Eru fjárkúgararnir farnir að skammast sín?

Ef þær fréttir eru réttar að Bretar og Hollendingar hafi látið þau boð út ganga, að þeir séu tilbúnir til nýrra Icesave viðræðna án þeirra skilyrða sem þeir hafa sett fram að þessu, þá eru það fyrstu merki þess að þessir ósvífnu fjárkúgarar séu byrjaðir að skammast sín fyrir ofbeldið, sem þeir hafa beitt saklausa íslenska skattgreiðendur.

Fram að þessu hefur verið ófrávíkjanlegt skilyrði af þeirra hálfu, að samningstekstinn frá því í desember stæði óbreyttur, en hugsanlegt væri að fallast á lægri vexti,  sem er algerlega ólöglegt að skella á þjóðina, sem alls ekki er aðili að málinu.

Eins og venlulega ástundar Steingrímur J. sína opnu og gagnsæju stjórnsýslu með því að neita að tjá sig um málið, en stjórnarandstaðan stendur föst fyrir, eins og áður, en er reiðubúin til að halda til nýrra viðræðna, en er vonandi ekki tilbúin til að fórna hagsmunum þjóðarinnar í þágu erlendra kúgunarríkja.

Ef þetta eru merki um að fjárkúgararnir séu farnir að skammast sín, er tími til kominn að íslenskir samstarfsmenn þeirra, innan ríkisstjórnar og utan, geri það líka.


mbl.is Falla frá einhliða skilmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

How boring....Another great victory for Iceland................

Fair Play (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 07:48

2 identicon

Þetta sýnir glögglega hve illa á málum var haldið af hálfu Jóhönnu og Steingríms. Ég held að Ólafur ætti að næla orðu í sjálfan sig.

Jon (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 07:53

3 identicon

Kæru landar, málið liggur alveg ljóst fyrir: Bretar og Hollendingar semja aldrei um neitt annað en að Íslendingar borgi lágmarkstryggingar Icesave á meðan stjórnarandstaðan og forsetinn hafa talið Íslendingum trú um að það sé um eitthvað annað að semja en smotterís lagfæringu á vöxtum. Það er því miður misskilningur. Íslendingar hafa hvorki góðan málstað að verja né nokkurn stuðning þannig að hversu oft sem Davíð skrifar um málið í Moggann þá breytir það engu -- annaðhvort beygjum við okkur fyrir staðreyndum og samþykkjum að borga Icesave eða að landið fer smám saman á hausinn.   

Gunnar (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 08:43

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Að fylgja þér Gunnar, Steingrími og Bretum er að fara lóðbeint á hausinn.  Það hefur mikið breyst frá sjötta mars og það á eftir að breytast meira.  

Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2010 kl. 08:55

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnar, hefur þú ekkert fylgst með þessu máli?  Það hefur aldrei verið neinn ágreiningur um það, að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta á að greiða lágmarkstrygginguna, allt að 20.887 evrum á hvern Icesave reikning.

Sá sjóður á ekki fyrir skuldbindingum sínum núna, en mun fá greitt frá þrotabúi Landsbankans og eftir því verða Bretar og Hollendingar að bíða.  Sjóðurinn er ekki og má ekki vera með ríkisábyrgð og því koma greiðslurnar skattgreiðendum ekkert við og þeir eiga ekki að borga neina vexti fyrir hann, ekki eina evru eða pund.

Settu þig nú inn í málið og skrifaðu svo til stuðnings þinni eigin þjóð, en ekki vera með svona lágkúrulegan undirlægjuhátt við erlenda fjárkúgun á hendur henni.

Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2010 kl. 08:59

6 Smámynd: The Critic

Það er skammarlegt að Skattgrímur Joð og Jóhanna séu ekki búin að segja af sér eftir þessa aðför gegn þjóðinni. Skattgrímur  hefur farið fram á að ráðherrar fyrri ríkisstjórna segðu af sér útaf minna tilefni.
En svona eru kommúnistar, þeir eru valdasjúkir.

The Critic, 3.4.2010 kl. 09:21

7 identicon

Hef reyndar fylgst mjög vel með þessu máli og því miður hefði það þjónað málstað okkar best að semja strax, en það er annað mál. Það skiptir víst engu máli hversu oft er bent á að ef Íslendingar ætla að beita Tryggingarsjóðsrökunum, þá hefðu þeir þurft að vísa íslenskum sparifjáreigendum á hann einnig þegar bankarnir voru gerðir upp í október 2008. Það var ekki gert, heldur ábyrðust íslenskir skattgreiðendur mína sparifjáreign. Ég var reynar ósköp þakklátur fyrir það!

Gunnar (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 09:25

8 identicon

How Boring.....Yet another great victory for Iceland.........

Fair Play (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 09:30

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég hélt nú fyrst að þetta væri frétt, sem gleymst hefði að senda í loftið 1. apríl.   Mér finnst nú samt rétt að taka þessum fréttum með góðum fyrirvara, enda bæði Félagi Svavar og Indriði, búnir að taka "snúning" í Bretavinnunni nýlega.
 Svo er það reyndar spurning með þessar 20.887 evrur.   Var ekki upphaflega fallist á að greiða það þegar þetta "minnisblað" frá haustinu sem Steingrímur veifaði, sem einhverjum samningi sem að honum hefði tekist að afstýra  (þegar hann kynnti "farsæla" lausn Svavars, sem hann nennti ekki að hanga yfir, enda á leið í sumarfrí)?

Sé svo, á má alveg spyrja sig um þessar 20.887 evrur, enda flest annað á því minnisblaði ekki í boði, eins og t.d. þessi margumtöluðu "Brusselviðmið".

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.4.2010 kl. 10:29

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nei þeir kunna ekki að skammast sín.

Þetta er spurning um mótstöðu.

Sigurður Þórðarson, 3.4.2010 kl. 10:58

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Lágmarkstrygginguna er útilokað að komast hjá að greiða. Þeir sem eru búnir að kynna sér málið í kjölinn vita það. Það sem ég vil að gert sé er að kröfuhafarnir fái þrotabú Landbankans og spili úr því sem þar fæst, ef þeir spila vel úr þeim spilum fá þeir alla summunna og jafnvel meira til. Ef ekki þá er það þeirra mál. Ef við, fólkið sem heitir þjóð og Íslendingar, eigum að borga brúsann, þá verða breskir og hollenskir ferðamenn ekki á retúr miða frá skerinu... 

Sindri Karl Sigurðsson, 3.4.2010 kl. 11:04

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svavarssamningurinn hljóðaði ekki bara uppá 20.887 evrurnar, heldur að Bretar fengju jafnréttháa kröfu fyrir sinni umframgreiðslu, en þeir greiddu allt að 50.000 pundum og Hollendingar áttu að fá sama rétt upp að 100.000 evrum.

Ekki þótti nóg að gera þessar umframgreiðslur jafnstæðar kröfur í þrotabúið, heldur sömdu Svavar og Indriði H. um að íslenskir skattgreiðendur greiddu okurvexti af heildarupphæðinni, ekki bara 20.887 evrunum.

Það var stærsti glæpur þeirra félaga að undirgangast þá fjárkúgun, sem átti að kosta íslenska skattgreiðendur hundruð milljarða króna og festa íslendinga í skattafjötra fjárkúgaranna næstu áratugi.

Gunnar, þar fyrir utan ábyrgðust íslenskir skattgreiðendur ekki innistæður í íslenskum bönkum, því útistandandi kröfur voru færað úr gömlu bönkunum í þá nýju á móti innistæðunum.

Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2010 kl. 11:31

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sjalasamningurinn hljóði uppá 6.7% vexti, allt greitt úr ríkissjóði á 10 árum, 3 ár í skjóli.  Eignir bankans kæmu svo til dekkunnar á skuldbindingu ísl. eftir á eftir atvikum.

Davíð Oddsson og Árni Matt sömdu um það við IMF að kröfuhöfum í eignir hins fallna banka skyldi ekki mismunað.

Eigi flóknara en það.

Sjallar fögnuðu ógurlega samningi sínum og þótti vel af sér vikið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2010 kl. 12:55

14 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það skiptir engu máli hvað var í gangi í denn. Það er niðurstaðan sem skiptir öllu máli. Dabbi þetta og hitt er eins og að hoppa í sandkassann og ryfja upp gamla tíma. Það þarf að drullast upp úr hjólfarinu.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.4.2010 kl. 13:25

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað skiptir sagan máli !

Aulðvitað skiptir máli hvernig sjallar tóku á málinu í upphafi.

Sömdu í aðalatriðum og meginlínu sem að ofan er lýst.

Þessegna er þetta endalausa  babbl ykkar sjalla ekkert sannfærandi í ljósi sögunnar.  Það er bara zero sannfærandi.  Og þið eigið að skammast ykkar !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2010 kl. 13:41

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ómar Bjarki er við sama heygarðshornið og áður, þótt hann viti vel að ekki var búið að skrifa undir neina samninga fyrr en Svavarssamningurinn var undirritaður.  Það eina sem var undirritað þar áður var samkomulagið um Brusselviðmiðin, sem var svo ekkert tekið tillit til þegar Svavar og Indriði H. hættu að nenna að hafa þetta handandi yfir höfði sér, eins og Svavar orðaði það svo snyrtilega.

Þetta endalausa tuð Ómars Bjarka er gjörsamlega óskiljanlegt hverjum einasta manni, enda ruglið svo gengdarlaust, að engu tali tekur.  Ef einhver ætti að skammast sín, er það einmitt Ómar Bjarki og hann ætti að skammast sín nógu mikið, til að hætta að opinbera hugaróra sína og bull og halda þeim fyrir sig.

Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2010 kl. 16:44

17 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það eina sem mér dettur í hug er Siggi Sigurjóns með frasann "typical" þegar maður les póst 15.

Bendi þér vinsamlegast á hjólförin, ættir að sjá þau þegar þér hugnast að opna augun.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.4.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband