef eitthvað annað kemur í ljós við nánari rannsókn, þá verða þeir væntanlega saksóttir, eins og aðrir sem brjóta af sér.

Stjórnmálamenn setja landinu lög, en stjórna ekki fyrirtækjunum, allra síst einkafyrirtækjum og verður því hvorki hælt, eða kennt um rekstur þeirra.  Eftir að bankarnir fóru úr ríkiseign, var þeim ekki stjórnað á ábyrgð stjórnmálamanna, enda var krafa fyrirtækja og almennings á þessum árum sú, að stjórnmálamenn létu atvinnulífið í friði, eins og það var orðað, t.d. þegar almenningur studdi Baugsliðið í baráttunni við stjórnmálamennina í fjölmiðlamálinu.  Stuðningur almennings þá og ekki síður á árunum á eftir skapaði það andrúmsloft í þjóðfélaginu, að ótrúlega margir héldu að endalaust væri hægt að taka meiri og meiri lán, án þess að virðast gera ráð fyrir að endurgreiða þau.

Nú, þegar fólk er komið í vandræði með lánin ætti það allra síst að kenna stjórnmálamönnunum um vandræði sín, enda eru þau allt öðrum aðilum að kenna, þ.e. lántakandanum sjálfum og bankaræningjunum.

Að ofsækja fólk, kvöld eftir kvöld, á heimilum sínum vegna eigin mistaka í lántökum er bæði lítilmannlegt og sorglegur vitnisburður um eigin niðurlægingu gerendanna, sem hafa ekkert sér til málsbóta við slíkan verknað, enda gjörsamlega siðlaust.

Ef þú selur manni hníf, sem hann notar til að drepa annan mann, ert þú þá sekur um morð, eða a.m.k. meðsekur?

Axel Jóhann Axelsson, 21.4.2010 kl. 07:49

8 identicon

 Sæll Axel "...Nú, þegar fólk er komið í vandræði með lánin ætti það allra síst að kenna stjórnmálamönnunum um vandræði sín..."

Af hverju má ekki kenna stjórnmálamönnunum um vandræði sín?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 08:15

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hver er ábyrgur fyrir þínum heimilisrekstri og þeim ákvörðunum, sem þú tekur í rekstri þess?  Ert það þú sjálfur, eða stjórnmálamennirnir á Alþingi, sem eru þar til að setja landinu lög?  Ert þú í einhverju sambandi við þá í sambandi við þín mál, áður en þú tekur ákvarðanir, eða koma þeir í einhverjum tilfellum til þess að skoða hjá þér heimilisbókhaldið?  Ef þú gerir mistök í lífinu, er það þá Alþingi að kenna?  Ef eitthvað gengur vel hjá þér, er það þá Alþingi að þakka?  Af hverju telur núverandi ríkisstjórn sig ekkert hafa að segja um rekstur nýeinavæddu bankanna, Arion banka og Íslandsbanka, ef gamla ríkisstjórnin átti að hafa svona mikið að gera með rekstur gömlu einkabankanna?

Þú hlýtur að hafa greið svör við þessum spurningum, fyrst þú ert búinn að finna sökudólga, sem þú telur heimilt að ofsækja kvöld eftir kvöld og kúga til að fara að þínum vilja og þinna skoðanasystkyna.

Axel Jóhann Axelsson, 21.4.2010 kl. 08:48

10 identicon

Sæll aftur Axel "...þú telur heimilt að ofsækja kvöld eftir kvöld og kúga til að fara að þínum vilja og þinna skoðanasystkyna.

Þú verður næst að kynna þér málið í heild sinni og athuga vel athugasemdir hjá fólki eins og mér Axel.

 "...auk þess og /eða eins og þið hafið réttilega bent á þá hræðir slíkt börn okkar."  Athugasemd #2 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 23:59

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú verður að fyrirgefa, Þorsteinn, þó ég skilji ekki hvernig þessi síðasta athugasemd þín á að vera svar við spurningunum í althugasemdinni nr. 9.

Axel Jóhann Axelsson, 22.4.2010 kl. 00:39

12 identicon

Sæll aftur Axel

Fyrir það fyrsta þá sagðir þú (Axel) hérna, að ("...þú telur heimilt að ofsækja kvöld eftir kvöld og kúga til að fara að þínum vilja...) og ég er ekkert hrifinn af þessu hjá þér (Axel) , eða þar sem þú ert að rangtúlka og gefa upp ragnar skoðanir. Ég sagði aldrei neitt um að menn ættu/mættu ofsækja og kúga fólk kvöld eftri kvöld.

Sjá athugasemd #2 "...auk þess og /eða eins og þið hafið réttilega bent á þá hræðir slíkt börn okkar." því að hér er talað gegn kúgun og ofsóknum 

En hvernig er það með þig (Axel) hatar þú fólk sem kemur með athugasemdir eða bendir á eitthvað annað en þú ert að segja?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband