Álfheiður étur ofan í sig hrokann

Hrokagikkurinn Álfheiður Ingadóttir, illu heilli heilbrigðisráðherra, fór mikinn fyrir nokkru síðan og lýsti yfir trúnaðarbresti milli sín og forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, vegna þess að hann hafði leyft sér að óska aðstoðar ríkisendurskoðanda við að skilja reglugerð, sem hrokagikkurinn hafði sent frá sér í flaustri og var enda svo illa unnin og óskír, að þeir sem áttu að framfylgja henni, skyldu hana hreinlega ekki.

Af því tilefni lýsti Álfheiður yfir því, að hún myndi veita forstjóranum formlega áminningu fyrir þá ósvífni hans, að ræða við annað fólk en hana og hana eina, enda ættu allir heilbrigðisstarfsmenn landsins að lúta henni í auðmýkt og ekki dirfast að bera skilningsleysi sitt á gerðum hennar undir aðra en hana sjálfa.

Þar sem hrokagikkurinn er líka skapofsi, var þetta upphlaup hennar eintómt frumhlaup og nú hefur hún étið hrokann ofan í sig og lýst því yfir, að engin ástæða sé, eða hafi verið, til þessara hótana og yfirgangs gagnvart undirmanninum og lofar hún nú bót og betrun í framtíðinni, enda hafi henni nú tekist að skilja mistök sín og setja umrædda reglugerð í skiljanlegt horf, svo hægt væri að vinna eftir henni.

Afsökunarbeiðni fyrir flumbruganinn fylgdi hins vegar ekki, enda tíðkast ekki að ráðamenn játi á sig ábyrgð í nokkru máli.


mbl.is Ekki tilefni til áminningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Er skapferli - gönuhlaup á sumum sviðum og sinnuleysi í öðrum málum - Álfheiðar ekki ávísun á það að hún sé ekki hæf til ráðherrastarfa?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.4.2010 kl. 11:58

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 ekki finnst mér þetta skemmtilegur ráðherra.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2010 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband