Bónusgrísinn í útrás

Jón Ásgeir í Bónus er hvergi af baki dottinn í stórveldisdraumum sínum og nú á að fara með Bónusgrísinn í útrás og að þessu sinni á að byrja smátt, eða eingöngu með þrjár búðir í þeirri verslanasveltu borg London.

Fyrir nokkrum árum, þó nógu mörgum til að enginn man það lengur, fór Bónusgrísinn í útrás til Bandaríkjanna og þá var byrjað með margar verslanir undir nafninu Bonus Store og er ekki að orðlengja það, að það ævintýri allt saman varð gjaldþrota, eins og átti síðan eftir að liggja fyrir öllum þeim fyrirtækjum sem Jón Ásgeir og Jóhannes í Bónus hafa komið nálægt síðan.

Á sínum tíma sögðu þeir feðgar að Bonus Store ævintýrið hefði verið dýr, en góður skóli, sem margt hefði verið hægt að læra af.  Gallinn er bara sá, að þeir feðgar virðast hafa fallið á öllum prófunum, a.m.k. hefur þeim ekki tekist að reka neitt fyrirtæki til langframa og aldrei greitt eina einustu krónu til baka af þeim hundruðum milljarða, sem þeir hafa tekið að láni til að fjármagna framhaldsnám sitt.

Það gengur bara betur næst, verða þau hvatningarorð sem Jóni Ásgeiri í íslenska og enska Bónus verða send í tilefni af þessari nýjustu námsferð hans og vonandi verður hún ekki jafn dýrkeypt fyrir lánadrottnana, eins og þær fyrri.


mbl.is Nýtt Bónusævintýri Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Íslenska aðferðin er alltaf að rjúka til og opna marga staði undir sama nafni.  Þetta gerist oft mjög hratt en algjörlega án þess að markaðshlutdeild eða aðrar ytri aðstæður hafi skapað tilefni til.  Svona á við um verslanir, veitingastaði og fleira.   Þetta gera menn í stað þess að reki hlutina af skynsemi, láta fyrsta staðinn ganga vel, losna við óhagstætt lánsfjármagn og koma á reynslu og öðlast raunverulega viðskiptavild. 

Undantekning frá þess er verslunin Fjarðarkaup í Hafnarfirði.  Þar hafa eigendur ekki verið að þenja starfsemina út um allan bæ.  Verslunarhúsnæðið sjálft stendur alls ekki á besta stað með tilliti til viðskipta, þar er ekki stór verslunarkjarni í kring eða annað sem stutt gæti við starfsemina.  En eigendurnir skulda heldur ekki krónu í langtímalánum né óhagstæðum skammtímalánum.  Yfirbygging er í lágmarki.  Innréttingar og tækjabúnaður látlaus og einfaldur (kannski í sumum tilfellum farinn að verða gamall), en þetta gengur líka vel.  Verðlagið er hagstætt, þjónustan góð og viðskiptavinir ánægðir. En fyrst og síðast er það athyglisvert að eigendur hafa látið það nægja að reka eina einingu vel og vandlega og ekki verið að skuldsetja sig upp í rjáfur.

Jón Óskarsson, 18.3.2010 kl. 08:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fjarðarkaup er einmitt mjög gott dæmi um vel rekið fjölskyldufyrirtæki, sem ekki hefur skuldsett sig upp fyrir rjáfur vegna stórveldis- og útrásardrauma.  Þau eru því miður ekki mörg eftir, gömlu góðu fjölskyldufyrirtækin, sem voru ríkjandi í viðskiptum hérlendis eftir miðja síðustu öld og fram undir aldamótin.  Flest enduðu undir stjórn manna, sem létu sig dreyma stórveldisdraumana, en eru nú gleymdir og grafnir.

Framtíðin þarf að byggjast á traustum alvörufyrirtækjum eins og Fjarðarkaupum, Melabúðinni, Þinni verslun, Pfaff og fleiri slíkum.

Axel Jóhann Axelsson, 18.3.2010 kl. 09:07

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Sammála því Axel.  Það þarf nefnilega að byrja á því að hafa undirstöðurnar góðar svo hægt sé að byggja ofan á traustan grunn.

Útþensla verslunar- og þjónustufyrirtækja á Íslandi er með ólíkindum miðað við fólksfjölda.  Mér koma oft í hug orð Guðjóns heitins sem var forstjóri SÍS í fáein ár í kringum 1990, en ég hlustaði á ræðu sem hann hélt um verslun og viðskipti á Íslandi stuttu eftir að hann kom frá Bandaríkjunum eftir að hafa verið þar í mörg ár.  Hann bar saman verslanir á Íslandi við Marks & Spenser í London og sagði að ef þessi verslunarkeðja myndi detta í hug að opna verslun á Íslandi þá yrðu það sennilega bara ein, eða í mesta lagi tvær vegna vegalengda og samgangna á landinu.   En hér á landi héldum við áfram að byggja hverja verslunarkringluna á fætur annarri eins og að hér byggju milljónir eða milljónatugir manna.

Jón Óskarsson, 18.3.2010 kl. 09:27

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvers vegna er þessi maður látin ganga laus?

Sigurður Haraldsson, 19.3.2010 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband