Steingrímur á við þjóðholla menn, sem verja hag og heiður þjóðarinnar

Steingrímur J. missti út úr sér á blaðamannafundi í morgun að ekki væri hægt að semja við fjárkúgara, þegar sumir fulltrúar íslenskra skattgreiðenda vildu ekki láta eftir ofbeldisseggjunum og borga mölglunarlaust ólöglega og siðlausa kröfu þeirra.

Þarna á Steingrímur vafalaust við þá snjöllu og viti bornu samningamenn, sem stjórnarandstaðan neyddi upp á ríkisstjórnina, eftir að útséð var með að þjóðin myndi kyngja þeim "glæsilega" afarkosti, sem félagar hans og vinir, Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, skrifuðu undir á föstudagskvöldi í júní s.l., þegar þeir nenntu ekki að hafa málið lengur "hangandi yfir höfði sér", eins og Svavar orðaði það svo einlæglega í fjölmiðlum.

Hagsmunum íslenskra skattgreiðenda er ágætlega borgið á meðan hluti "samninganefndarinnar" berst gegn rangindum og kúgunum Breta og Hollendinga, sem ætla sér að hneppa Íslendinga í skattalega ánauð til áratuga, vegna vaxta af skuld, sem er ekki þjóðarskuld, heldur einkaskuld.

Engin lög á Íslandi eða í öðrum ríkjum Evrópu gera ráð fyrir því, að skuldum einkafyrirtækja, hvorki einkabanka né annarra einkafyrirtækja, sé breytt í þjóðarskuld og þannig velt yfir á skattgreiðendur landanna.

Þess vegna er svo mikilvægt, að góð þátttaka verði í þjóðaratkvæðagreiðslunni og niðurstaðan verði svo afgerandi, að enginn geti velkst í vafa um hug skattgreiðenda til slíkra fjárkúgara.

Þjóðarhagur er að veði.

NEI við Icesavelögunum.


mbl.is Hvað á Steingrímur við?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband