Túristagos?

Vegna margra tiltölutega lítilla eldgosa á undanförnum áratugum, allt frá Heimeyjargosinu, erum við Íslendingar farnir að líta á eldgos eins og hverja aðra áramótabrennu, sem fólk flykkist að, sér og sínum til skemmtunar og án mikillar fyrirhyggju eða varúðar.

Eldgos undanfarinna áratuga hafa verið kölluð "túristagos" og þeim nánast fagnað eins og hverju öðru nýju og atvinnuskapandi verkefni, sem ferðaþjónustan gæti grætt vel á og vonast hefur verið eftir að gosin stæðu nógu lengi, til að hægt væri að hafa "gott upp úr þeim".

Nýja gosið í Eyjafjallajökli ætti að sýna okkur að þetta viðhorf til eldgosa er meira en varasamt, því þetta gos er hreint ekkert túristagos, því það stöðvar flugumferð í nágrannalöndunum og er alls ekki til að greiða götu ferðamanna og annarra, sem þurfa nauðsynlega að komast leiðar sinnar.

Þetta gos er þó einungis sýnishorn af því sem getur gerst ef Katla fer að gjósa, því fyrir utan allt það tjón, sem hún mun valda á fólki, mannvirkjum og búpeningi, mun hún væntanlega stöðva alla flugumferð í Evrópu og jafnvel miklu víðar, því öskufall frá henni gæti borist hálfan eða heilan hring um hnöttinn og hafa skelfilegar afleiðingar víða um heim.

Slíkt eldgos yrði aldeilis ekkert "túristagos", heldur gæti það þvert á móti drepið allan ferðaiðnað landsins og þó víðar væri leitað.


mbl.is Eldgosið truflar flugumferð í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband