Beðið eftir Godot

Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðherrans. segir að Bretar og Hollendingar bíði eftir að Íslendingar komi skríðandi til þeirra og þá muni þeir vera tilbúnir til að lækka örlítið fjárkúgunarkröfur sínar, en þó muni þeir ekki ræða neitt nýtt, aðeins spjalla nánar um kröfuna, sem sett var fram af þeirra hálfu í október s.l.

Alveg virðist hafa farið framhjá þessum kónum, að Íslendingar felldu þann samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 6. mars s.l. með 98,1% atkvæða þeirra sem afstöðu tóku í kosningunni.  Þar með var þeim fjárkúgunartexta algerlega rutt út af borðinu af hálfu íslensku þjóðarinnar og ekki kemur einu sinni til álita, að nefna það plagg aftur, hvorki við Breta og Hollendinga eða nokkra aðra, svo sem norðurlöndin og AGS.

Bretar og Hollendingar þurfa ekkert að bíða eftir Íslendingum til viðræðna, enda ekkert til að ræða um.  Það sem þeir þurfa að bíða eftir er uppgjör þrotabús Landsbankans, en þaðan mun íslenski tryggingasjóðurinn fá þá peninga sem hann mun nota til að gera upp lágmarkstryggingu Icesave reikninganna.

Bið fjárkúgaranna verður eins og biðin eftir Godot, en eins og menn muna úr leikritinu, kom Godot aldrei.


mbl.is Bíða eftir Íslendingum í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Fyrirgefðu - ég er að bíða eftir heilbrigðri skynsemi - sanngirni - réttlæti og heiðarleika af hálfu breta og hollendinga.

Jájá  sendið Bröste verðlaunin bara til mín.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.3.2010 kl. 23:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fyrir þessa bjartsýni áttu Bröste verðlaunin fyllilega skilin.

Axel Jóhann Axelsson, 25.3.2010 kl. 23:46

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef verkleysið verður áfram það sama, þá er fínt að boltinn sé hjá íslenskum stjórnvöldum. Hollendingar og Bretaer geta bara beðið, og beðið, þar til báðar (allar) ríkisstjórnirnar verða komnar frá völdum, og (hugsanlega?) nýjar teknar við.

Þar fyrir utan væri það óábyrg ráðstöfun fjármuna að samþykkja greiðslur á þessum tímapunkti til aðila sem stefna hraðbyri í gjaldþrot hvort sem er!

Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2010 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband