Of mikið mál fyrir Árna Pál

Árni Páll, félagsmálaráðherra, hefur á undanförnum mánuðum annaðhvort boðað að ekkert sé hægt að gera varðandi skuldaniðurfellingar, eða hann hefur ruðst fram á völlinn með lausnir á öllum málum og þá boðað að málin verði "leyst" á allra næstu dögum, aðeins ætti eftir að "útfæra" lausnirnar nánar.

Aldrei hefur komið útfærsla á nokkrum boðuðum aðgerðum Árna Páls, en að hæfilegum tíma liðnum birtist hann á ný í fjölmiðlum með nýjar lausnir, sem aðeins eigi eftir að "útfæra" nánar.  Fyrir stuttu boðaði hann að erlend bílalán yrðu færð niður í 110% af matsverði bifreiðar og myndi hann leggja fram lagafrumvarp þar að lútandi, þegar búið yrði að "útfæra" lausnina. 

Ekkert hefur gerst í þessum bílalánamálum fyrr en í dag, að Árni Páll birtist á ný í fjölmiðlum og boðar að erlend bílalán verði "færð nær raunverði bifreiða" og þeim breytt í  verðtryggð lán í íslenskum krónum með 15% okurvöxtum.  Verði fjármögnunarfyrirtækin með eitthvert múður vegna þessarar "útfærslu", þá muni hann bara flytja lagafrumvarp um málið innan skamms.

Svona hafa öll mál verið hjá þessum lán-, getu- og hugmyndalausa ráðherra og svo verður vafalaust áfram, næstu vikur og mánuði.

Frægt varð um árið þegar Jón Páll, kraftakarl, sagði þegar hann setti enn eitt metið í kraftakeppni:  "Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál."

Núna á betur við að segja:  "Þetta er alltof mikið mál fyrir Árna Pál".


mbl.is Rætt um að breyta erlendum bílalánum í innlend
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi "lausn" (eða mjög svipuð) er þegar í boði hjá þessum fyrirtækjum, en mjög fáir hafa viljað skrifa undir þetta!  Á að troða þessu upp á menn eins og greiðsujöfnunina?

Þórdís (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 19:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nefninlega máið, að allar "lausnir" Árna Páls hafa annaðhvort þegar verið auglýstar af fjármögnunarfyrirtækjunum sem fáir hafa þegið, eða þetta eru "lausnir" sem skapa nýjan vanda, eins og skattarnir af niðurfellingunum munu gera.

Axel Jóhann Axelsson, 27.3.2010 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband