Umræðan verði ekki eyðilögð með pólitísku karpi

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, beinir því til flokkssyskina sinna, að eftir að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis verði birt, reyni þau ekki að hvítþvo sjálf sig allri ábyrgð á aðdraganda og hruns bankakerfisins og reyni að varpa henni alfarið yfir á aðra flokka.

Þetta er ágæt ábending frá Sigríði Ingibjörgu og ástæða til að beina henni einnig til annarra flokka, því aðalatriðið á að vera að reyna að finna hinar réttu skýringar á málinu og forðast pólitískan leðjuslag, sem eingöngu yrði til að beina athyglinni frá aðalatriðum málsins.  Mestu skiptir að ábyrgð hvers og eins einstaklings verði dregin fram í dagsljósið, án tillits til þess hvar í flokki viðkomandi er, eða var, og réttur lærdómur verði dreginn að þessum skelfilegu málum.

Sennilega er alveg sama hve vel stjórnmálamenn og eftirlitsstofnanir hefðu reynt að fylgjast með starfsemi bankanna og eigenda þeirra, því sá sem haldinn er einbeittum brotavilja finnur alltaf leið til að fremja sín lögbrot og hylja slóð sína, a.m.k. um stundarsakir, en yfirleitt komsast svik alltaf upp um síðir.

Reikna má með að fyrsta vika umræðnanna um skýrsluna fari að mestu í að finna allt, sem þar er sagt um Davíð Oddsson og hvað sem það verður, mun verða deilt hart um þá umsögn, síðan mun umræðan flytjast yfir á aðra stjórnmálamenn, ef að líkum lætur, þá Bankaeftirlitið og svo að lokum að raunverulegum hrunameisturum, þ.e. bönkunum sjálfum, eigendum þeirra og öðrum fjárglæframönnum, sem settu hér allt á hliðina með glæfraverkum sínum.  Enginn þeirra hefur þó sýnt nokkur merki iðrunar, eða að hann telji sig bera ábyrgð á þessum málum, enda siðblindan á eigin gjörðir alger.

Spenningurinn eftir birtingu skýrslunnar er mikil og umræðan verður vafalaust fjörug.


mbl.is Hver og einn verður að gangast við ábyrgð sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki rétt að halda því til haga að þessi þingmaður Sigríður Ingibjörg var í bankaráði Seðlabankans á hruntímanum, hún sagði síg síðar úr bankaráðinu til að axla ábyrgð að eigin sögn en það hvítþvær ekki blessaða konuna á nokkurn hátt því ef sök var hjá eftirlitsstofnunum eins og Seðlabanka þá liggur ábyrgð á þeirri sög hjá þingmanni Samfylkingar Sigríði Ingibjögu. Hún ætti því að láta vera að gjamma mikið núna leyfa skýrslunni að koma fram við þurfum ekki leiðsögn "brotamanneskju" um hvernig skýrslan skuli lesin.

Heiða (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 11:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er hárrétt hjá þér Heiða og kannski var hún að undirbúa sig undir einhverjar ávirðingar á sjálfa sig í skýrslunni.  Hins vegar er ég sammála henni um það, að forðast verður að draga umræðuna í einhverja pólitíska dilka, því það mun engu skila, öðru en að leiða athyglina frá atburðarásinni sjálfri og þeim sem ábyrgð bera með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi.

Mín skoðun er sú, að aðalgerendur í málinu séu banarnir, þ.e. starfsmennirnir, eigendur bankanna, sem í flestum tilfellum voru líka "eigendur" fyrirtækjanna, sem tóku þau lán, sem síðan settu hér allt á hvolf.  Eins og ég hef áður sagt, þá eru afbrotamenn alltaf skrefi á undan lögreglunni og finna sér alltaf farveg til afbrota sinna, ef brotaviljinn er nógu sterkur.

Það er einmitt það sem mér finns vera aðalatriði málsins, að fjárglæframenn náðu tökum á öllu þjóðfélaginu og stjórnkerfið var einfaldlega of veikt til að sporna gegn þeim, ekki síst vegna þess að þeir höfðu almenningsálitið sín megin.  Þess vegna á ekki að fara út í pólitískt karp um málið, heldur leggja áherslu á að koma raunverulegum sökudólgum bak við lás og slá.

Axel Jóhann Axelsson, 9.4.2010 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband